„Ekki að horfa á þá sem fórnarlömb“

Skóli fyrir alla? | 17. janúar 2021

„Ekki að horfa á þá sem fórnarlömb“

Hópur nemenda af erlendum uppruna er standa sig mjög vel í framhaldsnámi og félagslega. Með því að styðja við bakið á þeim sem þurfa á stuðningi að halda er hægt að stækka þennan hóp enn frekar og auka líkur á að athafnalífið endurspegli betur þann fjölbreytileika sem er á Íslandi en fyrir ári voru rúmlega 15% landsmanna af erlendum uppruna.

„Ekki að horfa á þá sem fórnarlömb“

Skóli fyrir alla? | 17. janúar 2021

Susan Rafik Hama.
Susan Rafik Hama. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hóp­ur nem­enda af er­lend­um upp­runa er standa sig mjög vel í fram­halds­námi og fé­lags­lega. Með því að styðja við bakið á þeim sem þurfa á stuðningi að halda er hægt að stækka þenn­an hóp enn frek­ar og auka lík­ur á að at­hafna­lífið end­ur­spegli bet­ur þann fjöl­breyti­leika sem er á Íslandi en fyr­ir ári voru rúm­lega 15% lands­manna af er­lend­um upp­runa.

Hóp­ur nem­enda af er­lend­um upp­runa er standa sig mjög vel í fram­halds­námi og fé­lags­lega. Með því að styðja við bakið á þeim sem þurfa á stuðningi að halda er hægt að stækka þenn­an hóp enn frek­ar og auka lík­ur á að at­hafna­lífið end­ur­spegli bet­ur þann fjöl­breyti­leika sem er á Íslandi en fyr­ir ári voru rúm­lega 15% lands­manna af er­lend­um upp­runa.

Sus­an Rafik Hama rann­sakaði vel­gengni nem­enda af er­lend­um upp­runa í fram­halds­skól­um á Íslandi, reynslu þeirra og vænt­ing­ar í doktors­rit­gerð sinni í menntavís­ind­um sem hún varði við deild mennt­un­ar og marg­breyti­leika við Há­skóla Íslands í nóv­em­ber.

„Það er svo mik­il­vægt að horfa ekki alltaf á það sem ekki geng­ur vel held­ur þarf einnig huga að því sem vel geng­ur. Til að mynda að það er hóp­ur barna og ung­menna af er­lend­um upp­runa sem geng­ur mjög vel í námi og fé­lags­lega. Til þess að sá hóp­ur stækki þarf af búa til rými fyr­ir alla inn­an skól­ans og aðstoða þau ef þau þurfa á því að halda,“ seg­ir Sus­an sem hef­ur unnið að mennt­a­rann­sókn­um árum sam­an.

Þann 1. janú­ar 2020 voru 55.354 inn­flytj­end­ur á Íslandi eða 15,2% mann­fjöld­ans. Það er fjölg­un frá því í árið á und­an þegar þeir voru 14,1% lands­manna (50.271). Frá ár­inu 2012 hef­ur þeim fjölgað úr því að vera 8% mann­fjöld­ans upp í 15,2% seg­ir á vef Hag­stofu Íslands.

Hjónin Salah Karim Mahmood og Susan Rafik Hama hafa verið …
Hjón­in Salah Karim Mahmood og Sus­an Rafik Hama hafa verið bú­sett á Íslandi í um 20 ár. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Á sama tíma og sam­fé­lagið held­ur áfram að þró­ast og fjöl­breyti­leik­inn að aukast hef­ur margt breyst síðan Sus­an kom hingað til lands fyr­ir 20 árum með hjálp Flótta­manna­skrif­stofu Sam­einuðu þjóðanna (IOM) og Rauða kross Íslands.

Sus­an lauk BA-prófi í ensku og bók­mennt­um frá Sala­hadd­in-há­skóla árið 1997,  kennslu­rétt­inda­námi frá Há­skóla Íslands árið 2008, BA-prófi í ís­lensku sem öðru máli frá Há­skóla Íslands árið 2011 og M.Ed prófi í full­orðins­fræðslu og mannauðsþróun frá sama skóla árið 2012. Sus­an hef­ur starfað sem  verk­efna­stjóri, túlk­ur og  kenn­ari við leik­skóla, grunn- og fram­halds­skóla og há­skóla bæði hér­lend­is og er­lend­is.

Sus­an hef­ur lokið námi og er ekki í föstu starfi um þess­ar mund­ir en er að skrifa leiðbein­ing­ar fyr­ir kenn­ara á öll­um skóla­stig­um sem kenna nem­end­um sem eru múslim­ar. „Það vant­ar sár­lega slík­ar upp­lýs­ing­ar að sögn kenn­ara og þar sem ég ræddi meðal ann­ars við múslima þegar ég vann doktor­s­verk­efnið mitt þá nýti ég hana við gerð  leiðbein­ing­anna auk þeirr­ar reynslu og þekk­ing­ar sem ég hef á þessu sviði,“ seg­ir hún.

Sus­an er einnig að skrifa grein um for­eldra sem komu hingað sem flótta­menn, upp­lif­un þeirra og hvort þeir upp­lifi að þeir til­heyri sam­fé­lag­inu. Sus­an og leiðbein­andi henn­ar í doktor­s­verk­efn­inu, Hanna Ragn­ars­dótt­ir tóku viðtöl við for­eldra, skóla­stjóra og kenn­ara í skól­um barn­anna á sín­um tíma. 

Nem­end­urn­ir sem hún ræddi við í doktor­s­verk­efn­inu standa vel að vígi, bæði náms­lega og fé­lags­lega. Þau eru áhug­söm og má segja að seigla ein­kenni þau seg­ir hún. „Þau lögðu ekki árar í bát þrátt fyr­ir ýms­ar hindr­an­ir held­ur héldu áfram, sýndu seiglu. Það er mik­il­vægt að það sé haldið utan um þau og þeim veitt­ur stuðning­ur ef þau þurfa á hon­um að halda. Svo sem frá kenn­ur­um og nærum­hverfi þeirra, til að mynda frá for­eldr­um og vinnu, en þau voru öll í vinnu, annaðhvort í hluta­starfi eða fullri vinnu, þegar ég tók viðtöl­in,“ seg­ir Sus­an.

Af 27 viðmæl­end­um voru 17 enn í fram­halds­skóla en 10 höfðu lokið fram­halds­skóla með góðar ein­kunn­ir og höfðu fengið vinnu að námi loknu. Af þess­um tíu voru fimm byrjuð í há­skóla­námi þegar Sus­an ræddi við þau en nem­end­urn­ir stunduðu nám við þrjá fram­halds­skóla á höfuðborg­ar­svæðinu. 

„Sam­spil innri og ytri þátta hjálpaði þeim við að ganga vel,“ seg­ir Sus­an. Þar á meðal kenn­ar­ar sem studdu þau í nám­inu. „Helstu skila­boðin með rit­gerðinni eru að sýna að ábyrgðin á að taka við nem­end­um af er­lend­um upp­runa á ekki að hvíla á ör­fá­um skól­um eða kenn­ur­um held­ur er mik­il­vægt að fleiri skól­ar taki við þess­um nem­end­um. Það er bæði gott fyr­ir skól­ana sem og alla nem­end­ur,“ seg­ir Sus­an og og bæt­ir við að ef aðeins fáir fram­halds­skól­ar taki við nem­end­um, sem kannski hafa búið í stutt­an tíma á Íslandi, er í raun verið að beina fjöl­skyld­um af er­lend­um upp­runa í ákveðin hverfi og það er ekki gott því blönd­un er miklu betri. 

„Það á held­ur ekki verða til þess að stöðva krakka sem koma með góðar ein­kunn­ir úr grunn­skóla í að sækja um fram­halds­skóla að viðkom­andi skóli treyst­ir sér ekki til þess að styðja við bakið á nem­and­an­um.“

Hún nefn­ir þrennt sem mik­il­vægt er að hafa í huga þegar flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur eiga hlut að máli. „Í fyrsta lagi tím­inn því þegar þú kem­ur hingað get­ur þú ekki allt strax á fyrstu stundu. Til að mynda tungu­málið. Það tek­ur tíma og er auðvitað mis­mun­andi hversu lang­an tíma það tek­ur fólk að ná ís­lensk­unni. Í öðru lagi ör­yggi en það er svo mik­il­vægt og nem­end­urn­ir sem ég ræddi við töluðu um þetta sér­stak­lega,“ seg­ir hún.

Sus­an nefn­ir sem dæmi fyr­ir stúlk­ur að ganga ein­ar heim að kvöld­lagi. Önnur teg­und af ör­yggi sem flótta­fjöl­skyld­ur nefna er að þurfa ekki að hafa áhyggj­ur af börn­un­um hér. Þau geti farið áhyggju­laus út að leika eft­ir skóla án fylgd­ar.

Í þriðja lagi er tengslanet mik­il­vægt. Að upp­lifa sem þau til­heyri sam­fé­lag­inu og séu í góðum tengsl­um bæði við samlanda og aðra.

Sus­an seg­ir að það sé mjög gott þegar kenn­ar­ar styðja við slíka tengslamynd­un því mennt­un á að miðast við ólíka menn­ingu. For­eldr­ar þess­ara nem­enda skipta miklu máli og reyna yf­ir­leitt alltaf að styðja við börn sín. „Eitt af því sem ung­menn­in nefndu þegar ég spurði þau þá var það ráðandi svar að þau teldu búa við vel­gengni. Þau stæðu sig vel bæði í skóla og fé­lags­lega. Þau væru að vinna og veittu þannig fjöl­skyld­unni fjár­hags­leg­an stuðning. Sum þeirra voru einnig með þá ábyrgð heim­an frá sér – að taka þátt í að fram­fleyta fjöl­skyld­unni.“ 

Tengslanet er mikilvægt þegar kemur að komu flóttafólks til landsins.
Tengslanet er mik­il­vægt þegar kem­ur að komu flótta­fólks til lands­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sus­an seg­ir að ekki fari alltaf sam­an vænt­ing­ar for­eldra og barna til náms­ins og hvaða náms­leiðir verða fyr­ir val­inu. Oft sjá for­eldr­arn­ir fyr­ir sér að börn þeirra verði lækn­ar, lög­fræðing­ar eða leggi stund á nám sem er lík­legt til að skila þeim góðum stöðum og tekj­um í framtíðinni. Þrátt fyr­ir að ung­menn­in séu góðir náms­menn og gangi vel í einu og öllu er ekki þar með sagt að þau hafi áhuga á þess­um störf­um og vilja frek­ar fara í list­nám eða annað nám sem ekki fell­ur yf­ir­leitt í flokk með há­tekju­störf­um. En auðvitað voru flest­ir for­eldr­ar mjög já­kvæðir í garð náms barna sinna og vildu þau héldu áfram því námi sem þau höfðu áhuga á, seg­ir Sus­an.

„Sum­ir for­eldr­anna eru með litla sem enga mennt­un og vinna mikið. Ekki gleyma því að for­eldr­ar flytja oft til annarra landa vegna barn­anna, til að veita þeim betri framtíð. Þetta á ekki síst við þegar stríð rík­ir í heima­land­inu,“ seg­ir Sus­an.

Að sögn Sus­an kem­ur stuðning­ur­inn víða að. Til að mynda í  íþrótt­um en einn viðmæl­enda henn­ar lýsti því hvernig knatt­spyrnuþjálf­ari hans var alltaf að hvetja þau áfram og hvað það hafi haft góð áhrif.

Samvinna er lykilatriði.
Sam­vinna er lyk­il­atriði. mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son

Vinn­an kem­ur sér ekki bara vel fjár­hags­lega held­ur líka tengslalega. Sus­an seg­ir að ein af þeim sem hún tók viðtal við hafi lýst því hvernig hún hafi ein­hvern tíma átt í erfiðleik­um með að leysa verk­efni í skól­an­um þar sem hún skildi það ekki þannig að hún fór með það í vinn­una. Þar voru all­ir boðnir og bún­ir til að aðstoða hana við að skilja verk­efnið.  

„Það er svo mik­il­vægt að fá stuðning sem þenn­an þegar for­eldr­ar geta ekki aðstoðað. Þetta gild­ir um öll ung­menni, þau þurfa stuðning í námi hvort held­ur sem þau eru af er­lend­um upp­runa eða ekki. Ef þau þurfa meiri stuðning þá á að veita þeim hann,“ seg­ir Sus­an og seg­ir mjög mik­il­vægt á sama tíma að ekki sé slakað á kröf­um til nem­enda.

„Ekki að horfa á þá sem fórn­ar­lömb því þá fara þeir að líta á sig sem fórn­ar­lamb,“ seg­ir Sus­an og vís­ar þar til þess að láta viðkom­andi fá létt­ari verk­efni en aðra í hópn­um. „Með því að láta þá fá létt­ari verk­efni, í þessu til­viki nem­end­ur af er­lend­um upp­runa, er verið að ýta und­ir þessa fórn­ar­lambs­hugs­un. Þess í stað á að veita stuðning ef þörf er á hon­um þannig að þeir geti leyst sam­bæri­leg verk­efni og aðrir í bekkn­um. Ef við lít­um á tungu­málið þá má ekki gleyma því að börn sem hingað koma eru ekki tungu­mála­laus. Segj­um sem svo að hingað komi nem­andi sem tal­ar spænsku. Í flest­um fram­halds­skól­um er boðið upp á spænsku­nám og þá er upp­lagt að spænsku­mæl­andi nem­andi aðstoði aðra nem­end­ur við spænsk­una og fái aðstoð við ís­lensk­una í staðinn. Þetta þarf ekki að vera tungu­mála­k­unn­átta held­ur ein­hver önn­ur kunn­átta sem viðkom­andi nem­andi kem­ur með til lands­ins. Þannig græða all­ir. Það sem meira er – fólk upp­lif­ir sig sem hluta af sam­fé­lagi. Að það skipti máli, eigi vini,“ seg­ir Sus­an.

mbl.is/​Hari

Eitt af því sem Sus­an spurði nem­end­ur út í var einelti en ekk­ert þeirra upp­lifði slíkt í fram­halds­skól­um. Ein­hverj­ir höfðu orðið fyr­ir einelti í grunn­skóla en ekki í fram­halds­skóla. Þar áttu þau vini bæði af ís­lensk­um og er­lend­um upp­runa sem þau hittu og voru í góðum sam­skipt­um við.

Sus­an bend­ir á eitt sem get­ur hindrað ung­menni af er­lend­um upp­runa við að stunda nám í fram­halds­skóla. Að þau eru eldri en 18 ára þegar þau sækja um nám í fram­halds­skól­um þar sem þau hafa misst ein­hver ár úr skóla af ýms­um ástæðum. Þá get­ur málið vand­ast því fram­halds­skól­um er gert að taka inn alla nem­end­ur yngri en 18 ára sem þýðir að þeir sem eru eldri eiga ekki ör­uggt aðgengi.

Höfn­un get­ur þýtt að viðkom­andi reyn­ir aldrei aft­ur að sækja um og lýk­ur ekki námi. Þess vegna er sveigj­an­leiki mik­il­væg­ur og hér gæti mennta­málaráðuneytið gripið inn með því að hvetja fram­halds­skóla til þess að horfa fram hjá aldri þessa hóps í ein­hverj­um til­vik­um seg­ir Sus­an. 

Jafn­framt að tryggja að starf­andi fram­halds­skóla­kenn­ar­ar fái end­ur­mennt­un eða símennt­un á þessu sviði, að taka á móti og styðja við nem­end­ur af fjöl­breytt­um upp­runa. Með þessu get­ur skól­inn orðið fjöl­breytt­ari og betri stofn­un seg­ir Sus­an en slík fjöl­menn­ing­ar­kennsla er í boði fyr­ir kenn­ara­nema í dag að sögn Sus­an Rafik Hama doktors í menntavís­ind­um.

mbl.is