Rúrik heldur áfram að trylla þýsku þjóðina

Rúrik Gíslason | 15. mars 2021

Rúrik heldur áfram að trylla þýsku þjóðina

Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason tekur nú þátt í dansþáttunum Let's Dance í Þýskalandi. Rúrik virðist vera kominn langleiðina með að bræða hjörtu þýsku þjóðarinnar þó aðeins þrír þættir séu búnir. 

Rúrik heldur áfram að trylla þýsku þjóðina

Rúrik Gíslason | 15. mars 2021

Rúrik Gíslason hefur brætt hjörtu þýsku þjóðarinnar í þremur þáttum …
Rúrik Gíslason hefur brætt hjörtu þýsku þjóðarinnar í þremur þáttum af Let's Dance. Skjáskot/Instagram

Fyrr­ver­andi landsliðsmaður­inn Rúrik Gísla­son tek­ur nú þátt í dansþátt­un­um Let's Dance í Þýskalandi. Rúrik virðist vera kom­inn lang­leiðina með að bræða hjörtu þýsku þjóðar­inn­ar þó aðeins þrír þætt­ir séu bún­ir. 

Fyrr­ver­andi landsliðsmaður­inn Rúrik Gísla­son tek­ur nú þátt í dansþátt­un­um Let's Dance í Þýskalandi. Rúrik virðist vera kom­inn lang­leiðina með að bræða hjörtu þýsku þjóðar­inn­ar þó aðeins þrír þætt­ir séu bún­ir. 

Rúrik dans­ar við hina þýsku Renötu Lus­in og virðist parið ná ein­stak­lega vel sam­an. Rúrik sló gjör­sam­lega í gegn í fyrsta þætt­in­um og var fjallað um það í þýsk­um fjöl­miðlum að þótt Rúrik væri fót­boltamaður væru mjaðmir hans mjúk­ar sem smjör.

Í öðrum þætti hlutu þau Rúrik og Lus­in hæstu ein­kunn af öll­um kepp­end­um og nú um helg­ina fengu þau næst­flest stig í þætt­in­um. 

Það þarf ekki að leita lengi í þýsk­um fjöl­miðlum til að finna frétt­ir um Rúrik þar sem hon­um er lýst sem ein­stak­lega kynþokka­full­um dans­ara. Það er þó ekki bara þokki Rúriks sem heill­ar Þjóðverja held­ur einnig dans­hæfi­leik­ar hans en Lus­in sagði: „Ef þú legg­ur allt í söl­urn­ar, þá get­urðu orðið besti dans­ar­inn sem við höf­um séð,“ að lokn­um þætti á föstu­dag. 

mbl.is