Hefði verið hægt að koma í veg fyrir árásirnar

Netárásir | 12. september 2021

Hefði verið hægt að koma í veg fyrir árásirnar

Afar líklegt er að hægt hefði verið að sporna við netárásunum sem gerðar voru í gær með betri öryggisbúnaði. Þetta segir Valdimar Óskar Óskarsson, framkvæmdastjóri öryggisfyrirtækisins Syndis, í samtali við mbl.is.

Hefði verið hægt að koma í veg fyrir árásirnar

Netárásir | 12. september 2021

Arion banki er eitt þeirra fyrirtækja sem lentu í árásinni.
Arion banki er eitt þeirra fyrirtækja sem lentu í árásinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afar lík­legt er að hægt hefði verið að sporna við netárás­un­um sem gerðar voru í gær með betri ör­ygg­is­búnaði. Þetta seg­ir Valdi­mar Óskar Óskars­son, fram­kvæmda­stjóri ör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Synd­is, í sam­tali við mbl.is.

Afar lík­legt er að hægt hefði verið að sporna við netárás­un­um sem gerðar voru í gær með betri ör­ygg­is­búnaði. Þetta seg­ir Valdi­mar Óskar Óskars­son, fram­kvæmda­stjóri ör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Synd­is, í sam­tali við mbl.is.

Ekki ný teg­und árása

„Þessi teg­und árása er göm­ul sem slík, með því mark­miði að valda þjón­usturofi. Það eru til fullt af lausn­um sem ætlaðar eru til að sporna við svona,“ seg­ir Valdi­mar.

Hann seg­ir það áhyggju­efni hve lang­an tíma tók að bregðast við árás­un­um. „Það er áhyggju­efni hversu lang­an tíma það tók að stoppa. Manni finnst að menn ættu að bregðast við fyrr eða vera með sjálf­virk­ar varn­ir þegar svona ger­ist.“

Íslandsbanki lenti í netárásinni.
Íslands­banki lenti í netárás­inni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Áhætt­an meiri en kostnaður við betra ör­yggis­kerfi

Valdi­mar seg­ir að fjár­mála­fyr­ir­tæk­in eigi ekki að borga fái þau hót­un­ar­bréf, en for­stöðumaður sam­skipta­sviðs Ari­on banka sagði að það kæmi sér ekki á óvart ef slíkt myndi ber­ast. 

„Þeir eiga að tala við aðra sem geta leiðbeint þeim með þjón­ustu til þess að taka þessa óæski­legu traffík og leiða hana fram hjá innri kerf­um.“

Bæt­ir Valdi­mar við að greiðslumiðlan­ir séu mik­il­væg­ir innviðir lands­ins og verði að vera í lagi, því að árás­ir á þær hafi af­leidd áhrif á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki.

„Fyr­ir­tæki eru að fara að átta sig á því að það kost­ar að vera með svona varn­ir, en það kost­ar líka gríðarlega mikla pen­inga að skapa öll þessi vanda­mál sem eru af­leiðing þess­ara árása. Það þarf að meta áhættu á móti kostnaði. Áhætt­an er tölu­vert mik­il, en kostnaður­inn er ekki gríðarlega hár og af­leiðing­arn­ar eru ansi mikl­ar.“

Ekki úti­lokað að um inn­lend­an aðila sé að ræða

Spurður hvort tölvuþrjót­ur­inn gæti hafa verið inn­lend­ur seg­ir Valdi­mar að hægt sé að kaupa svona þjón­ustu og því ekki úti­lokað að um inn­lend­an aðila sé að ræða. 

Lík­urn­ar á því séu ekki háar en ekki sé hægt að úti­loka það.

Mögu­legt að reynt hafi verið að ráðast á fleiri

Nú er staðfest að fjög­ur ís­lensk fjár­mála­fyr­ir­tæki hafi orðið fyr­ir árás­inni. Spurður hvort árás­in hafi mögu­lega ein­ung­is beinst að öll­um stóru ís­lensku fjár­mála­fyr­ir­tækj­un­um seg­ir Valdi­mar það geta verið, að árás­inni hafi verið beint að fleir­um, en þau fyr­ir­tæki hafi verið með betri varn­ir.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Rún­ar Pálma­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, að ekki hafi verið reynt að ráðast á Lands­bank­ann.

mbl.is