Peysan sem tryllir handóða prjónara

Handavinna | 19. maí 2021

Peysan sem tryllir handóða prjónara

Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, hefur síðustu vikur reglulega klæðst einstaklega fallegri handprjónaðri peysu þegar hún segir veðurfréttir á Rúv.

Peysan sem tryllir handóða prjónara

Handavinna | 19. maí 2021

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur tekur sig vel út í peysunni.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur tekur sig vel út í peysunni. Skjáskot/Rúv

Elín Björk Jón­as­dótt­ir, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, hef­ur síðustu vik­ur reglu­lega klæðst ein­stak­lega fal­legri hand­prjónaðri peysu þegar hún seg­ir veður­frétt­ir á Rúv.

Elín Björk Jón­as­dótt­ir, veður­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, hef­ur síðustu vik­ur reglu­lega klæðst ein­stak­lega fal­legri hand­prjónaðri peysu þegar hún seg­ir veður­frétt­ir á Rúv.

Peys­an vek­ur at­hygli í hvert skipti sem Elín klæðist henni á skján­um og er iðulega spurt út í peys­una í face­book­hópn­um Handóðir prjón­ar­ar. 

Elín hef­ur svarað spurn­ing­um um peys­una inni í áður­nefnd­um hópi en hana prjónaði hún sjálf. Peys­an heit­ir Clotilde og er frá Knitt­ing for Oli­ve

Elín prjónaði sína úr aðeins fínna garni en upp­skrift­in ger­ir ráð fyr­ir og notaði aðeins minni prjóna sömu­leiðis.

Clotilde peysan er einstaklega falleg.
Clotilde peys­an er ein­stak­lega fal­leg. Ljós­mynd/​Knitt­ing for Oli­ve
mbl.is