Arion banki sætir árás

Netárásir | 11. september 2021

Arion banki sætir árás

Netárás stendur nú yfir á Arion banka. Þetta staðfestir bankastjórinn Benedikt Gíslason í samtali við mbl.is. Segist hann búast við því að fleiri félög hér á landi sæti nú einnig slíkri árás.

Arion banki sætir árás

Netárásir | 11. september 2021

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.

Netárás stend­ur nú yfir á Ari­on banka. Þetta staðfest­ir banka­stjór­inn Bene­dikt Gísla­son í sam­tali við mbl.is. Seg­ist hann bú­ast við því að fleiri fé­lög hér á landi sæti nú einnig slíkri árás.

Netárás stend­ur nú yfir á Ari­on banka. Þetta staðfest­ir banka­stjór­inn Bene­dikt Gísla­son í sam­tali við mbl.is. Seg­ist hann bú­ast við því að fleiri fé­lög hér á landi sæti nú einnig slíkri árás.

„Það er verið að vinna í að hrinda árás­inni, en þetta er með um­fangs­meiri árás­um sem hafa verið gerðar hér á landi, ég held að það megi full­yrða það,“ seg­ir Bene­dikt.

Aðspurður seg­ir hann árás­ina hafa haf­ist rétt fyr­ir klukk­an níu í kvöld.

App bank­ans og þjón­ustu­vef­ur voru rétt í þessu að kom­ast aft­ur á lagg­irn­ar. Þau lágu niðri fyrr í kvöld eins og mbl.is greindi áður frá.

Ætlað að rjúfa þjón­ust­una

„Það er ein­fald­lega sett óeðli­lega mikið gagna­magn á vefþjón­ana okk­ar. Fjöl­mennt lið vinn­ur nú að því að loka fyr­ir það.“

Árás­inni er ein­göngu ætlað að valda þjón­usturofi að sögn Bene­dikts. Eng­ir fjár­mun­ir séu því í hættu.

mbl.is