Alin upp við að taka ábyrgð á eigin hamingju

Heimili | 23. maí 2021

Alin upp við að taka ábyrgð á eigin hamingju

Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarmaður býr á Seltjarnarnesi í húsi með útsýni yfir sjóinn. Húsið sem hún býr í er listaverk í þróun en það eru líka orðin sem hún notar til að útskýra hlutina eins og hún sér þá. 

Alin upp við að taka ábyrgð á eigin hamingju

Heimili | 23. maí 2021

Kristín Gunnlaugs listakona
Kristín Gunnlaugs listakona mbl.is/Arnþór Birkisson

Krist­ín Gunn­laugs­dótt­ir mynd­list­armaður býr á Seltjarn­ar­nesi í húsi með út­sýni yfir sjó­inn. Húsið sem hún býr í er lista­verk í þróun en það eru líka orðin sem hún not­ar til að út­skýra hlut­ina eins og hún sér þá. 

Krist­ín Gunn­laugs­dótt­ir mynd­list­armaður býr á Seltjarn­ar­nesi í húsi með út­sýni yfir sjó­inn. Húsið sem hún býr í er lista­verk í þróun en það eru líka orðin sem hún not­ar til að út­skýra hlut­ina eins og hún sér þá. 

Húsið henn­ar Krist­ín­ar Gunn­laugs­dótt­ur var teiknað af Jós­ef Reyn­is arki­tekt og er á tveim­ur hæðum. Hún býr með börn­um sín­um þeim Mel­korku Gun­borgu Bri­ans­dótt­ur og Killi­an G.E. Bri­ans­syni. Hubert Sand­hofer maki Krist­ín­ar er vín­bóndi bú­sett­ur í Aust­ur­ríki og kem­ur reglu­lega til Íslands.

Inni á heim­il­inu er mikið af lista­verk­um. Bæði eft­ir hana og aðra lista­menn. Hún hef­ur ríka þörf fyr­ir að breyta reglu­lega til og stend­ur í stöðugum um­bót­um heima hjá sér.

„Ég er hrif­in af póst­mód­ern­ísk­um bygg­ing­ar­stíl. Hús afa og ömmu á Ak­ur­eyri var teiknað af Sig­valda Thor­d­ar­syni og var drauma­húsið mitt. Þetta hús á Unn­ar­braut­inni hreif mig strax þegar ég kom inn í það í fyrsta sinn og minnti mig á hús afa og ömmu. Það sem heillaði mig voru stór­ir glugg­ar með út­sýni yfir sjó, aflöng stofa með mik­illi loft­hæð og panel í lofti og vegg. Svo var mik­ill kost­ar að það var ar­inn sem hef­ur reynst hjartað í hús­inu.“

Teikningar eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur eru víða á verkstæðinu hennar.
Teikn­ing­ar eft­ir Krist­ínu Gunn­laugs­dótt­ur eru víða á verk­stæðinu henn­ar. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Próf­ar sig áfram með húsið á kvöld­in

Krist­ín geng­ur í öll verk sjálf og hik­ar ekki við að prófa sig áfram og jafn­vel mistak­ast. Í hús­inu er eng­in geymsla sem mörg­um þætti ókost­ur en er hluti af lífsviðhorfi Krist­ín­ar. Eina geymsluplássið er ein­föld skáparöð í þvotta­hús­inu, en ann­ars hef­ur Krist­ín lagt áherslu á að safna ekki dóti held­ur mark­visst nota það sem hún á. Svefn­her­berg­in, vinnu­stof­an og fjöl­nota rými, stund­um nýtt sem list­galle­rí, eru á jarðhæð. Síðan er gengið upp á efri hæð þar sem er setu­stofa með sjón­varpi, stór og opin borðstofa, flyg­ill á upp­hækkuðum palli og eld­hús.

„Ég vel að hafa alla veggi, ofna og ekki síst glugga í sama bláa litn­um. Ég legg mikla áherslu á að út­sýnið njóti sín og að stof­an virki stór og opin og vil þess vegna ekki hafa gard­ín­ur.“

Ég hef aldrei séð þenn­an bláa lit áður. Hvaðan kem­ur hann?

„Ég á fal­legt ind­verskt silkisjal sem ég fór með til Garðars Erl­ings­son­ar í Litalandi. Hann er fær að greina liti og fann rétta bláa tón­inn fyr­ir mig sem fæst núna hjá hon­um und­ir nafn­inu Krist­ín. Ég fór bara af stað með pensil­inn og rúll­una og tók einn vegg í einu án þess að setja heim­ilið á hvolf. Það skipt­ir miklu máli, bæði heim­il­is­ins og mín vegna, að gera breyt­ing­ar í áföng­um því ég hef ekki mik­inn tíma af­lögu. Svo vill það ger­ast að ég mála hitt og þetta sem á vegi mín­um verður í sama lit. Eins og Maríustytt­una á arn­in­um og eitt borð í stof­unni,“ seg­ir hún.

Vinnustofa Kristínar er eintaklega falleg og opin. Hún er staðsett …
Vinnu­stofa Krist­ín­ar er eintak­lega fal­leg og opin. Hún er staðsett á neðri hæð húss­ins á Seltjarn­ar­nesi. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Und­ir áhrif­um Vi­vienne Westwood

Hvaðan færðu drif­kraft­inn þegar kem­ur að end­ur­bót­um á hús­inu?

„Ég fyll­ist orku við að skapa fal­legt heim­ili. Það ger­ir mig sterk­ari þegar heim­ilið er í góðu lagi og eft­ir mínu höfði. Það verður að segj­ast eins og er. Ég hef verið svona frá því að ég fór að breyta her­berg­inu mínu sem tán­ing­ur.

Í mars horfði ég á heim­ild­arþátt­inn Westwood: Pönk­ari, átrúnaðargoð og aðgerðasinni um Vi­vienne Westwood á RÚV sem kveikti ræki­lega í mér. Ég dáðist að dirfsku henn­ar og út­haldi, sjálfs­trausti og sér­stæðri feg­urðar­til­finn­ingu. Þátt­ur­inn veitti mér mik­inn inn­blást­ur bæði á vinnu­stof­unni og á heim­il­inu.

Ég ákvað að fylgja eft­ir hug­mynd sem ég fékk fyr­ir ári og mála par­ketið dökk­brúnt. Hug­mynd­ina fékk ég af gömlu og út­slitnu viðargólfi á veit­ingastað í Vín.

Eikarp­ar­ketið mitt, olíu­borið, var orðið slitið, blett­ótt og gam­alt. Það mátti því gera til­raun­ir á því og mistak­ast. Ég legg mikla áherslu á að gefa göml­um hlut­um nýtt líf án þess að þurfa alltaf að skipta þeim út. Ég vildi at­huga hvort ég gæti ekki aðlagað gólfið að mín­um smekk og byrjaði á því að þvo það með heitu vatni. Síðan sat ég flöt­um bein­um á gólf­inu með svamp sem ég dýfði til skipt­is í svart­an og brún­an bæs og málaði gólfið með - hægt og ró­lega.

Útkom­an var rosa­leg en það var gam­an að gera þetta. Eft­ir tvær um­ferðir af bæs var gólfið orðið mjög dökkt. Í raun allt of dökkt. Þá var það pússn­inga­vél­in sem kom til bjarg­ar. Eft­ir fyrstu strok­urn­ar með sandpapp­írn­um sá ég að draum­ur­inn var að ræt­ast. Grunn­lit­ur par­kets­ins kom í gegn og ég gat teiknað ímyndaðar göngu­leiðir og slit í gólfið. Ég var í skýj­un­um og verkið flaug áfram með dyggri aðstoð dótt­ur minn­ar og kær­asta henn­ar. Í leiðinni voru tvö borð í stof­unni líka máluð svört og brún­irn­ar yf­ir­farn­ar með sandpapp­ír. Það tók enga stund. Svo fór ég í Góða hirðinn og keypti ósam­stæða lampa­skerma og fæt­ur sem ég málaði og tengdi við stof­una. Mér fannst ég ótrú­lega hepp­in þar. Þetta kostaði nán­ast ekki neitt. Í heild­ina kostuðu breyt­ing­arn­ar á gólf­inu aðeins tólf þúsund krón­ur og nú er ég með nýja stofu.“

Opin, falleg og skemmtileg vinnustofu sem leyfir að opna út …
Opin, fal­leg og skemmti­leg vinnu­stofu sem leyf­ir að opna út í garð á góðum dög­um. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son
Kristín hefur verið að breyta teppinu á stiganum og leyfir …
Krist­ín hef­ur verið að breyta tepp­inu á stig­an­um og leyf­ir máln­ing­unni að skvett­ast upp á vegg. Í raun er bara karakt­er í því. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Af hverju kveikti Vi­vienne Westwood svona í þér?

„Hún er bara þessi kona sem ger­ir alls kon­ar. Það er mik­ill eld­ur í henni og hug­rekki. Hún er villt og fáguð. Ég mótaðist mikið á pön­k­ár­un­um og hún er upp­hafsmaður þeirr­ar tísku. Mót­lætið sló hana ekki út af lag­inu. Hún var líka tveggja barna ein­stæð móðir sem ger­ir hlut­ina á frum­leg­an hátt með kven­lægu inn­sæi. Hún get­ur verið svo gal­in í sam­setn­ing­um en samt pass­ar allt ein­hvern veg­inn hjá henni.“

Fersk blóm í vasa er lúxus.
Fersk blóm í vasa er lúx­us. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kon­ur mega vera erfiðar

Hvað get­ur þú sagt mér um saumuðu texta­verk­in sem þú hef­ur verið að vinna að?

„Íslend­ing­ar sem bók­menntaþjóð eiga auðvelt með að nálg­ast texta­verk. Þar ligg­ur okk­ar menn­ing­ar­arf­ur hvað sterk­ast­ur. Ég finn það á því hvernig fólk nálg­ast texta­verk­in mín að það býr meira sjálfs­traust og þekk­ing á dýpri merk­ingu og mögu­leik­um orðanna held­ur en þegar mynd­málið er án texta. Ég hef gam­an af hvers­dags­leg­um setn­ing­um sem geta þýtt margt. Brot af sam­tali sem ég heyri get­ur haft margræða merk­ingu og mál­vill­ur sagðar í ein­lægni sýna heill­andi varn­ar­leysi. Setn­ing­ar eins og „ég er að deyja“ breyt­ast með sí­felldri end­ur­tekn­ingu. Orðin verða þyngri og merk­ing þeirra magn­ast. „Nú ertu að verða erfið“ er setn­ing sem hef­ur verið sögð við mig eins og svo marg­ar aðrar kon­ur og stelp­ur. Hún er stuðandi af því hún er niðrandi og nei­kvætt gild­is­hlaðin en ef við náum að taka hana lengra get­um við nýtt okk­ur hana í hag. Í mörg­um til­fell­um þykja kon­ur erfiðar þegar þær þora að standa með sér. Setn­ing­in „þú ert svo dug­leg“ hef­ur einnig margræða merk­ingu. Hún get­ur verið lam­andi skip­un um enda­laus­an dugnað sem við upp­lif­um öll sem kvöð en svo er hún vel meint hrós og viður­kenn­ing.“

Húsið er á köflum mjög stílhreint og skemmtilegt.
Húsið er á köfl­um mjög stíl­hreint og skemmti­legt. Krist­inn Magnús­son

Hvernig sérðu þess­ar breyt­ing­ar á stöðu kvenna?

„Það eru for­rétt­indi að fæðast á Íslandi hvað varðar stöðu kynj­anna. Víða í vest­rænu sam­fé­lagi er jafnt og þétt unnið að jafn­rétt­is­mál­um en ég held við ger­um okk­ur ekki grein fyr­ir hversu mik­illa for­rétt­inda við njót­um og að við get­um glatað því sem hef­ur áunn­ist á ör­stutt­um tíma. Mörg verka minna tala inn í jafn­rétt­is­bar­átt­una sem mér ber ljúf skylda til. Ég bjó á Ítal­íu og dvel mikið í Mið-Evr­ópu og sé þar hversu langt er í land. Ment­un kvenna og fjár­hags­legt sjálf­stæði eru grund­vall­ar­atriði, hvar sem er í heim­in­um.“

Af hverju skipt­ir sjálf­stæði þig svona miklu máli?

„Ég held þetta liggi í skap­gerðinni. Svo er ég alin upp inn­an um sterk­ar kven- en líka karlfyr­ir­mynd­ir.

For­eldr­um mín­um þótti sjálfsagt að ég væri sjálf­stæð og að ég réði öllu um mitt eigið líf. Það var ein­hvern veg­inn aldrei spurn­ing. Ég var sautján ára þegar ég ákvað að leggja fyr­ir mig mynd­list. Ég til­kynnti það bara yfir há­deg­is­matn­um og það var ekk­ert rætt frek­ar.

Svarið var bara „já góða mín, gerðu það.“

For­eldr­ar mín­ir voru í góðu hjóna­bandi og ég skynjaði aldei valda­bar­áttu held­ur djúpa virðingu og vináttu þeirra á milli.“

Fyr­ir hvað var þér hrósað í æsku?

„Ég fékk hrós fyr­ir að vera góð. For­eldr­ar mín­ir bjuggu bæði við heilsu­brest og það mótaði mig mikið. Ég komst ung að því að ham­ingj­an fólst í því að búa til gæðastund­ir og njóta þess að vera sam­an. Það er ekki sjálfsagt mál að vera hraust­ur og fá að vera inn­an um fólkið sitt.

For­eldr­ar mín­ir voru glatt fólk og skap­gott að eðlis­fari og lögðu mér skýra lífs­reglu sem fólst í því að ég ein bæri ábyrgð á ham­ingju minni. Ég gæti ekki stjórnað því sem gerðist en ég gæti stýrt viðbrögðum mín­um. Þau bjuggu sjálf yfir sterkri trú­arsann­fær­ingu og kenndu mér að treysta guði og nota bæn­ina.

Grunn­ur sjálf­stæðis­ins ligg­ur í þessu trausti að maður­inn stend­ur einn en þó ekki. Ég vona að ég miðli þessu til minna eig­in barna. Mér finnst sjálfsagt að þau velji sína framtíð sjálf og fylgi eig­in sann­fær­ingu.“

Þegar þú teikn­ar manns­lík­amann, ertu þá með lif­andi mód­el?

„Já alltaf. Ég teikna mikið í Mynd­lista­skóla Reykja­vík­ur þar sem mód­el­tím­ar bjóðast. Fyr­ir mér er mik­il­vægt að hafa lif­andi mód­el, tím­inn sem maður hef­ur til að teikna skipt­ir máli og ná­lægðin við lif­andi mann­eskju hef­ur áhrif. Ég hef teiknað mód­el frá unglings­ár­um þegar ég var í Mynd­lista­skól­an­um á Ak­ur­eyri og teikn­ing­in verður sam­gró­in manni eins og and­ar­drátt­ur. Ég skissa mikið og leik mér. Þær teikn­ing­ar eru ómeðvitaðri og ég nota þær mikið í sauma­verk­un­um. Að teikna fólk er að nálg­ast mennsk­una í líf­inu, all­ar til­finn­ing­ar og reynsla sem maður­inn býr yfir liggja í formi og línu lík­am­ans og er jafn erfitt að nálg­ast og það er heill­andi. Það er hægt að segja allt um mann­eskj­una í nokkr­um lín­um eins og í ljóði.“

Það er mikið um listaverk á veggjum og falleg antíkhúsgögn …
Það er mikið um lista­verk á veggj­um og fal­leg an­tík­hús­gögn í stof­unni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hvað ertu að fást við núna?

„Ég vinn við nokk­ur verk í einu gjarn­an í mis­mun­andi tækni eins og að sauma á striga, blönduð tækni, teikna, mála og fleira. Það er ákveðin hvíld í að geta skipt um verk til að vinna í og oft fara verk­in að tengj­ast sín á milli. Að vinna í ákveðinni tækni kall­ar á ein­beit­ingu sem leiðir af sér annað verk, sem svo aft­ur leiðir að því næsta. Það er vinn­an sjálf og for­vitn­in sem leiðir af sér fleiri verk. Þessi öldufald­ur sem skap­ast og felst í vinn­unni sjálfri er orku­spretta nýrra hug­mynda og vinnu þar sem leiðin er tak­markið og lok­aniðurstaða er ekki til.“

Liturinn Kristín fæst í Litarlandi. Hann er gerður eftir indversku …
Lit­ur­inn Krist­ín fæst í Litar­landi. Hann er gerður eft­ir ind­versku sjali sem lista­kon­an fann í fór­um sín­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Það setur menningarlegan svip á heimilið að vera með hljóðfæri.
Það set­ur menn­ing­ar­leg­an svip á heim­ilið að vera með hljóðfæri. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Heimiliskisan lætur fara vel um sig í stofunni.
Heim­iliskis­an læt­ur fara vel um sig í stof­unni. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Fallegt stell eftir leirlistakonuna Margréti Jónsdóttur sem er vinkona Kristínar.
Fal­legt stell eft­ir leir­lista­kon­una Mar­gréti Jóns­dótt­ur sem er vin­kona Krist­ín­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Eldhúskrókurinn er nettur og skemmtilegur.
Eld­hús­krókur­inn er nett­ur og skemmti­leg­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Það er einungis borðað úr leirlist eftir Margréti Jónsdóttur.
Það er ein­ung­is borðað úr leir­list eft­ir Mar­gréti Jóns­dótt­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Skáparnir standa oft opnir enda bara fallegir að sjá jafnt …
Skáp­arn­ir standa oft opn­ir enda bara fal­leg­ir að sjá jafnt að inn­an sem utan. Þeir eru staðsett­ir í eld­hús­inu á ann­arri hæð húss­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is