Klæðnaðurinn þarf að vera í takt við stöðu

Fatastíllinn | 12. júní 2021

Klæðnaðurinn þarf að vera í takt við stöðu

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er fæddur og uppalinn í sveit þar sem lítið fór fyrir tísku og hönnun. Það var ekki fyrr en hann fór í doktorsnám í Bandaríkjunum sem hann fór að gefa tískunni gaum.

Klæðnaðurinn þarf að vera í takt við stöðu

Fatastíllinn | 12. júní 2021

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri er fædd­ur og upp­al­inn í sveit þar sem lítið fór fyr­ir tísku og hönn­un. Það var ekki fyrr en hann fór í doktors­nám í Banda­ríkj­un­um sem hann fór að gefa tísk­unni gaum.

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri er fædd­ur og upp­al­inn í sveit þar sem lítið fór fyr­ir tísku og hönn­un. Það var ekki fyrr en hann fór í doktors­nám í Banda­ríkj­un­um sem hann fór að gefa tísk­unni gaum.

„Ég er einn af sex systkin­um og þegar ég var yngri gekk ég gjarn­an í föt­um af bróður mín­um og frænd­systkin­um. En mamma mín var samt sem áður dug­leg að sauma á okk­ur föt og prjóna peys­ur, vett­linga og húf­ur. Ég hefði ör­ugg­lega getað leikið í Álafossaug­lýs­ingu á þess­um tíma í sveit­inni. Ég sjálf­ur hug­leiddi hins veg­ar lítið hvernig ég var klædd­ur. Það var ekki í raun fyrr en ég hafði lokið há­skóla­námi í Banda­ríkj­un­um sem ég leiddi hug­ann að klæðaburði,“ seg­ir Ásgeir og bæt­ir við: 

„Þegar ég kom aft­ur til Íslands ætlaði ég að starfa inn­an há­skól­ans en var svo boðið starf sem aðal­hag­fræðing­ur Kaupþings árið 2003. Þá var ég 33 ára. Segja má að í því starfi hafi ég fyrst þurft að hugsa fyr­ir al­vöru hvernig ég vildi klæða mig fyr­ir vinn­una. Ég kunni á þess­um tíma varla að binda minn eig­in bind­is­hnút og var tísk­an í há­skól­un­um allt öðru­vísi en tísk­an í bönk­un­um,“ seg­ir hann. 

Ásgeir er mik­ill grein­andi í eðli sínu eins og hann seg­ir sjálf­ur frá.  

„Ég er með þannig heila að hann er sí­fellt í vinnu og læt­ur mig aldrei í friði. Þannig að sama hvert ég kem eða hvert ég fer þá er ég alltaf að greina hlut­ina eða lesa í þá – og velta fyr­ir mér or­sök og af­leiðingu. Stund­um kannski allt of mikið. Ég geri þetta einnig þegar kem­ur að fatnaði og tísku, en einnig tengt mataræði og hreyf­ingu. Þessi eig­in­leiki kem­ur sér vel fyr­ir mig í vinn­unni en leiðir til þess að ég kannski skora ekki hátt í nú­vit­und. Einnig er al­gengt umkvört­un­ar­efni hjá mín­um nán­ustu að ég sé ann­ars hug­ar.“

Grein­ing­ar­taktík Ásgeirs má þegar heyra á skil­grein­ingu hans á tísk­unni á milli deilda inn­an há­skól­ans.

„Ég hef séð það í er­lend­um rann­sókn­um að þeir kenn­ar­ar sem eru vel til fara fá hærri nem­enda­ein­kunn­ir en þeir sem eru það síður. Þú þarft að klæða þig upp á fyr­ir það hlut­verk að vera kenn­ari líkt og eig­in­lega öll önn­ur störf. En sá leik­bún­ing­ur get­ur þó verið mis­mun­andi á milli fagsviða. Kenn­ar­ar og nem­end­ur í heim­speki­deild eru til að mynda allt öðru­vísi til fara en þeir sem eru í fjár­mál­um og viðskipt­um. Vin­sælt út­lit á pró­fess­or­um í há­skóla er að vera í galla­bux­um og skyrtu. Peysu yfir skyrt­unni og síðan í dökk­um jakka yfir það.

Í fjár­mála­heim­in­um eru mjög stíf­ar – skrifaðar og óskrifaðar regl­ur um klæðaburð. Föt­in skipta máli. Ég tók strax ákvörðun um að vera óaðfinn­an­lega klædd­ur fyr­ir það hlut­verk sem ég var að taka að mér í nýju starfi sem aðal­hag­fræðing­ur Kaupþings. Ég fór í Boss-búðina þar sem ég átti eig­in­lega ekki jakka­föt fyr­ir og keypti mér þrenn föt til skipt­anna. Raun­ar eru vönduð jakka­föt mjög þægi­leg­ur vinnu­klæðnaður,“ seg­ir Ásgeir. 

Ásgeir er alinn upp í sveit og gekk oft í …
Ásgeir er al­inn upp í sveit og gekk oft í föt­um af bróður sín­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Klæddi sig fal­lega til að sýna virðingu

Ásgeir seg­ir mikla hefð fyr­ir því að fólk klæði sig upp á hér á landi. Hér áður áttu all­ir spari­föt og klæddu sig upp á hátíðis­dög­um og sunnu­dög­um – jafn­vel þó ekki sé farið af bæ. Það var hluti af hátíðarstemm­ing­unni að klæða sig upp. Þetta sést vel af göml­um mynd­um sem sýna hátíðar­höld í til­efni af sjó­manna­deg­in­um, 1. maí eða 17. júní – þar er alþýðu- og erfiðis­fólk búið að klæða sig i sitt fín­asta púss til þess að fagna niður í bæ. Mér finnst þetta ákaf­lega fal­legt og að nú­tíma­fólk megi al­veg til­einka sér þetta viðhorf. Þegar þú klæðir þig upp fyr­ir eitt­hvert tæki­færi – ert þú að sýna virðingu; virðingu fyr­ir til­efn­inu og virðingu fyr­ir öðru fólki. Fjár­mála­heim­ur­inn er svipaður; ef þú vilt láta taka þig al­var­lega þá mæt­ir þú ekki á peys­unni í inni­skóm á fundi,“ seg­ir hann. 

Hef­urðu komið af stað tískutrendi sjálf­ur?

„Nei – því trúi ég varla. En mögu­lega var ég á und­an minni samtíð. Ég hef verið með skegg – allt frá því að ég var í próf­um í hag­fræði þá 22 ára að aldri. Það þekkt­ist ekki á þeim tíma – sér­stak­lega ekki í fjár­mála­heim­in­um að menn væru með skegg. Hvað þá svona ung­ir.“

Af hverju ertu með skegg?

„Það eru nokkr­ar ástæður fyr­ir því. Í fyrsta lagi er ég hepp­inn með skeg­grót. Í öðru lagi er ég með viðkvæma húð sem hent­ar ekki fyr­ir nauðrakst­ur. Svo finnst mér skeggið fara mér vel. Ég fékk lengi vel áskor­an­ir frá fólki – einkum frá fólki sem var einni eða tveim­ur kyn­slóðum eldra ég – að raka þetta af mér. Raun­ar hef­ur móðir mín aldrei sætt sig við að ég hafi skegg.“

Þegar Ásgeir varð seðlabanka­stjóri hug­leiddi hann vel og vand­lega hvernig hann ætlaði að klæða sig fyr­ir þá stöðu.

„Það skipti mig miklu máli að klæðnaður­inn væri í takt við þá stöðu sem ég hafði verð val­inn til þess að þjóna. Mér fannst ég þurfa að sýna þess­ari stöðu virðingu. Ég er yf­ir­maður bank­ans og föt­in mín þurfa að end­ur­spegla það. Þess vegna ákvað ég að vera alltaf með klút og að leyfa hon­um að vera lit­rík­ur. Það átti að sýna sjálf­stæði mitt í þessu embætti – að ég væri ekki hrædd­ur að standa út úr hópi annarra. Ég er einnig einn yngsti seðlabanka­stjór­inn sem skipaður hef­ur verið – og þess vegna vildi ég leggja áherslu á íhalds­semi með því að vera í vesti.

Al­mennt séð gild­ir sú regla að ef talað er um skyrtu, bindi og jakka sem þrenn­ingu – þá má aðeins eitt af þrem­ur vera áber­andi. Ef þú ert með áber­andi bindi – verður þú að vera með lát­lausa skyrtu og jakka. Skyrt­an get­ur verið áber­andi en þá þurfa jakka­föt­in og bindið að vera tónað niður. Þessi regla er góð svo menn breyt­ist ekki í ljósa­skilti.“

Hrif­inn af jarðlit­um

Hvaða lit­ir eru í upp­á­haldi?

„Ég er hrif­inn af nátt­úru­leg­um lit­um enda er ég úr sveit. Ég kann vel við viðar­brún­an og blá­an lit og geng aldrei með málm­hluti – skart­gripi eða úr. Slík­ir hlut­ir fara karl­mönn­um ekki vel að mín­um dómi – gefa til kynna hé­gómagirni.“

Hvað er besta tískuráðið sem þú hef­ur fengið?

„Ég hef fengið marg­ar ábend­ing­ar frá því að ég varð seðlabanka­stjóri. Nú síðast benti  Kristján Jó­hanns­son söngv­ari mér að það þýði ekki að vera í stutt­um sokk­um við jakka­föt­in. Að háir sokk­ar væru málið – þannig væru all­ir ít­alsk­ir „sign­ore“.

Ég er í sjálfu sér ekki svo meðvitaður um tísku. Það sem ég hef hugsað mjög ná­kvæm­lega er hvaða skila­boð hægt er að senda með klæðaburði. Síðan hef ég verið óhrædd­ur við hafa minn eig­in stíl – vafa­laust finnst þá ein­hverj­um að ég sé hallæris­leg­ur – eða mögu­lega of­látungs­leg­ur.“  

Hvað hef­urðu greint tengt mataræði?

„Ég hef fundið út að ég þoli illa mjólk og glút­en. Ég borða fisk og þar sem ég er al­inn upp á sauðfjár­búi þá borða ég mikið af lamba­kjöti. Ég er hrif­inn af lamba­spaghettí og steiki lambaham­borg­ara. Ég er ekki svo hrif­inn af kjúk­lingi því mér lík­ar ekki hvernig kjúk­ling­ar eru ald­ir í búr­um. Það sama má segja um svína­kjöt – það borða ég aldrei. Ég er því raun neydd­ur til þess að borða hollt.

Að sama skapi reyni ég að hlaupa svona 5-10 kíló­metra á hverj­um degi. Ég er í sjálfu sér ekki byggður eins og lang­hlaup­ari – það er of þungt í mér pundið. En þessi hlaup und­ir beru lofti halda mér í bæði lík­am­legu og and­legu jafn­vægi. Og ég þarf svo sann­ar­lega á því að halda í þessu starfi sem ég sinni. Það skipt­ir mig engu máli hvernig veður er – ég hleyp samt.“

Hvaða ráð áttu fyr­ir ungt fólk í land­inu?

„Eitt ráð sem ég get gefið varðandi klæðnað er gefa góðan gaum að því klæða sig upp í það hlut­verk sem maður hef­ur með hönd­um eða hef­ur þrá til þess að sinna. Til að mynda – ef þú hef­ur það sem mark­mið að verða yf­ir­maður á þínum vinnustað þá er það lyk­il­atriði að byrja strax að klæða sig og hegða í sam­ræmi við það hlut­verk. Það er nauðsyn að passa inn i það hlut­verk sem þú ætl­ar Þetta er þó vita­skuld aðeins einn þátt­ur af mörg­um – sem skipta máli. Þú get­ur aldrei klætt af þér skort á dugnaði eða hæfi­leik­um.“ 

Mik­il­vægt að læra að taka ábyrgð

Hvað um fjár­mál­in. Áttu gott ráð fyr­ir ungt fólk tengt pen­ing­um?

„Besta ráðið sem ég kann er að þú færð ekk­ert nema að vinna fyr­ir því. All­ir sem hafa kom­ist áfram í líf­inu leggja hart að sér.

Hvað varðar fjár­mál þá er gott að muna að tím­inn vinn­ur með okk­ur og pen­ing­un­um okk­ar líka. Því er mik­il­vægt að byrja að spara strax. Eins mæli ég með því að byrja að fjár­festa sem allra fyrst – ávöxt­un­in er gletti­lega fljót að safn­ast sam­an ef rétt er að staðið.

Það er hægt að starfa við alls kon­ar og að fjár­festa á markaði. Þannig skap­ast hvati til að fylgj­ast með markaðnum og þannig kynn­ist maður bet­ur því sem er að ger­ast í viðskipta­líf­inu. Það get­ur raun­ar verið mjög skemmti­legt að fjár­festa sjálf­ur. Þetta þurfa ekki að vera stór­ar upp­hæðir en all­ir ættu að læra að taka ábyrgð á sér þegar kem­ur að pen­ing­um og að læra að treysta á sjálf­an sig.

Að þessu sögðu þá vil ég hvetja alla til að láta ekki pen­inga stjórna sér. Held­ur velja sér starf sem þeir hafa áhuga á. Ef þú ert góður smiður þá býrðu ör­ugg­lega til meiri verðmæti og ert mun ham­ingju­sam­ari held­ur en að klæða þig upp á sem viðskipta­fræðing­ur og hafa ekki gam­an af því.“

mbl.is