Vinirnir væntanlegir á skjáinn í lok maí

Friends | 13. maí 2021

Vinirnir væntanlegir á skjáinn í lok maí

Aðdáendur hinna geysivinsælu þátta Friends hafa lengi beðið eftir yfirvofandi endurkomuþætti. Að því er segir á BBC mun þátturinn líta dagsins ljós 27. maí á streymisveitunni HBO Max.

Vinirnir væntanlegir á skjáinn í lok maí

Friends | 13. maí 2021

Leikararnir í Friends árið 2002.
Leikararnir í Friends árið 2002. AFP

Aðdá­end­ur hinna geysi­vin­sælu þátta Friends hafa lengi beðið eft­ir yf­ir­vof­andi end­ur­komuþætti. Að því er seg­ir á BBC mun þátt­ur­inn líta dags­ins ljós 27. maí á streym­isveit­unni HBO Max.

Aðdá­end­ur hinna geysi­vin­sælu þátta Friends hafa lengi beðið eft­ir yf­ir­vof­andi end­ur­komuþætti. Að því er seg­ir á BBC mun þátt­ur­inn líta dags­ins ljós 27. maí á streym­isveit­unni HBO Max.

Mik­il seink­un var á út­gáfu­deg­in­um vegna Covid-19 og gekk erfiðlega að ná öll­um leik­ara­hópn­um sam­an til að taka upp þátt­inn. Upp­haf­lega átti þátt­ur­inn að koma út í maí 2020.

All­ir upp­haf­legu leik­ar­arn­ir, Matt­hew Perry, Jenni­fer An­ist­on, Courteney Cox, Lisa Ku­drow, Matt LeBlanc og Dav­id Schwimmer munu snúa aft­ur í þætt­in­um. Auk þess munu leik­ar­arn­ir Reese Wit­h­er­spoon og Tom Sell­eck birt­ast í þætt­in­um en þau fóru með stór hlut­verk í upp­haf­legu þáttaröðinni. Lady Gaga og Just­in Bie­ber mun einnig bregða fyr­ir á skján­um.

Í frétt á vef CNN eru aðdá­end­ur þó varaðir við að um sé að ræða end­ur­komu en ekki end­ur­komuþátt. Þátt­ur­inn er því ekki fyr­ir­framskrifaður.

Fyrr í dag kom út stikla fyr­ir þátt­inn en þar sjást leik­ar­arn­ir sex ganga í burt við hæga út­gáfu af þema­lagi þátt­ar­ins: I‘ll be th­ere for you.

mbl.is