Engar rækjuveiðar á Skjálfanda

Rækjuveiðar | 2. desember 2020

Engar rækjuveiðar á Skjálfanda

Hafrannsóknastofnun leggur til að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Skjálfanda fiskveiðiárið 2020/2021 vegna varúðarsjónarmiða, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Engar rækjuveiðar á Skjálfanda

Rækjuveiðar | 2. desember 2020

Ekki verða heimilaðar rækjuveiðar á Skjálfanda á fiskveiðiárinu. Stofninn stendur …
Ekki verða heimilaðar rækjuveiðar á Skjálfanda á fiskveiðiárinu. Stofninn stendur veikt og gerir Hafró ráð fyrir að það ástand vari áfram vegna sterkrar stöðu þorsks og ýsu á svæðinu. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Hafrannsóknastofnun leggur til að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Skjálfanda fiskveiðiárið 2020/2021 vegna varúðarsjónarmiða, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Hafrannsóknastofnun leggur til að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Skjálfanda fiskveiðiárið 2020/2021 vegna varúðarsjónarmiða, að því er segir í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Þar segir að stofnvísitala rækju í Skjálfanda hafi haldist lág frá árinu 1999, fyrir utan árin 2011 og 2012. Niðurstöður stofnmælingar sem Hafrannsóknastofnun framkvæmdi í haust gaf til kynna að rækjustofninn í Skjálfanda er undir skilgreindum varúðarmörkum.

Bent er á að stofnmælingin í nóvember hafi ekki farið fram „við kjöraðstæður þar sem stormur og norðanáttir voru ríkjandi á þessum tíma. Tekin var full könnun ásamt tveimur aukatogum austarlega í flóanum.“

Tengt þorski og ýsu

Fram kemur í tilkynningunni að vísitala þorsks á þessu ári sé hæsta frá árinu 2012, vísitala ýsu sú hæsta frá árinu 2009 og vísitala ýsuseiða sú næsthæsta frá árinu 1993. „Má því búast við að vísitala rækju á svæðinu muni ekki hækka í bráð.“

Rækjustofninn stendur víða höllum fæti og ráðlagði Hafrannsóknastofnun í ágúst að engar rækjuveiðar yrðu stundaðar við Eldey, auk þess hefur stofninn í Arnarfirði verið sagður nálægt sögulegu lágmarki.

mbl.is