Mjaðmir Rúriks trylla Þjóðverja

Rúrik Gíslason | 27. febrúar 2021

Mjaðmir Rúriks trylla Þjóðverja

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var leynigestur í opnunarþætti nýrrar seríu af sjónvarpsþáttunum Let's Dance í Þýskalandi á föstudag. Óhætt er að segja að Rúrik hafi slegið í gegn, en þýska blaðið Bild, mest selda dagblað Evrópu, gerir danshæfileikum hans góð skil í dag og segir óhætt að fullyrða að Rúrik hafi látið hjarta áhorfenda slá hraðar.

Mjaðmir Rúriks trylla Þjóðverja

Rúrik Gíslason | 27. febrúar 2021

Rúrik Gíslason lagði takkaskóna á hilluna í nóvember. Hann hefur …
Rúrik Gíslason lagði takkaskóna á hilluna í nóvember. Hann hefur nú dregið fram dansskóna við rífandi undirtektir.

Fyrr­ver­andi landsliðsmaður­inn Rúrik Gísla­son var leynigest­ur í opn­un­arþætti nýrr­ar seríu af sjón­varpsþátt­un­um Let's Dance í Þýskalandi á föstu­dag. Óhætt er að segja að Rúrik hafi slegið í gegn, en þýska blaðið Bild, mest selda dag­blað Evr­ópu, ger­ir dans­hæfi­leik­um hans góð skil í dag og seg­ir óhætt að full­yrða að Rúrik hafi látið hjarta áhorf­enda slá hraðar.

Fyrr­ver­andi landsliðsmaður­inn Rúrik Gísla­son var leynigest­ur í opn­un­arþætti nýrr­ar seríu af sjón­varpsþátt­un­um Let's Dance í Þýskalandi á föstu­dag. Óhætt er að segja að Rúrik hafi slegið í gegn, en þýska blaðið Bild, mest selda dag­blað Evr­ópu, ger­ir dans­hæfi­leik­um hans góð skil í dag og seg­ir óhætt að full­yrða að Rúrik hafi látið hjarta áhorf­enda slá hraðar.

Rúrik dansaði þar við leik­kon­una Valent­inu Pahde og söng­kon­una Ilse DeLange, sem báðar eru fræg­ar í heima­land­inu. Rúrik þekk­ir vel til í Þýskalandi því hann bjó þar frá 2015-2020 og spilaði með FC Nürn­berg og síðar SV Sand­hausen. „Ég ef­ast samt um að nokk­ur þekki mig,“ sagði Rúrik við þátta­stjórn­end­ur áður en hann steig á svið.

Dans Rúriks féll vel í kramið bæði hjá dómur­um og áhorf­end­um. „Fót­bolta­menn eru oft með stífa vöðva en við sáum ekk­ert af því hér. Við sáum mjög flott­ar mjaðmahreyf­ing­ar. Vel gert,“ sagði Motsi Mabusa, einn dóm­ar­anna, og ann­ar bætti við: „Ég sá þig þarna og hugsaði: 20 stig!“

Svo fór að lok­um að áhorf­end­ur kusu Rúrik sem sér­stakt „Wild Card“ eins og þeir kalla það, en það þýðir að Rúrik hef­ur ekki sagt sitt síðasta í þátt­un­um. Næsti dans­fé­lagi hans, hin rúss­neska Renata Lus­in, gat ekki leynt gleðinni og öskraði upp yfir sig þegar hún var dreg­in upp úr hatt­in­um sem næsti dans­fé­lagi Rúriks.

Rúrik hef­ur ekki setið auðum hönd­um eft­ir að hann lagði takka­skóna á hill­una í fyrra, enda margt til lista lagt. Hann hef­ur gefið út tónlist, starfað sem mód­el og nú ný­lega var til­kynnt að hann muni leiða um­fjöll­un Viaplay á Íslandi um bolt­ann á næsta tíma­bili. Ekki ama­legt fyr­ir mann sem hef­ur áður sagt að hann horfi ekki á fót­bolta.

mbl.is