Innanríkisráðherra Tyrklands sakar starfsmenn grísku landhelgisgæslunnar um að hafa handjárnað sjö flóttamenn og varpað í Eyjahaf án björgunarvesta. Þrír þeirra drukknuðu.
Innanríkisráðherra Tyrklands sakar starfsmenn grísku landhelgisgæslunnar um að hafa handjárnað sjö flóttamenn og varpað í Eyjahaf án björgunarvesta. Þrír þeirra drukknuðu.
Innanríkisráðherra Tyrklands sakar starfsmenn grísku landhelgisgæslunnar um að hafa handjárnað sjö flóttamenn og varpað í Eyjahaf án björgunarvesta. Þrír þeirra drukknuðu.
Suleyman Soylu innanríkisráðherra birti myndir á Twitter af björgunaraðgerðum tyrknesku landhelgisgæslunnar en henni tókst að bjarga tveimur þeirra.
Soylu sakar Grikkina um að hafa stolið eigum flóttafólksins, sett það í plastbönd og hent því í sjóinn án björgunarvesta. Tyrkneska landhelgisgæslan gaf áðan út yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hefði bjargað þremur, fundið tvo látna og sá þriðji hafi verið úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Leit stendur yfir að sjöundu manneskjunni.
Í myndskeiðinu á Twitter heyrist einn flóttamannanna lýsa því á lélegri tyrknesku að hópurinn hafi verið handtekinn á grísku eyjunni Chios á fimmtudag (gær). Þeir tóku símana okkar og peninga okkar og síðan börðu þeir okkur, heyrist maðurinn segja.
Grikkir neita því að hafa brotið lög við strandgæsluna. Fyrr í mánuðinum var það niðurstaða rannsóknar að Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, þyrfti að gera nauðsynlegar breytingar á gagnsæi stofnunarinnar. Vegna þess hversu illa væri staðið að skráningu gátu rannsakendur ekki komist að niðurstöðu í rannsókn á því hvort fólkið hafi verið sent til baka aftur frá Grikklandi til Tyrklands.
Ef rétt reynist, að Grikkir sendi umsækjendur um alþjóðlega vernd til baka, er það brot á mannréttindalögum Evrópusambandsins og Genfarsáttmálanum frá árinu 1951.
Notis Mitarachi, sem fer með málefni flóttafólks og hælisleitenda í grísku ríkisstjórninni, segir í samtali við AFP-fréttastofuna að Grikkir verji landamæri sín í samræði við reglur ESB og alþjóðleg lög.
„Við höfum ekki snúið við bátum. Við höfum komið í veg fyrir að bátar komi inn á evrópskt og grískt yfirráðasvæði en það er eitthvað sem er heimilt samkvæmt reglunum,“ segir Mitarachi.