Pam hefði ekki gifst Joey

Friends | 25. júlí 2021

Pam hefði ekki gifst Joey

Office-leikkonan Jenna Fischer átti að leika á móti Friends-leikaranum Matt LeBlanc í grínþáttunum Man With a Plan. Eftir prufuþáttinn missti hún hlutverkið og ekki vegna þess að hún var ekki nógu góð leikkona. Ástæðan var hlutverk hennar í bandarísku Office-þáttunum. 

Pam hefði ekki gifst Joey

Friends | 25. júlí 2021

Jenna Fischer og Matt LeBlanc áttu að leika á móti …
Jenna Fischer og Matt LeBlanc áttu að leika á móti hvort öðru. Samsett mynd

Office-leik­kon­an Jenna Fischer átti að leika á móti Friends-leik­ar­an­um Matt LeBlanc í grínþátt­un­um Man With a Plan. Eft­ir prufuþátt­inn missti hún hlut­verkið og ekki vegna þess að hún var ekki nógu góð leik­kona. Ástæðan var hlut­verk henn­ar í banda­rísku Office-þátt­un­um. 

Office-leik­kon­an Jenna Fischer átti að leika á móti Friends-leik­ar­an­um Matt LeBlanc í grínþátt­un­um Man With a Plan. Eft­ir prufuþátt­inn missti hún hlut­verkið og ekki vegna þess að hún var ekki nógu góð leik­kona. Ástæðan var hlut­verk henn­ar í banda­rísku Office-þátt­un­um. 

Svo fór að leik­kon­an Liza Snyder fékk hlut­verkið sem Fischer átti að leika. Fischer greindi frá ástæðu þess að önn­ur leik­kona var feng­in í hlut­verkið í hlaðvarpsþætt­in­um Office Ladies að því er fram kem­ur á vef Dea­dline. Fischer stýr­ir hlaðvarpsþætt­in­um ásamt leik­kon­unni Ang­elu Kins­ey sem lék með henni í Office. 

Fischer seg­ist hafa misst hlut­verkið vegna þess að svo­kallaðir prufu­áhorf­end­ur sem horfðu á þátt­inn trúðu ekki að Pam úr Office hefði gifst Joey úr Vin­um, sem Matt LeBlanc lék lengi vel. „Ég trúi því ekki að Pam hefði gifst Joey. Straum­arn­ir á milli þeirra virka ekki,“ sögðu áhorf­end­urn­ir, sem voru fast­ir í göml­um sjón­varpsþátt­um. 

„Svo það virkaði ekki fyr­ir þá að þau giftu sig og eignuðust fjöl­skyldu,“ sagði Fischer. Fischer fékk frétt­irn­ar rétt áður en hún átti að fara til New York að vinna við þætt­ina. Hún hélt í fyrstu að hætt hefði verið við þætt­ina. Frétt­irn­ar voru verri. Þeir sögðu henni upp og fengu aðra leik­konu í henn­ar stað. Þætt­irn­ir voru sýnd­ir í Banda­ríkj­un­um á ár­un­um 2016 til 2020. 

mbl.is