Matthew Perry hættur með unnustu sinni

Ást í Hollywood | 2. júní 2021

Matthew Perry hættur með unnustu sinni

Leikarinn Matthew Perry úr Vinum er hættur með unnustu sinni, Molly Hurwitz. Perry greindi frá þessu í tilkynningu til fjölmiðla. Parið trúlofaði sig í lok síðasta árs eftir rúmlega tveggja ára samband. 

Matthew Perry hættur með unnustu sinni

Ást í Hollywood | 2. júní 2021

Matthew Perry er hættur með unnustu sinni.
Matthew Perry er hættur með unnustu sinni. REUTERS

Leik­ar­inn Matt­hew Perry úr Vin­um er hætt­ur með unn­ustu sinni, Molly Hurwitz. Perry greindi frá þessu í til­kynn­ingu til fjöl­miðla. Parið trú­lofaði sig í lok síðasta árs eft­ir rúm­lega tveggja ára sam­band. 

Leik­ar­inn Matt­hew Perry úr Vin­um er hætt­ur með unn­ustu sinni, Molly Hurwitz. Perry greindi frá þessu í til­kynn­ingu til fjöl­miðla. Parið trú­lofaði sig í lok síðasta árs eft­ir rúm­lega tveggja ára sam­band. 

„Stund­um ganga hlut­irn­ir bara ekki upp og það gerðist núna,“ sagði Perry að því er fram kem­ur á vef People. „Ég óska Molly alls hins besta.“

Perry er 51 árs en Hurwitz 29 ára. Þau byrjuðu að hitt­ast árið 2018 og trú­lofuðu sig í nóv­em­ber í fyrra. „Ég ákvað að trú­lofa mig. Það var heppni að í þetta skiptið var kær­ast­an mín besta kon­an á allri jörðinni,“ sagði Perry um trú­lof­un­ina á sín­um tíma. 

Frétt­irn­ar af sam­bands­slit­un­um koma tæpri viku eft­ir að end­ur­fundaþátt­ur af Vin­um var sýnd­ur í Banda­ríkj­un­um.

Vinir.
Vin­ir. AFP
mbl.is