Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur birt á vef sínum yfirlit yfir fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar í atvinnulífinu, þá sérstaklega félögum sem ekki hafa útgerð með höndum á síðustu 10 árum.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur birt á vef sínum yfirlit yfir fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar í atvinnulífinu, þá sérstaklega félögum sem ekki hafa útgerð með höndum á síðustu 10 árum.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur birt á vef sínum yfirlit yfir fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar í atvinnulífinu, þá sérstaklega félögum sem ekki hafa útgerð með höndum á síðustu 10 árum.
Tilefnið er skýrslubeiðni Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, og fleiri meðflutningsmanna, sem tekur til eignarhalda tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi.
Í vikunni var greint frá því að Hönnu Katrínu og meðflutningsmenn væri farið að lengja eftir skýrslunni enda 29 vikur liðnar frá samþykktri skýrslubeiðni.
Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sagði í samtali við 200 mílur að vinna við skýrsluskrifin væri langt komin og vonandi færi að styttast í að henni yrði dreift. Skatturinn annast úttektina fyrir ráðuneytið.
Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að allar upplýsingar um fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar séu birtar í ársreikningum félagsins og aðgengilegar öllum sem áhuga hafa og bera sig eftir þeim.
„Vinnslustöðin er þar að auki meðeigandi en í miklum minnihluta eignarhalds í nokkrum félögum til viðbótar, til dæmis í Okada Suisan í Japan.
Meginþættir í fjárfestingum Vinnslustöðvarinnar eru aðallega af tvennum toga:
Allar fjárfestingar Vinnslustöðvarinnar hafa að meginmarkmiði að efla og styrkja atvinnulíf og byggð í Vestmannaeyjum og stuðla að enn meiri landvinningum fyrir íslenskt sjávarfang á alþjóðlegum matvörumarkaði,“ segir á vef Vinnslustöðvarinnar.