Selur sögulegt verk sem hún keypti með Pitt

Jolie/Pitt | 7. febrúar 2021

Selur sögulegt verk sem hún keypti með Pitt

Sögulegt málverk eftir Winston Churchill fer á uppboð í mars. Myndin er í eigu leikkonunnar Angelinu Jolie en Jolie keypti myndina á meðan hún var í sambandi með eikaranum Brad Pitt. Málverkið er talið fara á allt að 3,4 milljónir bandaríkjadala.

Selur sögulegt verk sem hún keypti með Pitt

Jolie/Pitt | 7. febrúar 2021

Angelina Jolie og Brad Pitt.
Angelina Jolie og Brad Pitt. AFP

Sögu­legt mál­verk eft­ir Winst­on Churchill fer á upp­boð í mars. Mynd­in er í eigu leik­kon­unn­ar Ang­el­inu Jolie en Jolie keypti mynd­ina á meðan hún var í sam­bandi með eik­ar­an­um Brad Pitt. Mál­verkið er talið fara á allt að 3,4 millj­ón­ir banda­ríkja­dala.

Sögu­legt mál­verk eft­ir Winst­on Churchill fer á upp­boð í mars. Mynd­in er í eigu leik­kon­unn­ar Ang­el­inu Jolie en Jolie keypti mynd­ina á meðan hún var í sam­bandi með eik­ar­an­um Brad Pitt. Mál­verkið er talið fara á allt að 3,4 millj­ón­ir banda­ríkja­dala.

Mál­verkið Tower of the Koutou­bia Mosque málaði breski for­sæt­is­ráðherr­ann í seinni heims­styrj­öld­inni að því er fram kem­ur á vef Ya­hoo. Er þetta talið vera eina verkið sem hann málaði á þessu tíma­bili en Churchill var af­kasta­mik­ill áhuga­mál­ari. Churchill gaf banda­ríska for­set­an­um Frank­lin D. Roosevelt mál­verkið að gjöf eft­ir Casa­blanca-fund­inn árið 1943. 

Mál­verkið er eitt það merk­asta af mál­verk­um Churchills að sögn um­sjón­ar­manns breskr­ar list­ar hjá upp­boðshús­inu Christie. Þá eru ekki tald­ir með seinni tíma eig­end­ur. 

Son­ur Roosevelts seldi mál­verkið eft­ir að faðir hans lést árið 1945. Nokkr­ir áttu það áður en Jolie og Pitt keyptu það 2011. Pitt og Jolie gengu form­lega í hjóna­band 2014 og til­kynntu skilnað 2016. Lista­verkið er nú hluti af fjöl­skyldusafni Jolie. Hjón­in fyrr­ver­andi standa enn í deil­um og þar á meðal vegna skipt­ing­ar eigna. Fjöldi verðmætra lista­verka er þar á meðal.

mbl.is