Heilsuskúbb 2021 – það sem virkar!

Inga næringarþerapisti | 3. janúar 2021

Heilsuskúbb 2021 – það sem virkar!

„Já koma svo, nýtt ár og fullt að gerast! Sumir eru pínu stressaðir og uggandi um hvernig heilsufarið verður þetta árið, alveg eins og á hinu blessaða nýliðna ári. Pínu vesen á heimsbyggðinni og allt í gangi til þess að reyna að útrýma veirukvikindi, sem hefur verið að stríða mannkyninu,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti í sínum nýjasta pistli: 

Heilsuskúbb 2021 – það sem virkar!

Inga næringarþerapisti | 3. janúar 2021

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. Ljósmynd/Dennis Sla

„Já koma svo, nýtt ár og fullt að ger­ast! Sum­ir eru pínu stressaðir og ugg­andi um hvernig heilsu­farið verður þetta árið, al­veg eins og á hinu blessaða nýliðna ári. Pínu vesen á heims­byggðinni og allt í gangi til þess að reyna að út­rýma veiru­kvik­indi, sem hef­ur verið að stríða mann­kyn­inu,“ seg­ir Inga Kristjáns­dótt­ir nær­ing­arþerap­isti í sín­um nýj­asta pistli: 

„Já koma svo, nýtt ár og fullt að ger­ast! Sum­ir eru pínu stressaðir og ugg­andi um hvernig heilsu­farið verður þetta árið, al­veg eins og á hinu blessaða nýliðna ári. Pínu vesen á heims­byggðinni og allt í gangi til þess að reyna að út­rýma veiru­kvik­indi, sem hef­ur verið að stríða mann­kyn­inu,“ seg­ir Inga Kristjáns­dótt­ir nær­ing­arþerap­isti í sín­um nýj­asta pistli: 

En nú skal spurt: hvað get­ur hver og einn gert fyr­ir sig til að verj­ast veirunni? Nei, ég er ekki að tala um bólu­setn­ing­ar, það er ekki mín deild.

Ég er að tala um allt aðrar vís­inda­lega sannaðar aðgerðir.

Það eru ákveðin víta­mín og heilsu­bæt­andi efni sem stuðla að því að ónæmis­kerfi lík­am­ans vinni eðli­lega og sé vel í stakk búið til að tak­ast á við alls kon­ar sýk­ing­ar. Það er margsannað með klín­ísk­um rann­sókn­um. Og já, líka hvað varðar kór­ónu­veiruna!

Ég kynni til sög­unn­ar D-víta­mín, C-víta­mín og sink.

Jebb, þessi efni hafa já­kvæð áhrif á varn­ir hvers og eins ein­stak­lings með því að stuðla að því að ónæmis­kerfi viðkom­andi virki eðli­lega.

Það er ein­fald­lega lyk­il­atriði í sjúk­dóm­svörn­um hverr­ar mann­eskju!

Þetta er svo margsannað mál að Evr­ópu­sam­bandið hef­ur gefið það út, að um þessi efni megi segja á lög­leg­an hátt: „stuðlar að eðli­legri starf­semi ónæmis­kerf­is­ins“ ... og já heil­brigðis­yf­ir­völd á Íslandi eru því sam­mála.

Þar hafið þið það!

Lík­lega er stór hluti okk­ar Íslend­inga með allt of lítið magn D-víta­míns í lík­am­an­um, bara svona vegna þess að við búum lengst norður í rass­gati og sjá­um ekki til sól­ar stór­an hluta árs­ins. Þetta þýðir að það að mynda D-víta­mín úr sól­inni er lík­lega nokkuð von­laust verk fyr­ir land­ann.

Ég mæli með D-víta­míni í formi bæti­efna.

C-víta­mín og sink er hægt að fá í fæðu, en marga skort­ir mikið á að full­nægja þörf­inni.

Ég mæli einnig með því að taka inn C-víta­mín og sink í formi bæti­efna.

D-víta­mín, C-víta­mín og sink eru ódýr bæti­efni, sem fást í öll­um apó­tek­um, heilsu­versl­un­um og stór­mörkuðum.

Mín skoðun er sú að við þurf­um að treysta okk­ar eig­in varn­ir, gera allt sem við get­um til að gera lík­am­an­um kleift að vinna á veir­um og öðrum ósóma. Efla okk­ur sjálf. Ég þrái ekk­ert heit­ar en fólk fari að tengja, átti sig bet­ur á að hver og einn get­ur gert svo mikið fyr­ir eig­in heilsu, á ein­fald­an en áhrifa­rík­an hátt.

Við höf­um engu að tapa og allt að vinna.

Gleðilegt ár!

mbl.is