Ekki nóg að brúin verði að veruleika

Sundabraut | 4. febrúar 2021

Ekki nóg að brúin verði að veruleika

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, fagnar því að komin sé skýrari mynd um hvernig sé best að leggja Sundabraut.

Ekki nóg að brúin verði að veruleika

Sundabraut | 4. febrúar 2021

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. mbl.is/Golli

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, fagn­ar því að kom­in sé skýr­ari mynd um hvernig sé best að leggja Sunda­braut.

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, fagn­ar því að kom­in sé skýr­ari mynd um hvernig sé best að leggja Sunda­braut.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, kynnti skýrslu starfs­hóps á veg­um Vega­gerðar­inn­ar í gær um að Sunda­brú væri hag­kvæm­ari kost­ur en göng.

Har­ald­ur kveðst ekki hafa velt fyr­ir sér hvort betra sé að brú verði reist eða göng smíðuð. Fyrst og fremst von­ar hann að menn kom­ist að niður­stöðu og verk­efnið kom­ist í gang.

„Sunda­braut er mikið hags­muna­mál fyr­ir okk­ur Mos­fell­inga. Þá þarf hún líka öll að verða að veru­leika, ekki bara þessi til­tekna brú,“ seg­ir hann og nefn­ir að verk­efnið allt þurfi að klár­ast frá Reykja­vík upp í Grafar­vog, út á Geld­inga­nes, Gunnu­nes og Kjal­ar­nes þannig að um­ferðin í gegn­um Mos­fells­bæ geti farið þessa leið.

Létt­ir á um­ferð um Ártúns­brekku

Hann seg­ir að þetta muni einnig létta á um­ferð um Ártúns­brekk­una og þeim gatna­mót­um sem þar eru. „Þetta yrði til hags­bóta fyr­ir Mos­fell­inga því við þurf­um mörg hver að eiga er­indi til Reykja­vík­ur,“ seg­ir hann og bæt­ir við að Ártúns­brekk­an sé vanda­mál alls höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Har­ald­ur seg­ir Mos­fell­inga vera spennta fyr­ir því að fram­gang­ur verk­efn­is­ins verði sem hraðast­ur. Hann reikn­ar með því að skýrsla starfs­hóps­ins verði rædd í nefnd­um bæj­ar­ins á næst­unni.

mbl.is