Rúrik fylgir með Playboy

Rúrik Gíslason | 19. apríl 2021

Rúrik fylgir með Playboy

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason prýðir forsíðu fylgitímarits Playboy í Þýskalandi. Í fylgitímaritinu Essentials er lögð áhersla á tísku og er Rúrik í viðtali auk þess sem hann situr fyrir á myndum. 

Rúrik fylgir með Playboy

Rúrik Gíslason | 19. apríl 2021

Rúrik Gíslason prýðir forsíðu fylgirits Playboy í Þýskalandi.
Rúrik Gíslason prýðir forsíðu fylgirits Playboy í Þýskalandi. Samsett mynd

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Rúrik Gísla­son prýðir forsíðu fylgi­tíma­rits Play­boy í Þýskalandi. Í fylgi­tíma­rit­inu Essentials er lögð áhersla á tísku og er Rúrik í viðtali auk þess sem hann sit­ur fyr­ir á mynd­um. 

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Rúrik Gísla­son prýðir forsíðu fylgi­tíma­rits Play­boy í Þýskalandi. Í fylgi­tíma­rit­inu Essentials er lögð áhersla á tísku og er Rúrik í viðtali auk þess sem hann sit­ur fyr­ir á mynd­um. 

Rúrik er ekki síður þekkt­ur fyr­ir flotta fram­komu en frammistöðu á vell­in­um. Í rit­stjórn­arp­istli Essentials er til að mynda rifjað upp hvernig Rúrik heillaði kon­ur víða um heim á heims­meist­ara­mót­inu í knatt­spyrnu 2018. Í viðtal­inu ræðir Rúrik um tísku og fer­il­inn eft­ir að hann lagði skóna á hill­una. 

Rúrik sinn­ir nú fyr­ir­sætu­störf­um, gef­ur út tónlist og síðast en ekki síst er hann orðinn súper­stjarna í Þýskalandi eft­ir frammistöðu sína í þætt­in­um Let's Dance í Þýskalandi.

Mynd­irn­ar af Rúrik eru ekki sér­stak­lega svæsn­ar miðað við forsíðu Play­boy en hana prýðir Hayley Hassel­hoff, dótt­ir Dav­ids Hassel­hoffs. Dans­fé­lagi Rúriks í þætt­in­um Let's Dance í Þýskalandi sat fyr­ir í þýska Play­boy í síðasta mánuði. Renata var tölu­vert fá­klædd­ari en Rúrik. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Renata Lus­in (@renata_lus­in)

mbl.is