Fór ólétt að sækja fíkniefni fyrir Perry

Friends | 8. desember 2020

Fór ólétt að sækja fíkniefni fyrir Perry

Friends-stjarnan Matthew Perry átti lengi vel í fíknivanda. Kona sem fékk borgað fyrir að ná í efni fyrir hann steig fram um helgina. Í viðtali við The Sun segist Kayti Edwards meðal annars hafa náð í fíkniefni fyrir Perry þegar hún var komin fimm mánuði á leið. 

Fór ólétt að sækja fíkniefni fyrir Perry

Friends | 8. desember 2020

Matthew Perry glímdi lengi vel við fíknivanda.
Matthew Perry glímdi lengi vel við fíknivanda. mbl.is/Cover Media

Friends-stjarn­an Matt­hew Perry átti lengi vel í fíkni­vanda. Kona sem fékk borgað fyr­ir að ná í efni fyr­ir hann steig fram um helg­ina. Í viðtali við The Sun seg­ist Kayti Edw­ards meðal ann­ars hafa náð í fíkni­efni fyr­ir Perry þegar hún var kom­in fimm mánuði á leið. 

Friends-stjarn­an Matt­hew Perry átti lengi vel í fíkni­vanda. Kona sem fékk borgað fyr­ir að ná í efni fyr­ir hann steig fram um helg­ina. Í viðtali við The Sun seg­ist Kayti Edw­ards meðal ann­ars hafa náð í fíkni­efni fyr­ir Perry þegar hún var kom­in fimm mánuði á leið. 

Edw­ards seg­ist hafa sótt efni fyr­ir Perry til þess að vernda hann. Hún hafi viljað koma í veg fyr­ir að hann færi út og það kæm­ist upp um hann. Í kring­um 2011 seg­ist hún hafa sótt hvað sem er fyr­ir Perry.

„Ég var kom­in fimm mánuði á leið og sótti efni fyr­ir hann,“ sagði Edw­ards. Hún seg­ir Perry hafa sagt við sig að eng­inn grunaði ólétta konu um vörslu á fíkni­efn­um. 

„Við opnuðum pok­ann, stund­um voru pill­ur, kókaín, stund­um heróín og krakk, þetta var bara eins og hlaðborð, þú viss­ir aldrei hvað þú fékkst.“

Sjálf seg­ist Edw­ards aldrei hafa tekið fíkni­efni með leik­ar­an­um og seg­ist varla smakka áfengi.

„Ég horfi til baka og hugsa: hvers kon­ar vin­ur var ég? En ég vildi hjálpa hon­um,“ sagði Edw­ards sem fékk vel borgað fyr­ir hjálp­sem­ina. Stund­um fékk hún þrjú til fjög­ur þúsund banda­ríkja­dali á dag. „Þetta var frek­ar skrítið og sam­band okk­ar varð eitrað. Ég gat ekki sagt nei.“

Edw­ards seg­ist vera ánægð fyr­ir hönd Perrys að vera edrú. Hún von­ar að hann haldi áfram á beinu braut­inni en hinn 51 árs gamli leik­ari er ný­trú­lofaður kær­ustu sinni til tveggja ára, hinni 29 ára gömlu Molly Hurwitz.

Matthew Perry er þekktur fyrir hlutverk Chandler Bing í Friends.
Matt­hew Perry er þekkt­ur fyr­ir hlut­verk Chandler Bing í Friends.
mbl.is