Icelandair flýgur loks til Torontó

Beint flug á spennandi staði | 7. september 2021

Icelandair flýgur loks til Torontó

Flugfélagið Icelandair hefur hafið flug til Torontó í Kanada. Kanada opnaði landamæri sín fyrir erlendum ferðamönnum í dag. Áður voru landamærin aðeins opin fólki sem átti brýnt erindi inn í landið.

Icelandair flýgur loks til Torontó

Beint flug á spennandi staði | 7. september 2021

Icelandair hefur flug til Torontó í vikunni.
Icelandair hefur flug til Torontó í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Flug­fé­lagið Icelanda­ir hef­ur hafið flug til Toron­tó í Kan­ada. Kan­ada opnaði landa­mæri sín fyr­ir er­lend­um ferðamönn­um í dag. Áður voru landa­mær­in aðeins opin fólki sem átti brýnt er­indi inn í landið.

Flug­fé­lagið Icelanda­ir hef­ur hafið flug til Toron­tó í Kan­ada. Kan­ada opnaði landa­mæri sín fyr­ir er­lend­um ferðamönn­um í dag. Áður voru landa­mær­in aðeins opin fólki sem átti brýnt er­indi inn í landið.

Toron­tó bætt­ist við áfangastaði Icelanda­ir fyrr á þessu ári en vegna lok­ana á landa­mær­um hef­ur flug­fé­lagið ekki getað boðið upp á flug þangað. 

Ferðamenn á leið til Kan­ada þurfa að sýna vott­orð um bólu­setn­ingu og verður bólu­setn­ingu að hafa lokið að minnsta kosti fjór­tán dög­um áður. Samþykkt bólu­efni eru öll þau sem notuð hafa verið á Íslandi, frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Jans­sen. 

Þá þurfa ferðamenn einnig að fara í PCR-próf inn­an 72 tíma fyr­ir lend­ingu í Kan­ada eða geta sýnt vott­orð um fyrri Covid-sýk­ingu. Hraðpróf eða antig­en test eru ekki tek­in gild. 

mbl.is