Rúrik vekur athygli í Markarfljóti

Rúrik Gíslason | 12. ágúst 2021

Rúrik vekur athygli í Markarfljóti

Fyrrverandi knattspyrnustjarnan og núverandi kyntröllið Rúrik Gíslason er staddur hér heima Íslandi. Eftir að hafa notið lífsins með fjölskyldu sinni og vinum í Adeje á Tenerife er hann kominn heim og er sáttur með lífið og tilveruna, ef marka má færslurnar hans á Instagram.

Rúrik vekur athygli í Markarfljóti

Rúrik Gíslason | 12. ágúst 2021

Fagur fiskur í fljóti. Rúrik Gíslason nýtur lífsins á suðurlandi.
Fagur fiskur í fljóti. Rúrik Gíslason nýtur lífsins á suðurlandi. Skjáskot/Instagram

Fyrr­ver­andi knatt­spyrn­u­stjarn­an og nú­ver­andi kyntröllið Rúrik Gísla­son er stadd­ur hér heima Íslandi. Eft­ir að hafa notið lífs­ins með fjöl­skyldu sinni og vin­um í Adeje á Teneri­fe er hann kom­inn heim og er sátt­ur með lífið og til­ver­una, ef marka má færsl­urn­ar hans á In­sta­gram.

Fyrr­ver­andi knatt­spyrn­u­stjarn­an og nú­ver­andi kyntröllið Rúrik Gísla­son er stadd­ur hér heima Íslandi. Eft­ir að hafa notið lífs­ins með fjöl­skyldu sinni og vin­um í Adeje á Teneri­fe er hann kom­inn heim og er sátt­ur með lífið og til­ver­una, ef marka má færsl­urn­ar hans á In­sta­gram.

Rúrik birti í dag mynd­ir af sér á In­sta­gram sem hafa slegið í gegn hjá fylgj­end­um hans. Á nokkr­um klukku­stund­um hafa tug­ir þúsunda hjarta hrann­ast inn á færsl­una. Síðustu daga hef­ur hann verið á ferðalagi um Suður­landið með ís­lenska ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­inu Midgard.

Á mynd­un­um sést hann, ber að ofan, aðeins í hvítri nær­brók, taka sund­sprett í jök­ul­köldu Markarfljót­inu. Nær­brók­in er úr hans eig­in fatalínu, ís­lenska tísku­merk­is­ins BÖKK. 

Á fyrstu mynd­inni stend­ur hann hugsi, með ökkl­ana í fljót­inu, líkt og grískt goð. Á ann­arri mynd­inni hef­ur hann snúið sér við, kannski sá hann lax, og sting­ur sér til sunds í jök­ul­kalt fljótið. Á þriðju mynd­inni flýt­ur hann svo um í ánni, í full­kom­inni nú­vit­und.

mbl.is