Jolie ósátt í forræðismálinu

Jolie/Pitt | 26. maí 2021

Jolie ósátt í forræðismálinu

Hollywood-stjörnurnar Angelina Jolie og Brad Pitt eiga enn í forræðisdeilu en þau tilkynntu skilnað árið 2016. Dómarinn í málinu neitaði börnunum um að bera vitni og er Jolie ósátt við þá ákvörðun. Leikkonan hefur lengi haldið því fram að dómarinn John Ouderkirk sé vanhæfur. 

Jolie ósátt í forræðismálinu

Jolie/Pitt | 26. maí 2021

Brad Pitt og Angelina Jolie árið 2009.
Brad Pitt og Angelina Jolie árið 2009. AFP

Hollywood-stjörn­urn­ar Ang­el­ina Jolie og Brad Pitt eiga enn í for­ræðis­deilu en þau til­kynntu skilnað árið 2016. Dóm­ar­inn í mál­inu neitaði börn­un­um um að bera vitni og er Jolie ósátt við þá ákvörðun. Leik­kon­an hef­ur lengi haldið því fram að dóm­ar­inn John Ou­der­kirk sé van­hæf­ur. 

Hollywood-stjörn­urn­ar Ang­el­ina Jolie og Brad Pitt eiga enn í for­ræðis­deilu en þau til­kynntu skilnað árið 2016. Dóm­ar­inn í mál­inu neitaði börn­un­um um að bera vitni og er Jolie ósátt við þá ákvörðun. Leik­kon­an hef­ur lengi haldið því fram að dóm­ar­inn John Ou­der­kirk sé van­hæf­ur. 

„Ou­der­kirk dóm­ari neitaði frú Jolie um sann­gjörn rétt­ar­höld,“ seg­ir í dóms­skjöl­um að því er fram kem­ur á vef Page Six. Þar er því haldið fram að dóm­ar­inn hafi neitað að horfa til sönn­un­ar­gagna sem lúta að heilsu, ör­yggi og vel­ferð barn­anna. Lögmaður Jolie bend­ir einnig á þá reglu að það sé ekki í hag barna að vera í for­sjá mann­eskju sem hef­ur sögu um að beita heim­il­isof­beldi. 

Í dóms­skjöl­un­um kem­ur fram að dóm­ar­inn neitaði að hlusta á vitn­is­b­urð ung­linga Jolie og Pitts. Þau hafi ekki fengið að greina frá reynslu sinni, þörf­um og ósk­um í for­ræðismál­un­um en sam­kvæmt lög­um í Kali­forn­íu­ríki mega börn sem eru 14 ára eða eldri bera vitni ef þau vilja. Jolie og Pitt eiga þrjú börn á þess­um aldri en það eru Pax 17 ára, Za­hara 16 ára og Shi­loh 14 ára. Elsta barn þeirra er 19 ára og telst því full­orðið. Tví­bur­arn­ir Vi­vienne og Knox eru 12 ára og ekki nógu gaml­ir til þess að bera vitni. 

Angelina Jolie með dætrum sínum Shiloh Nouvel Jolie-Pitt og Zahöru …
Ang­el­ina Jolie með dætr­um sín­um Shi­loh Nou­vel Jolie-Pitt og Za­höru Marley Jolie-Pitt. AFP

Í svari frá lög­manni Pitts er bent á að dóm­ar­inn hafi unnið yf­ir­grips­mikla vinnu síðustu sex mánuði. Er þar meðal ann­ars bent á sér­fræðiálit og vitni. Lögmaður­inn bend­ir á að frek­ari taf­ir á niður­stöðu skaði börn­in. Ekki er ljóst hver niðurstaða máls­ins er en skjöl­in eru ekki öll op­in­ber. Jolie sótti upp­haf­lega um for­ræði yfir börn­un­um. Pitt sótti hins veg­ar um sam­eig­in­legt for­ræði.

mbl.is