Vinnslustöðin sýnir á spilin

Vinnslustöðin | 15. júlí 2021

Vinnslustöðin sýnir á spilin

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur birt á vef sínum yfirlit yfir fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar í atvinnulífinu, þá sérstaklega félögum sem ekki hafa útgerð með höndum á síðustu 10 árum. 

Vinnslustöðin sýnir á spilin

Vinnslustöðin | 15. júlí 2021

Kap VE landar hér síld hjá Vinnslustöðinni í Eyjum.
Kap VE landar hér síld hjá Vinnslustöðinni í Eyjum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur birt á vef sínum yfirlit yfir fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar í atvinnulífinu, þá sérstaklega félögum sem ekki hafa útgerð með höndum á síðustu 10 árum. 

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur birt á vef sínum yfirlit yfir fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar í atvinnulífinu, þá sérstaklega félögum sem ekki hafa útgerð með höndum á síðustu 10 árum. 

Tilefnið er skýrslubeiðni Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, og fleiri meðflutningsmanna, sem tekur til eignarhalda tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. 

Í vikunni var greint frá því að Hönnu Katrínu og meðflutningsmenn væri farið að lengja eftir skýrslunni enda 29 vikur liðnar frá samþykktri skýrslubeiðni. 

Kristján Skarp­héðins­son, ráðuneyt­is­stjóri í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, sagði í samtali við 200 mílur að vinna við skýrsluskrifin væri langt komin og vonandi færi að styttast í að henni yrði dreift. Skatturinn annast úttektina fyrir ráðuneytið. 

Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að allar upplýsingar um fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar séu birtar í ársreikningum félagsins og aðgengilegar öllum sem áhuga hafa og bera sig eftir þeim.

Mynd/Vinnslustöðin

„Vinnslustöðin er þar að auki meðeigandi en í miklum minnihluta eignarhalds í nokkrum félögum til viðbótar, til dæmis í Okada Suisan í Japan.

Meginþættir í fjárfestingum Vinnslustöðvarinnar eru aðallega af tvennum toga:

  1. Sölu og markaðsstarfsemi, einkum á erlendum mörkuðum. Þannig nálgast félagið neytendur/viðskiptavini/notendur á heimavelli þeirra og stuðlar að því að uppfylla enn betur óskir þeirra, væntingar og kröfur. Hér er annars vegar vísað til fyrirtækja sem framleiða vörur úr sjávarfangi Vinnslustöðvarinnar fyrir neytendamarkað og hins vegar til beinna samskipta við neytendur, hvort heldur eru gestir veitingahúsa eða viðskiptavinir stórmarkaða.
  2. Áframvinnsla afurða, einkum í Vestmannaeyjum. Þannig hefur Vinnslustöðin tekið þátt í að fullvinna loðnu- og þorskhrogn, sjóða niður lifur og þurrka haus og bein.

Allar fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar hafa að meginmarkmiði að efla og styrkja atvinnulíf og byggð í Vestmannaeyjum og stuðla að enn meiri landvinningum fyrir íslenskt sjávarfang á alþjóðlegum matvörumarkaði,“ segir á vef Vinnslustöðvarinnar.

mbl.is