„Mamma og Rúrik áttu virkilega fallegt samband“

Rúrik Gíslason | 20. maí 2021

„Mamma og Rúrik áttu virkilega fallegt samband“

Rúrik Gíslason, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, gerir það gott í þýska dansþættinum Let's Dance. Ólína Jóhanna Gísladóttir systir Rúriks fór út til Þýskalands og var viðstödd tökur á tilfinningaríkum þætti sem var sýndur fyrir tæpum tveimur vikum. 

„Mamma og Rúrik áttu virkilega fallegt samband“

Rúrik Gíslason | 20. maí 2021

Ólína Jóhanna Gísladóttir og Rúrik Gíslason í Þýskalandi. Ólína fór …
Ólína Jóhanna Gísladóttir og Rúrik Gíslason í Þýskalandi. Ólína fór út til þess að horfa á bróður sinn dansa í Let's Dance. Ljósmynd/Aðsend

Rúrik Gísla­son, fyrr­ver­andi at­vinnumaður í knatt­spyrnu, ger­ir það gott í þýska dansþætt­in­um Let's Dance. Ólína Jó­hanna Gísla­dótt­ir syst­ir Rúriks fór út til Þýska­lands og var viðstödd tök­ur á til­finn­inga­rík­um þætti sem var sýnd­ur fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um. 

Rúrik Gísla­son, fyrr­ver­andi at­vinnumaður í knatt­spyrnu, ger­ir það gott í þýska dansþætt­in­um Let's Dance. Ólína Jó­hanna Gísla­dótt­ir syst­ir Rúriks fór út til Þýska­lands og var viðstödd tök­ur á til­finn­inga­rík­um þætti sem var sýnd­ur fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um. 

„Öll keppn­in til þessa hef­ur farið fram án áhorf­enda. Þessi til­tekni þátt­ur var sér­stak­ur að því leyt­inu til að kepp­end­ur deildu sér­stöku augna­bliki úr sínu lífi og dans­inn var sam­inn með hliðsjón af því augna­bliki. Þátt­ur­inn nefn­ist „my special moment“ og þess vegna var aðstand­end­um boðið í sal­inn, tveim­ur með hverj­um kepp­anda,“ seg­ir Ólína sem fór ásamt dótt­ur sinni. 

Sér­staka augna­blikið sem Rúrik valdi var þegar for­eldr­ar hans fylgdu hon­um á Heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu árið 2018. „Í full­komn­um heimi hefðu pabbi og mamma auðvitað farið út en mamma kvaddi okk­ur því miður í fyrra. Niðurstaðan varð að ég fór út ásamt miðju­dótt­ur minni, El­ínu Þóru, þar sem við höfðum báðar fengið Covid og vor­um með mót­efni. Við vor­um þess vegna ekk­ert smeyk­ar við að ferðast en þetta var samt afar sér­stakt. Við fór­um í tvö próf hér heima áður en við fór­um út, tvö í Þýskalandi og svo aft­ur eitt við heim­komu í Kefla­vík. Svo er ennþá svo­kallað „lock-down“ í Þýskalandi en það var auka­atriði. Til­gang­ur ferðar­inn­ar var að hitta Rúrik og fá að kynn­ast því sem hann er að upp­lifa í þess­um magnaða dansþætti.“

Hvernig snerti þema þátt­ar­ins þig? 

„Þemað kallaði vissu­lega fram allskon­ar til­finn­ing­ar. Lagið sem Rúrik dansaði við er lagið Circle of life úr Disney mynd­inni Lion King. Þessa mynd kunn­um við systkin­in utan að þegar við vor­um lít­il. Í bak­grunni voru birt­ar mynd­ir af mömmu. Atriðið var virki­lega fal­legt á all­an hátt og hreyfði vissu­lega við mér. Ég fann líka fyr­ir þakk­læti fyr­ir að vera í saln­um, upp­lifa þetta dan­sæv­in­týri og hitta allt þetta skemmti­lega fólk sem maður hef­ur fylgst með í vet­ur. Mér leið eins og ég þekkti þau öll,“ seg­ir Ólína. 

„Mamma og Rúrik áttu virki­lega fal­legt sam­band og hún var hans helsti og fremsti stuðnings­maður í öllu. Hún hefði verið að springa úr stolti, og er það al­veg ör­ugg­lega þaðan sem hún vak­ir yfir okk­ur.“

Rúrik Gíslason dansar í þáttunum Let's Dance í Þýskalandi.
Rúrik Gísla­son dans­ar í þátt­un­um Let's Dance í Þýskalandi.

Rúrik og dans­fé­lagi hans, sam­kvæm­is­dans­ar­inn Renata Lus­in, fengu góða dóma fyr­ir frammistöðu sína og enn betri viðtök­ur frá áhorf­end­um. „Atriðið sjálft var virki­lega vel út­fært og til­finn­inga­ríkt. Mik­il tján­ing og fal­leg­ur dans. Ég held að bæði dóm­ar­arn­ir og áhorf­end­ur í Þýskalandi hafi hrif­ist af ein­lægn­inni sem skein í gegn,“ seg­ir Ólína. 

Kem­ur það þér og fjöl­skyldu þinni á óvart að sjá hversu góður dans­ari Rúrik er?

„Já ég verð að játa það. Ég átti alls ekki von á þessu. Ég hvatti hann til að gera jóga áður en hann fór út til að liðka sig. En hann er mjög agaður eins og sann­ir íþrótta­menn eru og ger­ir þess vegna allt vel sem hann tek­ur sér fyr­ir hend­ur. Það kæmi fólki á óvart hvað æf­ing­arn­ar eru stíf­ar og hvað kepp­end­ur ásamt þjálf­ur­um sín­um leggja mikið á sig í hverri viku.“

Ólína seg­ir að öll­um döns­ur­un­um hafi farið mikið fram og hef­ur sér­stak­lega mikla trú á bróður sín­um. „Auðvitað er ég langt frá því að vera hlut­laus en ég er bjart­sýn á að hann kom­ist alla leið í úr­slitaþátt­inn, sem væri auðvitað al­veg ótrú­leg­ur ár­ang­ur.“

mbl.is