Prjónarnir leynivopn gullverðlaunahafans

Handavinna | 4. ágúst 2021

Prjónarnir leynivopn gullverðlaunahafans

Breski dýfingameistarinn Tom Daley hefur vakið töluverða athygli á Ólympíuleikunum sem nú fara fram í Tókýó. Daley hefur ekki aðeins vakið athygli fyrir þær sakir að þeir Matty Lee nældu sér í gullverðlaun í samhæfðum dýfingum af 10 metra palli heldur einnig vegna þess að hann hefur ítrekað tekið prjónana með sér í áhorfendastúkuna. 

Prjónarnir leynivopn gullverðlaunahafans

Handavinna | 4. ágúst 2021

Tom Daley prjónar og prjónar á Ólympíuleikunum.
Tom Daley prjónar og prjónar á Ólympíuleikunum. Skjáskot/Instagram

Breski dýf­inga­meist­ar­inn Tom Daley hef­ur vakið tölu­verða at­hygli á Ólymp­íu­leik­un­um sem nú fara fram í Tókýó. Daley hef­ur ekki aðeins vakið at­hygli fyr­ir þær sak­ir að þeir Matty Lee nældu sér í gull­verðlaun í sam­hæfðum dýf­ing­um af 10 metra palli held­ur einnig vegna þess að hann hef­ur ít­rekað tekið prjón­ana með sér í áhorf­enda­stúk­una. 

Breski dýf­inga­meist­ar­inn Tom Daley hef­ur vakið tölu­verða at­hygli á Ólymp­íu­leik­un­um sem nú fara fram í Tókýó. Daley hef­ur ekki aðeins vakið at­hygli fyr­ir þær sak­ir að þeir Matty Lee nældu sér í gull­verðlaun í sam­hæfðum dýf­ing­um af 10 metra palli held­ur einnig vegna þess að hann hef­ur ít­rekað tekið prjón­ana með sér í áhorf­enda­stúk­una. 

Um þess­ar mund­ir er Daley að prjóna peysu með merki Ólymp­íu­leik­anna og breska liðsins á en hann hef­ur prjónað ým­is­legt. Í viðtali við BBC á síðasta ári lýsti hann sjálf­um sér sem „afa“ breska ólymp­íuliðsins og sagðist hafa tekið prjón­ana upp í heims­far­aldr­in­um líkt og svo marg­ir aðrir. 

„Ég geri ým­is­legt til að halda sjálf­um mér við, eins og jóga, en ég er líka byrjaður að prjóna, sem gæti verið leyni­vopnið mitt. Það er hluti af nút­vit­und­ar­rútín­unni minni, leið til að flýja allt það sem er í gangi. Og ég er bú­inn að prjóna ým­is­legt, allt frá trefl­um til húfu handa syni mín­um,“ sagði Daley. 

Daley er 26 ára gam­all en þreytti frum­raun sína á Ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing árið 2008, þá 14 ára gam­all. 

Daley, líkt og svo marg­ir aðrir prjón­ar­ar af hans kyn­slóð, held­ur utan um prjóna­verk­efn­in sín á sér­stakri in­sta­gramsíðu. Hann er með um 900 þúsund fylgj­end­ur á prjóna-in­sta­gramm­inu sínu.



mbl.is