Dóttirin reynir að skemma ástarsamband móður sinnar

Dóttirin reynir að skemma ástarsamband móður sinnar

Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, er sérfræðingur í stjúptengslum. Hún rekur vefinn stjúptengsl.is. Hún er nýr ráðgjafi á Smartlandi og svarar spurningum lesenda. Hér fær hún spurningu frá konu sem er reið út í dóttur sína fyrir að gefa kærasta hennar ekki séns. 

Dóttirin reynir að skemma ástarsamband móður sinnar

Valgerður Halldórsdóttir | 31. mars 2021

Íslensk kona er ástfangin og finnst eins og dóttir hennar …
Íslensk kona er ástfangin og finnst eins og dóttir hennar sé að reyna að skemma ástarsambandið. Christina Rivers/Unslash

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skyldu­fræðing­ur, er sér­fræðing­ur í stjúptengsl­um. Hún rek­ur vef­inn stjúptengsl.is. Hún er nýr ráðgjafi á Smartlandi og svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem er reið út í dótt­ur sína fyr­ir að gefa kær­asta henn­ar ekki séns. 

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skyldu­fræðing­ur, er sér­fræðing­ur í stjúptengsl­um. Hún rek­ur vef­inn stjúptengsl.is. Hún er nýr ráðgjafi á Smartlandi og svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem er reið út í dótt­ur sína fyr­ir að gefa kær­asta henn­ar ekki séns. 

Sæl Val­gerður. 

Ég er kom­in í sam­band við mann sem skipt­ir mig miklu máli og planið er að fara að búa sam­an fyrr en seinna. Málið er að 14 ára dótt­ir mín virðist ekki þola hann og mér finnst eins og hún sé að reyna að skemma fyr­ir mér sam­bandið. Við höf­um búið tvær sam­an í 6 ár og hún er vön að hafa mig út af fyr­ir sig. Ég finn að ég er orðin svo reið út í hana, loks­ins þegar eitt­hvað er að ger­ast hjá mér þarf hún að reyna að skemma fyr­ir mér!

Mbk. Halla

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi rekur fyrirstækið Stjúptengsl.is
Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skylduráðgjafi rek­ur fyr­ir­s­tækið Stjúptengsl.is mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Komdu sæl Halla.

Það er ánægju­legt þegar fólk finn­ur ást­ina en verra þegar þeir sem standa því næst eru ekki al­veg jafn lukku­leg­ir og það sjálft, til að mynda börn þess. Hvort dótt­ir þín sé meðvitað að reyna að skemma fyr­ir þér sam­bandið eða ekki, er óvíst. 

Flest börn eru nokkuð ör­ugg um ást og um­hyggju for­eldra sinna þegar dag­legt lífi þeirra er nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt. Ástfangið for­eldri og nýtt stjúp­for­eldri kann að hrista upp í til­ver­unni í lífi barna, já, og óháð aldri. Breyt­ing­ar geta bæði þótt til hins „betra og verra“.  Það er al­gengt að börn segi í viðtöl­um að for­eldrið sé miklu glaðara eft­ir að það kynnt­ist „Jóa“ eða „Siggu“. Þeim líki breyt­ing­in í sjálfu sér og séu spennt að eign­ast stjúp­for­eldri, og þau upp­komnu hafi nú minni áhyggj­ur af for­eldri sínu en áður, þar sem það hafi eign­ast fé­laga sem létt­ir á þeim sjálf­um.

Það á þó ekki við um öll börn eins og bú­ast má við, sér­stak­lega þau yngri, ef það hafa verið mikl­ar og hraðar breyt­ing­ar í lífi þeirra á skömm­um tíma, til dæm­is vegna skilnaðar for­eldra, flutn­inga og skóla­skipta.

Í ykk­ar til­viki hafið þið búið tvær sam­an í sex ár og staðan önn­ur. Lík­lega hef­ur líf þitt snú­ist að miklu leyti um dótt­ur­ina sem finn­ur að hlut­irn­ir heima og þú sjálf hafi breyst. Fókus­inn er á kær­ast­ann og mögu­lega minni at­hygli á dótt­ur­ina. Þú ert kannski minna heima en áður, meira í sím­an­um og kærast­inn kom­inn í sæti dótt­ur­inn­ar fyr­ir fram­an sjón­varpið. Það get­ur líka verið flókið fyr­ir ung­ling að upp­lifa for­eldrið sem kyn­veru.

Það er líka ör­uggt að dótt­ir þín finni pirr­ing þinn gagn­vart henni, sem elur enn frek­ar á spenn­unni milli ykk­ar mæðgna. Kannski þarftu að hugsa þetta upp á nýtt. Í stað þess að halda að dótt­ir þín sé að reyna að skemma fyr­ir þér og kær­ast­an­um, þá ótt­ast hún mögu­lega að missa tengsl­in við þig og finnst hún vera útund­an.

Gefðu þér áfram tíma fyr­ir hana og reyndu að hlusta á hana án þess að „reyna að út­skýra, af­saka eða rétt­læta“ þig. Ég er nokkuð viss um að hún muni geta sam­glaðst mömmu sinni smám sam­an, en þarf að finna að hún hafi þig áfram og fá að kynn­ast kær­ast­an­um í ró­leg­heit­um.

Með kærri kveðju,

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags­ráðgjafi og fjöl­skyldu­fræðing­ur

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Val­gerði spurn­ingu HÉR

mbl.is