Stjórnleysi utan sambanda er áfall fyrir makann

Stjórnleysi utan sambanda er áfall fyrir makann

Fjölmargir íslenskir sjónvarpsáhorfendur sitja nú fastir við skjáinn að fylgjast með norsku þáttaröðinni Exit 2 þar sem saga litríkra karla úr norsku fjármálalífi er sögð og áhrif þeirra á sína nánustu. 

Stjórnleysi utan sambanda er áfall fyrir makann

Elínrós Líndal einstaklings-og fjölskylduráðgjafi | 18. mars 2021

Elínrós Líndal ráðgjafi.
Elínrós Líndal ráðgjafi. mbl.is/Tinna Magg

Fjöl­marg­ir ís­lensk­ir sjón­varps­áhorf­end­ur sitja nú fast­ir við skjá­inn að fylgj­ast með norsku þáttaröðinni Exit 2 þar sem saga lit­ríkra karla úr norsku fjár­mála­lífi er sögð og áhrif þeirra á sína nán­ustu. 

Fjöl­marg­ir ís­lensk­ir sjón­varps­áhorf­end­ur sitja nú fast­ir við skjá­inn að fylgj­ast með norsku þáttaröðinni Exit 2 þar sem saga lit­ríkra karla úr norsku fjár­mála­lífi er sögð og áhrif þeirra á sína nán­ustu. 

Það er hægt að horfa á þætt­ina með alls kon­ar gler­aug­um. Flest­ir þeir sem hafa ekki tekið þátt í svipaðri at­b­urðarás eiga erfitt með að trúa því sem þeir sjá á skján­um. Af öllu því sem hægt er að gera við pen­inga er þeim best varið í vændi og kókaín? Af hverju kaupa sum­ir karl­ar sem eru fjár­hags­lega sterk­ir sér aðgang að lík­ama kvenna í neyð (e. sur­vi­val sex work)? 

Pen­ing­ar virðast magna upp per­sónu­leika fólks ef marka má þætt­ina. Gott fólk ger­ir góða hluti við pen­inga. Fólk á vond­um stað virðist eyða þeim meðal ann­ars til að níðast á sjálf­um sér og öðrum. 

Pen­ing­ar, völd og út­lit kaup­ir fólk ekki út úr stjórn­laus­um aðstæðum og það sem hitti mig í hjart­astað þegar ég horfði á þætt­ina var hversu illa haldn­ir þess­ir ein­stak­ling­ar voru. Málið er nefni­lega að það er ákaf­lega lítið sjálfs­virðing fólg­in í stjórn­leysi á kyn­ferðis­sviðinu. Kyn­lífið er eins og íþróttaæf­ing und­ir áhrif­um þar sem eng­inn man hvað neinn gerði eða sagði. 

Mér er minn­is­stætt atriði úr einni sen­unni þegar Henrik var kom­inn með köfn­un­ar­til­finn­ingu heima hjá sér og hafði fundið þrá­hyggju sinni far­veg í faðmi vænd­is­konu sem hann gat að sjálfögðu samt ekki látið sjá sig með. Málið er nefni­lega að Dr. Jekyll og Mr. Hyde er ekki sami maður­inn þótt þeir búi stund­um í ein­um og sama lík­am­an­um.

Að sama skapi er for­vitni­legt að fylgj­ast með hlut­gerv­ingu Adam Veile þegar kem­ur að eig­in­konu hans. Hvernig hún var einskis virði þegar hún var ekki með hon­um og hvernig hann varð að vita allt sem hún gerði. Hann elskaði að hata hana og upp­lifði sig eiga hana meira en hún átti sig sjálf.

Í Banda­ríkj­un­um í dag er áætlað að 17-37 millj­ón­ir ein­stak­linga (6-8%) séu háðir kyn­lífi, klámi og/​eða róma­tísk­um fant­así­um á ein­hvern hátt. Ástar- og kyn­lífs­fíkn er um­deild á meðal sál­fræðinga og hef­ur grein­ing­in ekki fengið samþykki inn í þeirra flokk­un­ar­kerfi (e. DSM-5) þótt World Health Org­an­izati­on vilji sýna mála­flokkn­um stuðning og hef­ur viðkennt þrá­hyggju­kennd­an kyn­ferðis­leg­an hegðun­ar­vanda í flokk­un­ar­kerf­inu sínu (ICD-11). 

Ástar- og kyn­lífs­fíkl­ar hafa getað leitað sér að 12 spora stuðningi í yfir fjöru­tíu ár. Á tí­unda ára­tugn­um kom dr. Pat­rick Car­nes með þá skil­grein­ingu að ást­ar- og kyn­lífs­fíkn sé stjórn­laust sam­band við hug­breyt­andi upp­lif­un. Líkt og skil­grein­ing á alkó­hól­isma var/​er stjórn­laust sam­band við hug­breyt­andi efni. 

Sér­fræðing­ar í Banda­ríkj­un­um not­ast við grein­inga­kerfi Car­nes frá ár­inu 2005. 

Ef Íslend­ing­ar halda í við Banda­rík­in á þessu sviði má áætla að allt að 25.000 ein­stak­ling­ar finni fyr­ir stjórn­leysi á kyn­ferðis­sviðinu. Ofan á þá tölu má bæta við aðstand­end­um þeirra, börn­um og maka. Svo vand­inn gæti verið tals­verður á eyj­unni okk­ar líka. 

Vin­sæl­asta meðferðarúr­ræðið í dag er áfallamiðuð nálg­un í bland við hefðbundið 12 spora kerfi þar sem litið er á stjórn­leysið sem af­leiðing­ar af áföll­um. Horft er á fjöl­skyldu­kerfið í bland við hug­mynd­ir 12 spor­anna þar sem talað er um stjórn­leysið sem sjúk­dóm. 

Al­gengt er að ein­stak­ling­ur sem grun­ar að hann hafi misst tök­in á líf­inu sínu fari í grein­ingu hjá fagaðila eða skoði viður­kennd­ar leiðir til að átta sig á stjórn­leys­inu. 12 spora sam­tök á borð við SLAA eru með sjálf­s­könn­un sem get­ur hjálpað fólki til að átta sig á stöðunni. 

Marg­ir ótt­ast að halda sig frá kyn­lífi og áfengi og í raun og veru öllu sem skil­greint er sem botn­hegðun. Það er áhuga­vert því ef þú hef­ur verið að sofa of mikið hjá í þrjá­tíu ár þá má áætla að tíma­bundið frá­hald frá því geti haft já­kvæð áhrif. Svo ekki sé talað um langvar­andi meðferð þar sem byggt er upp nýtt líf með öðru­vísi hegðun og hugs­un. 

Í frá­haldi ná sér­fræðing­ar oft að átta sig á hvort um ann­an und­ir­liggj­andi vanda sér að ræða og hvaða til­finn­ing­ar eru að koma upp sem þarf að vinna úr. Fjöl­marg­ir ein­stak­ling­ar hafa náð að halda sig frá stjórn­leys­inu og byggja upp líf sitt aft­ur. Svo gagn­reynd­ar aðferðir virka. Eins er mælt með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu þar sem ein­stak­ling­ur lær­ir heil­brigðar leiðir til að upp­lifa ást og nánd við aðra aðila. 

Það þarf að vinna sér­stak­lega með maka og börn þeirra sem missa stjórn á þessu sviði. Enda erfitt að setja sig í spor þess sem hef­ur sem dæmi verið ham­ingju­sam­lega gift­ur til fjölda ára áður en upp kemst um ótal fram­hjá­höld og óheiðarleika.

Barneign­ir, upp­eldi, vinna og fleira er nokkuð sem á hug flestra og því ómögu­legt fyr­ir venju­legt fólk að átta sig á hvar má finna tíma eða áhuga fyr­ir slíkt stjórn­leysi.

Stjórn­leysi utan sam­banda er áfall fyr­ir mak­ann og hegg­ur vana­lega beint í sjálfs­virðingu og ör­yggi þeirra sem standa utan við fíkn­ina. Við sjá­um vana­lega þrenns kon­ar hegðun hjá þeim sem eru aðstand­end­ur. 

Það er mik­il­vægt að átta sig á að áfallstreita og hegðun­ar­ein­kenni í kjöl­far þess að maki kemst að óheiðarleika í hjóna­band­inu sínu, get­ur verið óstjórn­leg­ur ótti og stjórn­leysi í hegðun, tali og hugs­un. 

Það er ekki mælt með því að greina mak­ann þótt hann sýni mik­il viðbrögð. Í raun má segja að ýkt viðbrögð séu góð varn­ar­viðbrög. 

Gæta þarf sér­stak­lega að þeim aðstand­end­um sem sýna eng­in viðbrögð. Þeir gætu verið í al­var­legu áfalli sem ein­kenn­ist af doða (e dis­sociati­on). Þess vegna er talið hraust­leika­merki hjá maka ef sá sem er í stjórn­leys­inu, fær reisupass­ann af heim­il­inu tíma­bundið, heil­brigð mörk og afar­kosti. 

Það er mik­il­vægt að meðferðaraðili taki ekki þátt í því að viðhalda sjón­arspili ást­ar- og kyn­lífs­fík­ils­ins og sé þar með hluti af þeim lyga­vef sem ein­stak­ling­ur­inn hef­ur búið til í kring­um sig. Al­geng ein­kenni ást­ar- og kyn­lífs­fíkils er að þeir eru hvat­vís­ir, þeir álykta til um til­finn­inga­líf annarra, þeir eru ásak­end­ur eða fórn­ar­lömb og eiga sér leyni­legt líf sem þeir telja sér trú um að kom­ist ekki upp.

Eins eru þeir oft og tíðum í nán­um sam­skipt­um við aðila sem geta ógnað ör­yggi fjöl­skyldu og maka þeirra.

Þegar upp hef­ur kom­ist um sjón­arspilið er al­gengt að mak­inn loki sig af og upp­lifi mikla skömm yfir því sem hef­ur verið í gangi utan hjóna­bands­ins. Mik­il­vægt er að þess­ir ein­stak­ling­ar njóti sann­mæl­is og unnið sé úr áföll­um sem hafa átt sér stað, farið sé í upp­gjör í sam­band­inu und­ir hand­leiðslu sér­fræðings þar sem mak­inn get­ur tekið ákvörðun um hvort og hvað hann vilji vita tengt stjórn­leys­inu og geti þannig tekið betri ákv­arðanir um hvað þeir vilja gera í fram­hald­inu.

Ég hef fengið of mörg til­felli til mín þar sem mak­inn hef­ur fengið á sig stimp­il fyr­ir að vera of­beld­is­full­ur eða með ein­kenni jaðar­per­sónu­leika í stað þess að farið sé ofan í mynstrið í sam­band­inu. Það þykir mér miður því aðstand­end­ur eru vana­lega gott fólk sem ánægju­legt er að vinna með. Þeir svara meðferð vel og eru kraf­mikl­ir ein­stak­ling­ar sem ætluðu sér ekki að lenda í stjórn­leys­inu. 

Al­geng hliðar­hegðun í sam­bönd­um með ást­ar- og kyn­lífs­fíkl­um er van­mátt­ur tengt mat þar sem mak­inn er óeðli­lega grann­ur eða borðar yfir til­finn­ing­ar sín­ar. Óeðli­lega mik­il inn­kaup á alls kon­ar varn­ingi. Af­teng­ing við raun­veru­leik­ann er einnig mik­il vegna þess að ein­stak­ling­ur hef­ur lifað í gas­lýs­ingu í lengri tíma og er því far­inn að vantreysta eig­in upp­lif­un og inn­sæi. 

Mín reynsla er hins veg­ar sú að þar sem er reyk­ur má oft finna eld. Inn­sæi fólks er sterk­ara en marga grun­ar. 

mbl.is