Segist ekki vera með Aniston

Friends | 11. ágúst 2021

Segist ekki vera með Aniston

Talsmaður leikarans Davids Schwimmers segir leikarann ekki vera að hitta leikkonuna Jennifer Aniston. Sögusagnir fóru á kreik í fjölmiðlum um að fyrrverandi samstarfsfélagarnir væru farin að hittast eftir endurkomuþáttinn af Friends í vor. 

Segist ekki vera með Aniston

Friends | 11. ágúst 2021

Talsmaður David Schwimmers segir hann ekki vera í sambandi með …
Talsmaður David Schwimmers segir hann ekki vera í sambandi með Jennifer Aniston. Samsett mynd

Talsmaður leik­ar­ans Dav­ids Schwimmers seg­ir leik­ar­ann ekki vera að hitta leik­kon­una Jenni­fer Anist­on. Sögu­sagn­ir fóru á kreik í fjöl­miðlum um að fyrr­ver­andi sam­starfs­fé­lag­arn­ir væru far­in að hitt­ast eft­ir end­ur­komuþátt­inn af Friends í vor. 

Talsmaður leik­ar­ans Dav­ids Schwimmers seg­ir leik­ar­ann ekki vera að hitta leik­kon­una Jenni­fer Anist­on. Sögu­sagn­ir fóru á kreik í fjöl­miðlum um að fyrr­ver­andi sam­starfs­fé­lag­arn­ir væru far­in að hitt­ast eft­ir end­ur­komuþátt­inn af Friends í vor. 

Talsmaður Schwimmers sagði í sam­tali við The Sun að ekk­ert væri til í þess­um sög­um. 

Vef­ur­inn Closer greindi frá frétt­un­um fyrst og hafa all­ir stærstu miðlar heims vísað í heim­ild þeirra. Heim­ildamaður Closer sagði þau hafa orðið nán­ari eft­ir tök­ur á þætt­in­um í vor og í kjöl­farið farið að skipt­ast á skila­boðum. 

Var Schwimmer sagður hafa flogið frá New York til Los Ang­eles til að hitta Anist­on og þau farið sam­an á vín­ekru í Santa Barbara. 

Anist­on og Schwimmer léku sam­an í Friends frá 1994 til 2004 og áttu per­són­ur þeirra í þátt­un­um í ástar­sam­bandi. Í end­ur­komuþætt­in­um í vor viður­kenndu þau bæði að hafa borið til­finn­ing­ar til hvors ann­ars á mis­mun­andi tím­um. Bæði eru þau ein­hleyp um þess­ar mund­ir og gall­h­arðir aðdá­end­ur þátt­anna beðið til ástargyðjanna að leiða hjörtu þeirra sam­an. Hvort þeir hafi hafi verið bæn­heyrðir er ekki vitað fyr­ir víst, en talsmaður Schwimmers tek­ur fyr­ir það.

mbl.is