OnlyFans hættir í kláminu

Onlyfans | 19. ágúst 2021

OnlyFans hættir í kláminu

OnlyFans mun hætta að hýsa efni sem flokkast sem klám og mun fyrirtækið því ekki leyfa notendum að birta kynferðislegt efni á síðunni frá og með október. Hins vegar verður áfram heimilt að birta efni með nekt ef það samrýmist reglum fyrirtækisins.

OnlyFans hættir í kláminu

Onlyfans | 19. ágúst 2021

OnlyFans mun ekki lengur hýsa klám.
OnlyFans mun ekki lengur hýsa klám. Mynd/OnlyFans

On­lyF­ans mun hætta að hýsa efni sem flokk­ast sem klám og mun fyr­ir­tækið því ekki leyfa not­end­um að birta kyn­ferðis­legt efni á síðunni frá og með októ­ber. Hins veg­ar verður áfram heim­ilt að birta efni með nekt ef það sam­rým­ist regl­um fyr­ir­tæk­is­ins.

On­lyF­ans mun hætta að hýsa efni sem flokk­ast sem klám og mun fyr­ir­tækið því ekki leyfa not­end­um að birta kyn­ferðis­legt efni á síðunni frá og með októ­ber. Hins veg­ar verður áfram heim­ilt að birta efni með nekt ef það sam­rým­ist regl­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Ástæða breyt­ing­anna er þrýst­ing­ur frá bönk­um, korta­fyr­ir­tækj­um og greiðslumiðlum upp­lýs­ir On­lyF­ans í svari vegna um­fjöll­un­ar Bloom­bergs.

„Til þess að tryggja [efna­hags­lega]sjálf­bærni okk­ar til lengri tíma og halda áfram að halda úti vett­vang fyr­ir efn­is­fram­leiðend­ur og aðdá­end­ur verðum við að gera um­bæt­ur á regl­um okk­ar um efni,“ seg­ir í svari fyr­ir­tæk­is­ins.

Mik­il umræða hef­ur verið hér á landi vegna fram­leiðslu ís­lenskra not­enda á klámi sem hýst er á síðunni.

Gríðarleg velta

Fleiri en 130 millj­ón­ir skráðir not­end­ur eru á On­lyF­ans, en fyr­ir­tækið veit­ir efn­is­fram­leiðend­um tæki­færi til að rukka aðdá­end­ur sína fyr­ir mynd­ir og mynd­bönd. Vin­sæl­ustu ein­stak­ling­arn­ir á síðunni birta af sér nekt­ar­mynd­ir og mynd­bönd. Fram kem­ur á í um­fjöll­un Bloom­berg að síða On­lyF­ans hafi verið sögð hafa veitt fólki í kyn­lífs­vinnu ör­ugg­ari starfs­vett­vang.

On­lyF­ans hef­ur að und­an­förnu reynt að laða að alþjóðlega fjár­festa á þeim for­send­um að verðmæti fyr­ir­tæk­is­ins nemi ein­um millj­arði banda­ríkja­dala eða 128 millj­örðum ís­lenskra króna. Velta fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra var tveir millj­arðar banda­ríkja­dala og stefn­ir í að velt­an tvö­fald­ist á þessu ári. Fyr­ir­tækið tek­ur til sín um 20% af velt­unni.

mbl.is