Þýskir miðlar fjalla um einkalíf Rúriks

Rúrik Gíslason | 10. júní 2021

Þýskir miðlar fjalla um einkalíf Rúriks

Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um meint ástarsamband knattspyrnumannsins Rúriks Gíslasonar og leikkonunnar Valent­inu Pahde. Fréttirnar koma eftir að kærasta, fyrirsætan Nathalia Soliani, fjallaði um meint framhjáhald hans á Instagram. Stjarna Rúriks skín skært í Þýskalandi eftir að hann vann sigur í þýska dansþættinum Let's Dance í maí. 

Þýskir miðlar fjalla um einkalíf Rúriks

Rúrik Gíslason | 10. júní 2021

Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani.
Rúrik Gíslason og Nathalia Soliani.

Þýsk­ir fjöl­miðlar hafa fjallað um meint ástar­sam­band knatt­spyrnu­manns­ins Rúriks Gísla­son­ar og leik­kon­unn­ar Valent­inu Pahde. Frétt­irn­ar koma eft­ir að kær­asta, fyr­ir­sæt­an Nathalia Soli­ani, fjallaði um meint fram­hjá­hald hans á In­sta­gram. Stjarna Rúriks skín skært í Þýskalandi eft­ir að hann vann sig­ur í þýska dansþætt­in­um Let's Dance í maí. 

Þýsk­ir fjöl­miðlar hafa fjallað um meint ástar­sam­band knatt­spyrnu­manns­ins Rúriks Gísla­son­ar og leik­kon­unn­ar Valent­inu Pahde. Frétt­irn­ar koma eft­ir að kær­asta, fyr­ir­sæt­an Nathalia Soli­ani, fjallaði um meint fram­hjá­hald hans á In­sta­gram. Stjarna Rúriks skín skært í Þýskalandi eft­ir að hann vann sig­ur í þýska dansþætt­in­um Let's Dance í maí. 

Á vefn­um Promiflash fjallað um hvort erfiðleik­ar séu í para­dís Rúriks og Soli­ani og hvort þau séu hætt sam­an. Einnig er bent á að Soli­ani sé hætt að fylgja Rúrik á In­sta­gram. Rúrik var í viðtali á vef­miðlin­um í mars og virt­ist þá allt vera í lagi hjá par­inu. Sagði Rúrik að kær­asta sín væri ánægð með dans­fé­laga hans og hún horfði á þátt­inn í sjón­varp­inu. 

Þýski miðill­inn Bild fjall­ar um að Rúriks sé í Grikklandi með Pahde sem lenti í öðru sæti í dansþætt­in­um. Á vefn­um RTL er líka fjallað um sam­bands­slit Rúriks og Soli­ani og ástæðan tal­in vera mynd­ir af Rúrik og Pahde. Á þýska vef­miðlin­um VIP er fjallað um sögu Soli­ani á In­sta­gram í gær þar sem hún sagði Rúrik hafa haldið fram hjá sér. 

mbl.is