Allt í einu komnir í framvarðasveit

Skóli fyrir alla? | 28. febrúar 2021

Allt í einu komnir í framvarðasveit

Upplifun kennara af skólastarfi á Covid-tímum er mismunandi en þeir eru sammála um að fjarnám hafi reynst þeim erfiðast sem standa höllum fæti í skólakerfinu sökum
fötlunar, heimilisaðstæðna og uppruna. Kennarar voru allt í einu komnir í framvarðasveit í íslensku samfélagi þegar farsóttin skall á af fullum þunga. 

Allt í einu komnir í framvarðasveit

Skóli fyrir alla? | 28. febrúar 2021

Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir segir mikilvægt að hlusta oftar á hvað …
Eiríksína Eyja Ásgrímsdóttir segir mikilvægt að hlusta oftar á hvað kennarar hafa að segja um skólastarfið þar sem það eru örugglega fáir ef einhverjir sem hafa jafn mikla þekkingu og þeir á því starfi sem þar fer fram. mbl.is/Arnþór Birkisson

Upp­lif­un kenn­ara af skóla­starfi á Covid-tím­um er mis­mun­andi en þeir eru sam­mála um að fjar­nám hafi reynst þeim erfiðast sem standa höll­um fæti í skóla­kerf­inu sök­um
fötl­un­ar, heim­ilisaðstæðna og upp­runa. Kenn­ar­ar voru allt í einu komn­ir í fram­varðasveit í ís­lensku sam­fé­lagi þegar far­sótt­in skall á af full­um þunga. 

Upp­lif­un kenn­ara af skóla­starfi á Covid-tím­um er mis­mun­andi en þeir eru sam­mála um að fjar­nám hafi reynst þeim erfiðast sem standa höll­um fæti í skóla­kerf­inu sök­um
fötl­un­ar, heim­ilisaðstæðna og upp­runa. Kenn­ar­ar voru allt í einu komn­ir í fram­varðasveit í ís­lensku sam­fé­lagi þegar far­sótt­in skall á af full­um þunga. 

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í rann­sókn Ei­ríksínu Eyju Ásgríms­dótt­ur, bók­mennta­fræðings og sjálf­stætt starf­andi rann­sak­anda, sem hún vinn­ur að ásamt Krist­ínu Björns­dótt­ur, pró­fess­or í fötl­un­ar­fræðum og sér­kennslu við menntavís­inda­svið Há­skóla Íslands. 

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar benda til þess að það hafi verið nem­end­ur sem til­heyrðu þess­um jaðar­hóp­um sem mættu síður í skól­ann vegna þess að þeir voru í vernd­ar­sótt­kví, bjuggu við þær aðstæður að fá ekki þann stuðning sem þeir þurftu frá fjöl­skyld­um sín­um eða höfðu ekki aðgengi að upp­lýs­ing­um um breyt­ing­ar á skóla­haldi.

Nei­kvæð áhrif á jaðar­setta hópa

Hlutverk kennara er gríðarlega mikilvægt og um leið nauðsynlegt að …
Hlut­verk kenn­ara er gríðarlega mik­il­vægt og um leið nauðsyn­legt að þeirra rödd fái að heyr­ast þegar rætt er um skóla­mál. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar renna þannig stoðum und­ir staðhæf­ing­ar alþjóðlegra stofn­ana um að Covid-19 geti haft nei­kvæð áhrif á mögu­leika jaðar­settra hópa til þátt­töku í sam­fé­lag­inu til jafns við aðra. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar benda ein­dregið til þess að afla þurfi frek­ari upp­lýs­inga frá öðrum aðilum inn­an skóla­kerf­is­ins, svo sem nem­end­um, skóla­stjórn­end­um og öðru starfs­fólki um störf þeirra og líðan á tím­um Covid-19-far­ald­urs­ins. Mik­il­vægt er að halda utan um og varðveita þá þekk­ingu og færni sem skapaðist í þess­um aðstæðum inn­an skóla­kerf­is­ins en um leið stuðla enn bet­ur að því að tryggja inn­gild­andi skólastarf og jafna mögu­leika til náms,“ seg­ir í loka­orðum grein­ar sem þær skrifuðu í Netlu, vef­tíma­rit um upp­eldi og mennt­un.

Hafra­graut­ur til bjarg­ar

Ei­ríksína Eyja seg­ir að eitt af því sem kenn­ar­arn­ir töluðu um var hve mik­inn mun þeir fundu á nem­end­um sín­um þegar íþrótta- og tóm­stund­astarf lá niðri. Þar sem börn­in voru und­ir minna álagi en ann­ars er. Annað sem var áber­andi var ólík staða barna. 

Kenn­ar­ar lýstu hvernig hafra­graut­ur sem er í boði í sum­um skól­um bjargaði mörg­um börn­um og að stund­um væri há­deg­is­mat­ur­inn eina fasta máltíðin sem þau fengju yfir dag­inn. Nokkr­ir kenn­ar­ar sögðust jafn­vel ná í nesti fyr­ir börn­in á kenn­ara­stofu eða gefa þeim eigið nesti. Einn kenn­ari sagði: „Og þú kannski veist að síðasta máltíðin var í skól­an­um í gær.“ Ann­ar kenn­ari benti einnig á þenn­an aðstöðumun: „Há­deg­is­mat­ur­inn ætti að vera frír því hann er stund­um eini mat­ur­inn sem börn eru að fá, svo þetta jafn­rétti og aðstöðumun­ur, mér finnst ekki nógu mikið gert í því.“

Rann­sókn Ei­ríksínu Eyju og Krist­ín­ar er til þriggja ára og í upp­hafi beind­ist hún að upp­lif­un kenn­ara af skóla án aðgrein­ing­ar. Fljót­lega eft­ir að Ei­ríksína Eyja byrjaði að taka viðtöl­in greind­ist fyrsta Covid-19-smitið á Íslandi og aðstæður kenn­ara breytt­ust gríðarlega og umræða um far­ald­ur­inn varð pláss­frek í viðtöl­un­um. 

Þátt­tak­end­ur rann­sókn­ar­inn­ar voru 14 grunn­skóla­kenn­ar­ar sem all­ir störfuðu á miðstigi eða höfðu reynslu af kennslu á miðstigi. Viðtöl voru tek­in á tíma­bil­inu fe­brú­ar–sept­em­ber 2020. Um eig­ind­lega rann­sókn er að ræða sem hef­ur það mark­mið að afla upp­lýs­inga um hvernig grunn­skóla­kenn­ar­ar upp­lifa og skilja hlut­verk sitt í skóla­kerfi fyr­ir alla. Fyrstu niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar benda til þess að þeir kenn­ar­ar sem tóku þátt í rann­sókn­inni hafi bæði upp­lifað já­kvæð og nei­kvæð áhrif Covid-19-far­ald­urs­ins á störf sín og líðan.

Upp­lifðu frelsi á neyðarstigi

Undanfarið hefur verið töluvert fjallað um vanda stráka í skólakerfinu …
Und­an­farið hef­ur verið tölu­vert fjallað um vanda stráka í skóla­kerf­inu og seg­ir Ei­ríksína Eyja að það sé ekki rétt nálg­un – að tala um vanda drengja – held­ur sé betra að líta á þetta sem vanda okk­ar allra. mbl.is/​Hari

Þeir lýstu mik­illi stýr­ingu og eft­ir­liti með skóla­starfi sem þeir töldu breyt­ast við neyðarstig al­manna­varna á þann veg að þeir upp­lifðu aukið frelsi. Þeir töldu sig njóta meira trausts til að stýra bet­ur með hvaða hætti þeir skipu­lögðu kennslu og nám. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna að heims­far­ald­ur­inn og viðbrögð við hon­um af­hjúpuðu aðstöðumun milli skóla og heim­ila hvað tölvu­tækni varðar.

Um leið og kenn­ar­ar sáu já­kvæðar hliðar á skertu skóla­starfi verður ekki horft fram hjá því að ákveðin for­rétt­inda­hyggja ríkti við neyðarstigið sem hef­ur hvað mest áhrif á þá nem­end­ur sem standa höll­um fæti í skóla­kerf­inu. Á sama tíma jókst samstaða á milli heim­ila og skóla í far­aldr­in­um og for­eldr­ar áttuðu sig bet­ur á álagi sem kenn­ar­ar búa við í starfi. Um leið og dró úr tak­mörk­un­um snemma í vor fóru kenn­ar­ar úr því að vera allt í einu í fram­varðasveit í að vera núna aft­ar­lega í röðinni þegar kem­ur að bólu­setn­ing­um seg­ir Ei­ríksína Eyja. 

Þrátt fyr­ir að skólastarf hafi að miklu leyti haldið áfram á grunn­skóla­stig­inu í fyrstu bylgju kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hér á landi lá allt tóm­stunda- og íþrótt­astarf að mestu leyti niðri. Í grein­inni sem þær Ei­ríksína Eyja og Krist­ín skrifuðu í Netlu seg­ir: „Krakk­ar eru bara und­ir svo miklu álagi í dag, það er enda­laust eitt­hvert pró­gramm“ og vís­ar kenn­ar­inn hér til íþróttaæf­inga sem taka við strax að skóla lokn­um.

„Þetta var dá­sam­leg­ur tími“

Ann­ar kenn­ari tók í sama streng þegar hann lýsti hvernig hann náði að virkja nem­end­ur sína bet­ur við neyðarstig al­manna­varna: „Þetta var dá­sam­leg­ur tími. Þetta var það. Þessi bekk­ur [sem hann kenndi] er af­skap­lega náms­lega slak­ur og ósjálf­stæður og svona hinn dæmi­gerði bekk­ur þar sem all­ir rétta upp hönd og spyrja hvað á að gera. Ekk­ert frum­kvæði og lít­il sem eng­in sköp­un­ar­gleði. Þau döfnuðu al­veg ofboðslega vel á þess­um tíma [Covid-19]. Þau fengu tvo til þrjá kenn­ara inn í einu, við vor­um með tvær stof­ur og aldrei fleiri en tíu nem­end­ur inni í einu. Við byrjuðum hvern ein­asta dag á að lesa í 15 mín­út­ur. Við notuðum Class­room screen [ra­f­rænt kennslu­um­hverfi] og svo kom vinnu­lota í öll­um fög­um og fram að nesti upp úr níu var bara vinnu­lota og þau réðu hvað þau gerðu.“

Kenn­ar­arn­ir voru all­ir sam­mála um að upp­brot nem­enda­hóps­ins við neyðarstig vegna Covid-19 á vorönn 2020 hefði sýnt fram á kosti þess bæði fyr­ir nem­end­ur og kenn­ara að vinna sam­an í smærri hóp­um. Einn kenn­ari sem kenndi ein­göngu fyr­ir há­degi og hafði um­sjón með ell­efu nem­end­um sagði: „Ég fékk meiri inn­sýn í hvern ein­stak­ling og ég náði meiri fókus og það var mjög áhuga­vert.“

Ann­ar kenn­ari sem starfaði í stærri skóla lýsti hvernig bekkn­um var skipt í tvennt þar sem hvor hóp­ur mætti í tvo tíma í senn og hann kenndi þá sama efnið tvisvar. Hann sagði: „Við vor­um með ís­lensku og stærðfræði og við náðum ótrú­lega að halda okk­ur við efnið […] já ég fann það sjálf að mér fannst svo gott hvað ég gat sinnt hverj­um og ein­um og sýnt öll­um at­hygli. Og mér fannst svo gam­an því það voru fleiri en einn nem­andi sem höfðu orð á því hvað þetta væri gott.“

Kenn­ar­arn­ir sögðu að þess­ar breyt­ing­ar á skóla­starf­inu hefðu verið stress­andi til að byrja með en flest­ir þeirra upp­lifðu minni hópa og styttri skóla­dag sem góða til­breyt­ingu. Einn lýsti því svo: „Svo fannst manni þetta ótrú­lega gott tíma­bil að vissu leyti því við kynnt­umst öll bet­ur og það voru ákveðin ró­leg­heit í gangi þó það væri stress. Það gekk allt vel í þess­um litlu ein­ing­um en maður saknaði samt að vera með hinum. Öðru­vísi áreiti og sum­ir bara vildu alltaf vera svona en þetta var alls ekki slæmt.“

Hægt að um­bylta skóla­kerf­inu

Allt í einu fóru fjölskyldur út að ganga og spjalla …
Allt í einu fóru fjöl­skyld­ur út að ganga og spjalla sam­an. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ei­ríksína Eyja seg­ir að margt hafi haft hér áhrif. Ekki bara minna álag á börn­um held­ur einnig á for­eldra þar sem þeirra íþrótta- og tóm­stund­astarf féll einnig niður sem og skemmt­an­ir og ferðalög. Allt í einu fóru fjöl­skyld­ur út að ganga og spjalla sam­an. „Covid sýn­ir okk­ur líka að það er hægt að um­bylta skóla­kerf­inu. Að vera með minni hópa og meira frelsi fyr­ir kenn­ara. Minni áhersla og umræða um mæl­ing­ar eins og sam­ræmd könn­un­ar­próf og PISA-rann­sókn­ir. Á sama tíma minnk­ar sam­keppn­in og auk­in áhersla lögð á teymis­kennslu. Eitt­hvað sem hent­ar mjög vel,“ seg­ir hún. 

Kenn­ari lýsti hvernig hann upp­lifði þakk­læti frá for­eldr­um vegna þess að börn­in fengju að koma í skól­ann og þar væri verið að leggja sig fram við að sinna námi þeirra: Þau [for­eldr­ar] voru bara mjög feg­in að það skyldi vera eitt­hvað og börn­in væru í ein­hverju og eitt­hvað í gangi og að þau héldu ein­hverri rútínu. Og þau voru dug­leg að láta krakk­ana vinna heima og mér fannst meiri sam­heldni í gangi held­ur en er venju­lega. Þau voru mjög dug­leg að láta þau gera eitt­hvað.

Í Covid-19-far­aldr­in­um voru það ekki aðeins tóm­stund­ir barn­anna sem féllu niður held­ur var allt fé­lags- og íþrótt­astarf lagt af og sund­laug­um og lík­ams­rækt­ar­stöðvum lokað, sam­komu­bann við lýði og færri tæki­færi til dægra­stytt­ing­ar utan heim­il­is.

Einn kenn­ari sagði: „Það vant­ar meiri tíma [fyr­ir börn­in], við fund­um það í Covid að það var meiri ró yfir öllu, meiri nánd og for­eldr­ar voru heima og höfðu loks­ins tíma fyr­ir börn­in sín.“ Ann­ar kenn­ari tók í sama streng og sagði: „Svo fannst mér fyndið því við vor­um með krakka sem fannst þetta [skert skólastarf og sam­komu­bann] al­veg frá­bært […] Mamma og pabbi voru líka svo mikið heima og þau voru að fara í göngu­túra.“

For­eldra­sam­skipti flók­in og erfið

Nokkr­ir af kenn­ur­un­um upp­lifðu for­eldra­sam­starfið flókið og erfitt fyr­ir tíma Covid-19 og höfðu þrír viðmæl­end­ur beðist und­an því að taka að sér bekkj­ar­um­sjón til að kom­ast hjá sam­skipt­um við for­eldra, fund­ar­setu og ut­an­um­hald.

Einn kenn­ari lýsti því svo: „For­eldra­sam­skipti eru eitt það erfiðasta við starfið. Það get­ur tekið tíma og á taug­arn­ar að fá ein­hverja tölvu­pósta og sím­töl frá ósátt­um for­eldr­um.“ Ann­ar kenn­ari lýsti hvernig sum­ir for­eldr­ar væru með mikl­ar kröf­ur til skól­ans og vildu helst fá að stjórna sjálf­ir skóla­starf­inu og skipu­lag­inu: „Sum­ir for­eldr­ar ein­hvern veg­inn vilja stjórn­ast of mikið inni í skól­an­um og það fer al­veg heil­mik­ill tími í það og að svara síma og tölvu­póst­um og alls kon­ar […] [Þeir vilja stjórna] til dæm­is bekkjar­skipt­ingu, hópa­skipt­ing­um, rengja ákv­arðanir, en mér finnst pínu hjá sum­um kenn­ur­um að for­eldr­ar eru bara að ryðjast. Það eru ekki góð sam­skipti þú veist, ekki kurt­eis og koma oft á tíðum fram með miklu offorsi „barnið mitt á að“ já þau hafa svo mik­inn rétt og regl­urn­ar ná ekki yfir börn­in þeirra.“ 

Einnig nefndu kenn­ar­ar að oft væru for­eldr­ar treg­ir til sam­starfs við skól­ann, bæði hvað varðaði nám barn­anna og einnig þegar upp komu vanda­mál í tengsl­um við börn þeirra. Kenn­ari sagði: „Já, því miður þá finnst mér for­eldr­ar vera áhuga­laus­ari nú en áður.“

Ann­ar kenn­ari tók í sama streng og út­skýrði þessa breyt­ingu: Ég sé mik­inn mun á for­eldr­um frá því áður og ég held að við kenn­ar­ar höf­um tekið svo ábyrgðina af for­eldr­um, mér finnst í den að ábyrgðin hafi verið meiri hjá for­eldr­um. Svo frá svona 2000 til 2005 þá byrjaði þetta að breyt­ast. Áður pældu for­eldr­arn­ir mikið í barn­inu sínu en núna þarf ég svo rosa­lega mikið að segja þeim hvað þeir eiga að gera og hvers barnið þarfn­ast og segja að það sé ekki allt í lagi og það gangi ekki nógu vel. Þrátt fyr­ir allt þetta upp­lýs­inga­streymi inni á Mentor og svo ger­ir fólk ekk­ert í þessu, það virðist bara fljóta í burtu og for­eldr­ar taka það ekki til sín.

Kenn­ar­arn­ir sáu breyt­ingu á sam­skipt­um við for­eldra í Covid-19 far­aldr­in­um og það oft­ast til batnaðar. Þeir töluðu um að sam­vinna hefði batnað og samstaða milli for­eldra og kenn­ara auk­ist og orðið sýni­legri.

Covid-19-far­ald­ur­inn hafði í för með sér mikl­ar breyt­ing­ar á skipu­lagi skóla­starfs­ins og virðist einnig hafa haft áhrif á upp­lif­un kenn­ara af starf­inu. Kenn­ar­arn­ir lýstu auk­inni nánd, sam­vinnu og meiri sam­starfs­vilja sín á milli og á milli heim­ila og skóla. Í Covid-19 fundu þeir sig í nýju hlut­verki inn­an skóla­kerf­is­ins og sam­fé­lags­ins.

Flest­ir fund­ir eða all­ir fund­ir með bæði for­eldr­um og sér­fræðing­um féllu niður í Covid-19. Einn kenn­ari orðaði það svo: „Það er svo mikið verið að kroppa í okk­ar tíma sem ætti að fara í að und­ir­búa náms­efnið, en þeir fara í allt annað, fundi með for­eldr­um og eitt af því sem ég er svo ánægð með í Covid er að þess­ir fund­ir með for­eldr­um hættu, maður fékk aðeins frí frá því.“

„Vá, ég tek ofan fyr­ir kenn­ur­um“

Kennari lýsti hvernig hann upplifði þakklæti frá foreldrum vegna þess …
Kenn­ari lýsti hvernig hann upp­lifði þakk­læti frá for­eldr­um vegna þess að börn­in fengju að koma í skól­ann og þar væri verið að leggja sig fram við að sinna námi þeirra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fækk­un funda, sam­komu­bann og fjar­lægðar­tak­mark­an­ir inn­an skóla­bygg­inga minnkuðu kröfu um viðveru kenn­ara eft­ir að kennslu lauk.

Flest­ir kenn­ar­arn­ir töluðu um að þessi viðvera nýtt­ist oft illa til und­ir­bún­ings: Ég get al­veg sagt það að suma daga er ég ekki til­bú­in að eyða dög­un­um uppi í skóla eft­ir að kennslu lýk­ur að fara yfir verk­efni. Stund­um lang­ar mann að kúpla sig út og vinna heima því stund­um er maður þurraus­inn eft­ir vinnu­dag­inn og að ætla að skipu­leggja eitt­hvað mass­íft það er bara ekki hægt […] Covid hjálpaði, nú meg­um við vinna heima.

Kenn­ar­arn­ir höfðu all­ir lent í að vin­ir, vanda­menn og al­menn­ing­ur efaðist um vinnu­fram­lag þeirra. Það birt­ist í þeirri al­mennu trú eða al­mannarómi þess efn­is að kenn­ar­ar væru alltaf í fríi eða nem­enda­laus­ir vegna starfs­daga. Flest­ir kenn­ar­arn­ir upp­lifðu já­kvæðari viðhorf til kenn­ara­stétt­ar­inn­ar í Covid-19, bæði frá for­eldr­um og al­menn­ingi og seg­ir Ei­ríksína Eyja að þetta sé já­kvæð breyt­ing þar sem hún hafi á ferðalög­um og lang­dvöl­um er­lend­is fundið fyr­ir því hversu mik­il virðing er bor­in fyr­ir kenn­ara­starf­inu ólíkt því sem henni finnst vera hér­lend­is.

„Í Covid-ástand­inu sem var í vor, það var al­veg ótrú­lega magnað hvað það voru ótrú­lega marg­ir sem lentu í að fólk sagði bara „Vá, ég tek ofan fyr­ir kenn­ur­um“ því fólk þurfti að hjálpa börn­un­um sín­um að læra og hef­ur bara ekki þol­in­mæði í þetta,“ er meðal þess sem kom fram í viðtöl­um Ei­ríksínu Eyju við kenn­ar­ana og fjallað er um í Netlu.

„Mér fannst rosa gam­an að heyra eins og Lilja Al­freðs [mennta­málaráðherra] er búin að gera í hverri ein­ustu viku, hún tal­ar rosa­lega vel um kenn­ara og allt í einu vor­um við kom­in í fram­varðasveit og við skipt­um rosa­legu máli og maður bara al­veg „já, er það?“. Maður hef­ur núna ekki al­veg fundið það sko í gegn­um tíðina og fannst vænt um að fá að heyra það,“ seg­ir einn viðmæl­enda í rann­sókn­inni. 

Aðrir höfðu áhyggj­ur af því að þessi skiln­ing­ur for­eldra og samstaða um nám barn­anna dvínaði fljótt og fannst mik­il­vægt að mark­visst yrði unnið í að viðhalda þess­um viðhorf­um. 

Ei­ríksína Eyja seg­ir að þetta end­ur­spegli bæði viðhorf og virðing­ar­leysi sam­fé­lags­ins, eða þess sem hún kall­ar al­mannaróm, gagn­vart kenn­ur­um og um leið valda­leysi kenn­ara. Oft sé meira horft á ár­ang­ur í op­in­berri umræðu, ár­ang­ur sem er met­inn með sam­ræmd­um mæl­ing­um á sama tíma og farið sé fram á sveigj­an­leika þar sem nem­end­um er mætt á ein­stak­lings­grund­velli. Ef ár­ang­ur­inn í þess­um mæl­ing­um, svo sem PISA, er ekki í takt við vænt­ing­ar eða ákveðnum hópi nem­enda líður ekki vel í skól­an­um er skuld­inni fljótt skellt á kenn­ar­ana og skóla­kerfið. Hún seg­ir að ef farið væri í sam­eig­in­legt átak um að breyta þess­ari orðræðu þá myndi draga úr þeim vanda í skóla­kerf­inu sem stöðugt er haldið á lofti.

Ekki vandi stráka held­ur sam­fé­lags­ins alls

Kennararnir í rannsókninni sýndu baráttuhug, sveigjanleika og þolgæði til að …
Kenn­ar­arn­ir í rann­sókn­inni sýndu bar­áttu­hug, sveigj­an­leika og þolgæði til að bregðast við breytt­um aðstæðum. mbl.is/​Hari

Und­an­farið hef­ur verið tölu­vert fjallað um vanda stráka í skóla­kerf­inu og seg­ir Ei­ríksína Eyja að það sé ekki rétt nálg­un – að tala um vanda drengja – held­ur sé betra að líta á þetta sem vanda okk­ar allra. „Það er vandi okk­ar sem for­eldra og sam­fé­lags­ins alls. Þetta er auðvitað vandi skól­anna því þeir geta ekki mætt öll­um nem­end­um sín­um, hvort sem það eru strák­ar eða stelp­ur í öll­um sín­um marg­breyti­leika. Af hverju það er þarf að skoða með fag­leg­um nálg­un­um. Það sem vant­ar al­gjör­lega inn í þessa umræðu að und­an­förnu er að radd­ir kenn­ara fái að heyr­ast. Það hef­ur verið talað við fólk úr fjöl­mörg­um fag­stétt­um svo sem hag­fræðinga og fyrr­ver­andi fót­bolta­menn og ýms­ir sleggju­dóm­ar látn­ir falla. En ekki er talað við kenn­ara sem er ætlað að leysa vanda drengja og um leið stúlkna. For­eldr­ar bera ábyrgð á börn­um sín­um en kenn­ar­ar finna tölu­vert fyr­ir því að ábyrgðin hef­ur að ein­hverju leyti færst frá heim­il­um yfir til skól­anna,“ seg­ir Ei­ríksína Eyja.

Jafn­framt er lít­il virðing bor­in fyr­ir tíma kenn­ara og for­eldr­um finnst eðli­legt að hafa sam­band við kenn­ara á hvaða tíma sem er og ætl­ast jafn­vel til þess að kenn­ar­inn svari strax hvort sem það er seint að kvöldi eða um helgi seg­ir hún. 

Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar benda til þess að Covid-19-far­ald­ur­inn hafi af­hjúpað mik­inn aðstöðumun hvað varðar tölvu­tækni og aðgengi að fjar­kennslu. Dæmi voru um það meðal kenn­ar­anna að þeir störfuðu í skól­um sem ekki höfðu inn­leitt spjald­tölv­ur fyr­ir heims­far­ald­ur­inn og í ein­hverj­um skól­um var tölvu­kost­ur af skorn­um skammti.

Í skól­um sem ekki höfðu inn­leitt spjald­tölv­ur í skóla­starfið þótti kenn­ur­um erfiðara að halda uppi fjar­námi og má í raun segja að í slík­um til­fell­um hafi ein­göngu verið hefðbund­in heima­vinna ásamt tak­markaðri tíma­sókn. Skól­arn­ir voru einnig mis­vel sett­ir hvað varðar netteng­ingu en í nokkr­um til­fell­um kvörtuðu kenn­ar­arn­ir und­an því að þurfa að kenna við hæg­ar og óáreiðan­leg­ar netteng­ing­ar.

Aðstöðumun­ur­inn beind­ist þó ekki ein­göngu að skól­un­um sjálf­um held­ur einnig að heim­ilisaðstæðum kenn­ara og nem­enda. Þar sem sam­komu­bann ríkti þá var skóla­hald skil­yrðum háð. Þá fór öll und­ir­bún­ings­vinna fram á heim­il­um og þeir sem sinntu fjar­kennslu þurftu að gera það heima.

Einn kenn­ar­inn sagði: „Við vor­um ekki með tölvu heima, hún hrundi rétt fyr­ir Covid og ég fékk lánaða Chrome­book í skól­an­um og svo þurft­um við að kaupa tölvu. Minn maður vann heima með sína tölvu og þá þurfti maður að skipta þessu á milli svo all­ir gætu unnið og það er þá aðstöðumun­ur í Covid. Við þurft­um að lána tölv­ur úr skól­an­um þar sem ekki voru til heima hjá sum­um nem­end­um.“

Af þessu má sjá að heim­ilisaðstæður kenn­ar­anna höfðu líka áhrif á mögu­leika þeirra til að sinna fjar­kennslu. Ef maki var heima að vinna, börn á heim­il­inu sem voru í fjar­námi og heim­il­is­fólk þurfti að deila tölvu þá gat það verið hindr­un. Kenn­ar­arn­ir sögðu einnig að það hefði alls ekki verið hægt að gera ráð fyr­ir að all­ir nem­end­ur hefðu aðgang að tölv­um heima og ef skól­inn hafði ekki út­vegað öll­um nem­end­um spjald­tölvu þá gátu sum börn ekki tekið þátt í fjar­nám­inu.

„Þau voru rosa tætt þegar þau komu til baka“

Grunnskólanemar fengu fljótlega að mæta í skólann ólíkt framhaldsskólanemum.
Grunn­skóla­nem­ar fengu fljót­lega að mæta í skól­ann ólíkt fram­halds­skóla­nem­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Heims­far­ald­ur af völd­um Covid-19 af­hjúpaði mik­inn og fal­inn aðstöðumun milli barna á Íslandi. Kenn­ar­ar eru sú stétt lands­ins sem hef­ur mesta mögu­leika á að sjá og skynja þann aðstöðumun þar sem í þeirra um­sjá eru marg­ir ein­stak­ling­ar með ólíkt bak­land og mis­jafn­ar aðstæður.

Kenn­ar­arn­ir höfðu einnig veru­leg­ar áhyggj­ur af nem­end­um sem mættu ekki í skól­ann. Kennsla barna krefst ákveðinn­ar lík­am­legr­ar nánd­ar og kraf­an um tveggja metra bil á milli fólks hafði líka áhrif á hvernig kenn­ar­arn­ir gátu aðstoðað nem­end­ur.

Einn kenn­ari lýsti því svo: „Þau sátu nátt­úru­lega ekk­ert við sama borð, þau fengu allt sent heim og maður var í sam­bandi og sendi tölvu­póst […] Þau voru rosa tætt þegar þau komu til baka, sér­stak­lega þau sem höfðu verið minna en hin […] maður mátti ekki koma ná­lægt þeim. Var ekki upp­lífg­andi, maður mátti ekki nálg­ast þau og maður varð samt að hafa þetta fjöl­breytt og svo ein­stak­lings­kennsla rosa­lega langt frá. Maður lét þetta ganga, það var ekki annað í boði og við feng­um ekki aðra mögu­leika. Þau sem mættu all­an tím­ann þau komu lang­best út úr þessu. Það voru krakk­ar sem voru rekn­ir á lapp­ir og í rútínu, lærðu svo heima.“

Kenn­ar­arn­ir lýstu því líka hvernig upp­lýs­inga­gjöf til inn­flytj­enda var í ein­hverj­um til­vik­um ábóta­vant. Sum­ir inn­flytj­end­ur voru óör­ugg­ir varðandi skil­grein­ingu á neyðarstigi og virt­ust ekki gera sér grein fyr­ir hvort ör­uggt væri að senda börn­in í skól­ann.

„Við tók­um sér­stak­lega eft­ir því þar sem ís­lenska er ekki fyrsta tungu­mál að þá er erfiðara að fá þau inn, þau voru meira í burtu, mikið meiri hræðsla og kannski fengu þau ekki sömu upp­lýs­ing­ar að það endaði með því að deild­ar­stjór­ar hringdu í þá for­eldra og hrein­lega sögðu þeim að senda börn­in og þá hafði fólkið ekki fengið þær upp­lýs­ing­ar að það væri óhætt að senda þau í skól­ann, það væru eng­in smit og allt í lagi ef ekk­ert væri und­ir­liggj­andi. Þá tóku marg­ir við sér,“ seg­ir í grein Ei­ríksínu Eyju og Krist­ín­ar í Netlu.

Mik­il­vægt hlut­verk kenn­ara

Kenn­ar­arn­ir í rann­sókn­inni sýndu bar­áttu­hug, sveigj­an­leika og þolgæði til að bregðast við breytt­um aðstæðum. Þeir lýstu einnig sam­stöðu og sam­hug sem ríkti milli kenn­ara og for­eldra, sem einnig sást al­mennt í sam­fé­lag­inu. Greini­legt er að ein­hverj­um kenn­ur­um fannst þetta góður og lær­dóms­rík­ur tími en þó má ekki horfa fram hjá því að það eru hóp­ar í sam­fé­lag­inu sem eru viðkvæm­ir fyr­ir rösk­un á skóla­starfi seg­ir enn frem­ur í grein­inni. 

Ei­ríksína Eyja seg­ir að þessi mikla ástríða kenn­ara fyr­ir starf­inu hafi komið henni á óvart. Þeir eru já­kvæðir og þykir afar vænt um starfið. Um leið eru þeir stolt­ir af starfi sem þeir vinna oft við erfiðar aðstæður og lít­inn skiln­ing. Þeir sýna um­hyggju og ástúð á sama tíma og þá skorti meiri end­ur­gjöf.

Hún seg­ir að það sé mik­il­vægt að kenn­ar­ar verði áfram tald­ir til fram­varðasveit­ar og von­ast til að svo verði áfram. Að sam­fé­lagið dragi þann lær­dóm af Covid að bera virðingu fyr­ir starfi kenn­ara og skóla­starfi.

Ei­ríksína Eyja seg­ir að það sé eitt­hvað sem yf­ir­völd, fjöl­miðlar og al­menn­ing­ur megi hafa í huga. „Að hlusta oft­ar á hvað kenn­ar­ar hafa að segja um skóla­starfið þar sem það eru ör­ugg­lega fáir ef ein­hverj­ir sem hafa jafn mikla þekk­ingu og þeir á því starfi sem þar fer fram. Mjög mik­il­vægt að líta á þá sem fag­menn og sér­fræðinga. Eitt af því sem Lilja [Al­freðsdótt­ir] er að vekja at­hygli á er gott starf kenn­ara og von­andi verður sú breyt­ing á að meiri virðing sé bor­in fyr­ir kenn­ur­um og þeirra starfi. Ég heyri það á kenn­ur­um að þeir eru ánægðir með þetta og von­andi lýk­ur eða minnk­ar viðvar­andi nei­kvæðni gagn­vart kenn­ur­um og skóla­starfi. Ábyrgðin á því er okk­ar allra,“ seg­ir hún í sam­tali við blaðamann mbl.is.

mbl.is