Sendiherrum og diplómötum sem sneru heim frá Rússlandi og Bandaríkjunum munu snúa aftur til starfa. Þetta er meðal þess sem ákveðið var á leiðtogafundi Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Genf í dag.
Sendiherrum og diplómötum sem sneru heim frá Rússlandi og Bandaríkjunum munu snúa aftur til starfa. Þetta er meðal þess sem ákveðið var á leiðtogafundi Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Genf í dag.
Sendiherrum og diplómötum sem sneru heim frá Rússlandi og Bandaríkjunum munu snúa aftur til starfa. Þetta er meðal þess sem ákveðið var á leiðtogafundi Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Genf í dag.
Bandarískur sendiherra hefur ekki verið í Moskvu síðastliðna mánuði og þá sneri rússneski sendiherrann í Washington heim eftir að Biden kallaði Pútín morðingja. Ekki liggur þó fyrir hvenær sendiherrarnir snúa aftur.
Pútín segir viðræðurnar hafa verið uppbyggilegar og engin merki um fjandskap hafi verið að finna á fundinum. Þá segir hann þá hafa rætt möguleikann á því að Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu.
Pútín lýsti Biden sem „reynslumiklum embættismanni,“ þeir hafi átt ítarlegt samtal í tvær klukkustundir sem hvaða stjórnmálamaður sem er gæfi ekki færi á. „Hann er mjög frábrugðinn Trump,“ sagði Pútín og átti þá að sjálfsögðu við Donald Trump, forvera Biden í embætti.
Spurður um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní sagði Pútín að Navalní vissi að hann hefði brotið lög í Rússlandi þegar hann leitaði læknisaðstoðar í Þýskalandi og hann væri síbrotamaður. „Hann vissi vel að hann var eftirlýstur en kom samt sem áður aftur til Rússlands og vildi verða handtekinn,“ sagði Pútín á blaðamannafundi sem hann hélt að fundi loknum.
Viðræður leiðtoganna stóðu í um þrjá og hálfa klukkustund. Biden yfirgaf fundarstaðinn skömmu eftir að fundi lauk en hyggst halda blaðamannafund síðar í dag. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þeir hittast næst en hvorugur bauð heim fyrir næsta fund. „Svo að það verði að veruleika verða aðstæðurnar að vera réttar,“ sagði Pútín.