Á mörkum þess að loka alveg á humarveiðar

Humarveiðar | 6. febrúar 2021

Á mörkum þess að loka alveg á humarveiðar

Könnunarveiðar upp á 143 tonn er það sem blasir við útgerðum humarbáta á þessu ári, sem er aðeins 6-7% af því sem veitt var fyrir áratug. Nýliðun hefur verið léleg í meira en áratug og er í sögulegu lágmarki. Batamerki eru ekki sjáanleg.

Á mörkum þess að loka alveg á humarveiðar

Humarveiðar | 6. febrúar 2021

Humarstofninn stendur höllum fæti og er óvíst hvort þurfi að …
Humarstofninn stendur höllum fæti og er óvíst hvort þurfi að loka alveg á humarveiðar vegna þessa. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Könn­un­ar­veiðar upp á 143 tonn er það sem blas­ir við út­gerðum hum­ar­báta á þessu ári, sem er aðeins 6-7% af því sem veitt var fyr­ir ára­tug. Nýliðun hef­ur verið lé­leg í meira en ára­tug og er í sögu­legu lág­marki. Bata­merki eru ekki sjá­an­leg.

Könn­un­ar­veiðar upp á 143 tonn er það sem blas­ir við út­gerðum hum­ar­báta á þessu ári, sem er aðeins 6-7% af því sem veitt var fyr­ir ára­tug. Nýliðun hef­ur verið lé­leg í meira en ára­tug og er í sögu­legu lág­marki. Bata­merki eru ekki sjá­an­leg.

Til­gang­ur­inn með veiðunum er ekki síst að afla upp­lýs­inga um stærðarsam­setn­ingu og dreif­ingu stofns­ins. Auk þess sem ráðgjöf­in hef­ur lækkað ár frá ári hafa regl­ur verið í gildi um tak­mörk­un veiðisvæða og veiðarfæra til vernd­ar upp­vax­andi humri. Vegna ástands­ins er sér­stök varúðarnálg­un í gildi, sem lækk­ar ráðgjöf­ina aðeins.

Jón­as P. Jónas­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir að stofn­inn sé kom­inn á það stig að vera und­ir lík­leg­um varúðarmörk­um. Stofn­stærð humars hef­ur minnkað um 27% á tíma­bil­inu 2016-2020. Á sama tíma hef­ur veiðihlut­fall minnkað úr 1,9% í 0,4% og afli á sókn­arein­ingu var 15 kíló á klukku­stund í fyrra, en 23 kíló árið á und­an. Af 214 tonna afla­marki 2020 veidd­ust 194 tonn.

Að rannsóknastörf­um á humri, frá vinstri Hjalti Karls­son, Guðjón Már …
Að rann­sókna­störf­um á humri, frá vinstri Hjalti Karls­son, Guðjón Már Sig­urðsson og Jón­as Páll Jón­as­son. Ljós­mynd/​Svan­hild­ur Eg­ils­dótt­ir

Með því lægsta sem þekk­ist

Í tækni­skýrslu með ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar seg­ir að stofn­matið í ár sé byggt á stofn­mæl­ingu þar sem humar­hol­ur voru tald­ar með neðan­sjáv­ar­mynda­vél­um og var það í fimmta sinn sem slík stofn­mæl­ing var fram­kvæmd. Yf­ir­leitt er humar­inn bund­inn við eina holu og sitt heima­svæði í kring­um hana. Þétt­leiki humar­holna við Ísland var á síðasta ári með því lægsta sem þekk­ist meðal þeirra humarstofna sem Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðið (ICES) veit­ir ráðgjöf fyr­ir.

„Þegar við byrjuðum taln­ing­ar árið 2016 var fjöldi humar­holna áætlaður ná­lægt 600 millj­ón­um,“ seg­ir Jón­as. „Þessi vísi­tala hef­ur haldið áfram að lækka og var met­in um 434 millj­ón­ir í fyrra. Við telj­um óhætt að stunda könn­un­ar­veiðar meðan þessi vísi­tala er yfir helm­ingi þess sem var í upp­hafi, en við erum á mörk­um þess að loka al­veg á humar­veiðar.“

Jón­as seg­ir að humar­inn sé hæg­vaxta, komi fyrst inn í veiðar sem smá­hum­ar 4-5 ára, en þeir allra elstu geti orðið 20-25 ára. Sér­stak­ar aðferðir hafa verið þróaðar til að meta ald­ur humra þar sem ekki er hægt að lesa kvarn­ir eins og í fisk­um, en humar­inn skipt­ir um ham og los­ar sig við alla ytri stoðgrind.

Hæg­fara fækk­un

Spurður um hvort eng­in bata­merki sjá­ist í nýliðun í ljósi aðgerða síðustu tvö árin og einnig með það í huga að lítið var af mak­ríl und­an suður­strönd­inni í fyrra­sum­ar og hita­stig sjáv­ar hafi aðeins lækkað síðustu tvö ár, seg­ir Jón­as að svo sé ekki.

„Við erum enn að bíða eft­ir nýliðun,“ seg­ir Jón­as. „Auðvitað sjá­um við einn og einn minni hum­ar, en ekk­ert sem gef­ur okk­ur sér­stak­ar von­ir. Þegar kem­ur góður ár­gang­ur mun­um við sjá eitt­hvert magn af humr­um með 25-30 milli­metra í skjald­ar­lengd. Við höf­um vaktað humarl­irf­ur síðustu þrjú ár og vissu­lega höf­um við séð humarl­irf­ur í svifi fyr­ir ofan veiðislóðir. Þannig sáum við til dæm­is já­kvæða punkta í Háfa­dýpi aust­ur af Vest­manna­eyj­um 2018, en ef eitt­hvað verður úr því verður þess ekki vart í veiðinni fyrr en 2022 og þá sem smá­vax­in dýr, sem ein­hverj­ir myndu kalla rækju miðað við þá stóru humra sem hafa veiðst und­an­far­in miss­eri.

Ef við leyf­um okk­ur að vona að það verði ein­hver nýliðun á næstu árum þá tek­ur það stofn­inn nokk­ur ár að ná sér á ný svo veiðar verði eitt­hvað í lík­ingu við það sem áður var. Þó svo að humar­hol­um fjölgi þá þarf humar­inn að fá að vaxa og því þarf að fara var­lega. Við erum þó eng­an veg­inn kom­in þangað, því enn erum við að sjá hæg­fara þróun um að humri fækki á milli ára,“ seg­ir Jón­as.

Rætt við hags­munaaðila

Á fundi í gær kynnti Haf­rann­sókna­stofn­un humar­ráðgjöf þessa árs fyr­ir hags­munaaðilum í grein­inni og farið var yfir stöðuna. Jón­as seg­ir að síðustu ár hafi stofn­un­in átt sam­tal við fyr­ir­tæk­in og sam­starf um miðlun upp­lýs­inga og gagna.

mbl.is