Segir sambandið við Cooper einkamál

Bradley Cooper | 3. mars 2021

Segir sambandið við Cooper einkamál

Ofurfyrirsætan Irina Shayk hugsar ekki um það sem er skrifað um hana á slúðurmiðlum. Samband Shayk og Hollywood-stjörnunnar Bradley Cooper var mikið í fjölmiðlum þegar þau slitu sambandi sínu árið 2019.

Segir sambandið við Cooper einkamál

Bradley Cooper | 3. mars 2021

Irina Shayk og Bradley Cooper í byrjun árs 2019.
Irina Shayk og Bradley Cooper í byrjun árs 2019. AFP

Of­ur­fyr­ir­sæt­an Ir­ina Shayk hugs­ar ekki um það sem er skrifað um hana á slúðurmiðlum. Sam­band Shayk og Hollywood-stjörn­unn­ar Bra­dley Cooper var mikið í fjöl­miðlum þegar þau slitu sam­bandi sínu árið 2019.

Of­ur­fyr­ir­sæt­an Ir­ina Shayk hugs­ar ekki um það sem er skrifað um hana á slúðurmiðlum. Sam­band Shayk og Hollywood-stjörn­unn­ar Bra­dley Cooper var mikið í fjöl­miðlum þegar þau slitu sam­bandi sínu árið 2019.

„Sam­bandið er eitt­hvað sem til­heyr­ir mér og það er mitt einka­mál,“ sagði Shayk í nýju viðtal við Elle. „Það er hluti af mér sem ég vil ekki veita aðgang að.“

„Ég les ekki það sem er þarna úti. Ég er of upp­tek­in við að ala upp barn. Ef fólk vill skrifa grein­ar [um mig] er það að vinna vinn­una sína. Ég ein­beiti mér að mínu lífi og vin­um. Allt annað er bara hávaði.“

Shayk og Cooper eiga sam­an dótt­ur­ina Leu De Seine sem verður fjög­urra ára seinna í mars. For­eldr­arn­ir sem eiga í góðu sam­bandi hættu sam­an eft­ir þrálát­an orðróm um að eitt­hvað væri á milli Cooper og mót­leik­konu hans í A Star Is Born, Lady Gaga. 

mbl.is