Aniston og Schwimmer sögð vera að hittast

Friends | 11. ágúst 2021

Aniston og Schwimmer sögð vera að hittast

Leikararnir Jennifer Aniston og David Schwimmer eru sögð vera farin að eyða meiri tíma saman eftir að þau viðurkenndu að hafa borið tilfinningar hvort til annars þegar þau unnu saman fyrir meira en 15 árum. 

Aniston og Schwimmer sögð vera að hittast

Friends | 11. ágúst 2021

Jennifer Aniston og David Schwimmer eru sögð vera að hittast.
Jennifer Aniston og David Schwimmer eru sögð vera að hittast. Samsett mynd

Leik­ar­arn­ir Jenni­fer Anist­on og Dav­id Schwimmer eru sögð vera far­in að eyða meiri tíma sam­an eft­ir að þau viður­kenndu að hafa borið til­finn­ing­ar hvort til ann­ars þegar þau unnu sam­an fyr­ir meira en 15 árum. 

Leik­ar­arn­ir Jenni­fer Anist­on og Dav­id Schwimmer eru sögð vera far­in að eyða meiri tíma sam­an eft­ir að þau viður­kenndu að hafa borið til­finn­ing­ar hvort til ann­ars þegar þau unnu sam­an fyr­ir meira en 15 árum. 

Schwimmer og Anist­on léku sam­an í þátt­un­um Friends, og fóru þar með hlut­verk Ross Gell­ers og Rachel Green. Per­són­ur þeirra áttu í flóknu ástar­sam­bandi í gegn­um þætt­ina.

Í end­ur­komuþætti Friends sem sýnd­ur var í maí viður­kenndu þau Anist­on og Schwimmer að þau hefðu borið til­finn­ing­ar hvort til ann­ars á mis­mun­andi tím­um þegar þau unnu sam­an. 

Nú grein­ir fjöl­miðill­inn Closer frá því að þau séu far­in að tala mun meira sam­an en áður og Schwimmer hafi flogið frá New York til Los Ang­eles til að hitta hana. 

„Eft­ir þátt­inn varð ljóst að það að rifja upp gaml­ar minn­ing­ar snerti eitt­hvað við þeim báðum og straum­arn­ir sem þau fundu alltaf fyr­ir voru enn til staðar. Þau fóru að skipt­ast á skila­boðum eft­ir tök­urn­ar og í síðasta mánuði flaug Dav­id frá heim­ili sínu í New York til að hitta Jen í Los Ang­eles,“ sagði heim­ild­armaður Closer. 

Þá er haft eft­ir heim­ild­ar­mann­in­um að hann hafi dvalið á heim­ili Anist­on. Þau sáust einnig heim­sækja eft­ir­lætis­vín­ekru Anist­on í Santa Barbara.

mbl.is