Lítill stuðningur fyrir fólk með frjósemisvanda

Ófrjósemi | 28. janúar 2021

Lítill stuðningur fyrir fólk með frjósemisvanda

Rakel Rut Björnsdóttir er meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur nú að netmeðferð fyrir konur sem glíma við frjósemisvanda. Verkefnið vinnur hún með Fjólu Dögg Helgadóttur doktor í sálfræði en Rakel segir skorta sálfræðilega meðferð fyrir fólk sem glímir við þennan algenga vanda. 

Lítill stuðningur fyrir fólk með frjósemisvanda

Ófrjósemi | 28. janúar 2021

Rakel Rut Björnsdóttir.
Rakel Rut Björnsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Rakel Rut Björns­dótt­ir er meist­ara­nemi í klín­ískri sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík og vinn­ur nú að netmeðferð fyr­ir kon­ur sem glíma við frjó­sem­is­vanda. Verk­efnið vinn­ur hún með Fjólu Dögg Helga­dótt­ur doktor í sál­fræði en Rakel seg­ir skorta sál­fræðilega meðferð fyr­ir fólk sem glím­ir við þenn­an al­genga vanda. 

Rakel Rut Björns­dótt­ir er meist­ara­nemi í klín­ískri sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík og vinn­ur nú að netmeðferð fyr­ir kon­ur sem glíma við frjó­sem­is­vanda. Verk­efnið vinn­ur hún með Fjólu Dögg Helga­dótt­ur doktor í sál­fræði en Rakel seg­ir skorta sál­fræðilega meðferð fyr­ir fólk sem glím­ir við þenn­an al­genga vanda. 

Kon­ur sem eru 18 ára og eldri og glíma við ófrjó­sem­is­vanda geta skráð sig til þátt­töku til 1. fe­brú­ar. Fjóla ræddi við fólk sem var að glíma við ófrjó­sem­is­vanda við gerð meðferðar­inn­ar. Hún tók sam­an hvað var hjálp­legt og bjó til meðferð út frá því sem bygg­ir á hug­rænni at­ferl­is­meðferð sem er mikið notað við kvíða og þung­lyndi. Netmeðferðin tek­ur þrjá mánuði og meta þær síðan ávinn­ing meðferðar­inn­ar. 

„Ég kem inn í þetta af því ég hef áhuga á þessu mál­efni. Síðustu árin er ég búin að taka eft­ir því að það eru mun fleiri að glíma við þetta held­ur en ég átti von á og bara marg­ir af mín­um vin­um. Ég sá hvaða áhrif þetta gat haft á fólk, á þeirra líf. Það kom mér líka á óvart að það var í raun­inni ekk­ert mikið af úrræðum í boði. Það virt­ist vera að sál­fræðilega hliðin væri van­rækt og þetta er bara lækn­is­fræðileg meðferð að eign­ast barn. Það er lít­ill stuðning­ur í boði þó svo það séu ein­hverj­ir sál­fræðing­ar þarna úti sem bjóða upp á það en hann er mjög tak­markaður,“ seg­ir Rakel. 

Rakel seg­ir fólk mikið sækja sér upp­lýs­ing­ar á net­inu og sé í hóp­um á Face­book. Rakel seg­ir ekki endi­lega gott þegar fólk sæk­ir sér upp­lýs­ing­ar á netið þar sem mikið er af röng­um upp­lýs­ing­um. 

„Það er mjög mikið þarna eins og að borða þetta geti aukið frjó­semi eða bara slaka á og þá ger­ist þetta. Alls kon­ar svona sem er bara óhjálp­legt þegar fólk er í þess­ari stöðu. Kannski búið að vera að reyna í mörg ár, eiga tækni­frjóvg­un sem mis­heppnaðist. Þannig þetta er svo­lítið flókið.“

Hvaða áhrif hef­ur þetta á and­lega líðan fólks í þess­ari stöðu?

„Hérna á Íslandi eru mjög fáar rann­sókn­ir sem hafa skoðað áhrif frjó­sem­is­vanda á líðan. Er­lend­is eru rann­sókn­ir að sýna að kon­ur upp­lifa meiri ein­kenni, þess vegna er ég að rann­saka það en þetta er ekki síður vandi fyr­ir karla líka. Hjá kon­um er rosa­lega al­geng kvíða-, streitu- og þung­lyndis­ein­kenni. Skömm, fé­lags­leg ein­angr­un af því fólk hætt­ir að mæta í boð og vera í kring­um fólk. Þetta hef­ur rosa­lega mik­il áhrif á sjálfs­mat, líka sam­bandsvanda og sam­skipta­vanda al­mennt. Þetta er fjölþætt og hef­ur áhrif á lífið al­mennt.“

Skrán­ing í netmeðferðina er opin til 1. fe­brú­ar. Þegar kon­ur skrá sig fylla þær út spurn­ingalista sem met­ur streitu, kvíða, og þung­lyndi auk ófrjó­sem­is­streitu sem er aðeins öðru­vísi en hefðbund­in streita. Síðan fá þátt­tak­end­ur aðgang að pró­gramm­inu í þrjá mánuði. Eft­ir þrjá mánuði fær það aft­ur spurn­ingalista þannig hægt sé að mæla gagn­semi meðferðar­inn­ar.

Rakel seg­ir að þær hafi byrjað að aug­lýsa verk­efnið fyr­ir rúm­lega viku síðan og á þeim stutta tíma hafa þær fengið ótrú­lega góð viðbrögð.

„Það virðist vera ofboðslega mik­il þörf á þessu miðað við það sem við höf­um heyrt í kring­um okk­ar. Ég hef fengið pósta með fyr­ir­spurn­um og líka að þetta sé þarft rann­sókn­ar­efni. Það er skort­ur á rann­sókn­um á þessu sviði. Af því þetta er al­gengt. Það er talið að 10 til 15 pró­sent para glími við ófrjó­semi á ein­hverj­um tíma­punkti.“

Með því að smella hér er hægt þátt í rann­sókn­inni og nýta sér meðferðina. 

mbl.is