Svall norskra útrásarvíkinga heldur áfram

Útrás | 8. mars 2021

Svall norskra útrásarvíkinga heldur áfram

Norsku útrásarvíkingarnir í Exit-þáttunum eða Útrás mæta aftur í sjónvarpið í kvöld. Þættirnir eru byggðir á sönnum sögum úr norsku viðskiptalífi og settu allt á annan endann á Íslandi þegar þeir fóru í loftið fyrir ári. Nokkur ár eru liðin frá fyrstu þáttaröðinni og kemur kórónuveiran við sögu í þáttaröð tvö. 

Svall norskra útrásarvíkinga heldur áfram

Útrás | 8. mars 2021

Úr fyrstu þáttaröðinni af Útrás.
Úr fyrstu þáttaröðinni af Útrás. NRK

Norsku út­rás­ar­vík­ing­arn­ir í Exit-þátt­un­um eða Útrás mæta aft­ur í sjón­varpið í kvöld. Þætt­irn­ir eru byggðir á sönn­um sög­um úr norsku viðskipta­lífi og settu allt á ann­an end­ann á Íslandi þegar þeir fóru í loftið fyr­ir ári. Nokk­ur ár eru liðin frá fyrstu þáttaröðinni og kem­ur kór­ónu­veir­an við sögu í þáttaröð tvö. 

Norsku út­rás­ar­vík­ing­arn­ir í Exit-þátt­un­um eða Útrás mæta aft­ur í sjón­varpið í kvöld. Þætt­irn­ir eru byggðir á sönn­um sög­um úr norsku viðskipta­lífi og settu allt á ann­an end­ann á Íslandi þegar þeir fóru í loftið fyr­ir ári. Nokk­ur ár eru liðin frá fyrstu þáttaröðinni og kem­ur kór­ónu­veir­an við sögu í þáttaröð tvö. 

Í nýju þáttaröðinni fá áhorf­end­ur betri mynd af því hvernig út­rás­ar­vík­ing­arn­ir fjór­ir auðgast, með inn­herjaviðskipt­um og frænd­hygli að því er fram kem­ur á vef RÚV. Um leið fær­ist auk­in áhersla á eig­in­kon­ur og kær­ust­ur mann­anna, sem eru al­ger­lega upp á þá komn­ar og reyna þær að hefna sín. 

Önnur þáttaröð hef­ur fengið góða dóma í Nor­egi. Í dómi Ver­d­ens Gang í síðustu viku kem­ur fram að áhersla hand­rits­höf­unda sé ekki að hneyksla jafn­mikið og í fyrstu þáttaröð en áhorf­end­ur eiga þó von á góðu. 

Fyrsti þátt­ur Exit 2 verður sýnd­ur á RÚV mánu­dag­inn 8. mars klukk­an 22:20. Þáttaröðin í heild verður einnig aðgengi­leg í spil­ara RÚV.

mbl.is