Pitt var uppáhaldsgestaleikari Aniston

Friends | 26. maí 2021

Pitt var uppáhaldsgestaleikari Aniston

Leikkonan Jennifer Aniston segir að fyrrverandi eiginmaður hennar Brad Pitt hafi verið uppáhaldsgestaleikarinn hennar í Friends. 

Pitt var uppáhaldsgestaleikari Aniston

Friends | 26. maí 2021

Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004.
Jennifer Aniston og Brad Pitt árið 2004. AFP

Leik­kon­an Jenni­fer Anist­on seg­ir að fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar Brad Pitt hafi verið upp­á­halds­gesta­leik­ar­inn henn­ar í Friends. 

Leik­kon­an Jenni­fer Anist­on seg­ir að fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar Brad Pitt hafi verið upp­á­halds­gesta­leik­ar­inn henn­ar í Friends. 

Anist­on ræddi við Kit Hoo­ver í Access Hollywood á dög­un­um ásamt Courteney Cox og Lisu Ku­drow. All­ar voru þær beðnar að nefna sinn upp­á­halds­auka­leik­ara. 

Þær nefndu Ben Stiller, Reese Wit­h­er­spoon, Charlie Sheen, Tom Sell­eck og Paul Rudd. Að lok­um sagði Anist­on: „Herra Pitt var ynd­is­leg­ur,“ sagði Anist­on. Ku­drow sam­sinnti henni og sagði hann hafa verið frá­bær­an.

Pitt var gesta­leik­ari í ein­um þætti sem fór í loftið árið 2001, The One With the Ru­mour. Þá voru þau Anist­on enn gift. Hann var til­nefnd­ur til Emmy-verðlauna fyr­ir þátt­inn.

End­ur­komuþátt­ur Friends verður aðgengi­leg­ur á streym­isveitu HBO Max á morg­un, fimmtu­dag.

mbl.is