Finndu drauminn þinn í draumaferð á Lanzarote

Heilsuferðir | 15. september 2021

Finndu drauminn þinn í draumaferð á Lanzarote

Draumsaga stendur fyrir ferð til Lanzarote í janúar á næsta ári. Um er að ræða þriðju ferð Draumsögu til þessarar ævintýraeyju sem tilheyrir Kanaríeyjunum. Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og kennari, og Valgerður H. Bjarnadóttir, draumfræðingur og félagsráðgjafi, eru konurnar á bakvið Draumsögu og þær nýta heildræna og skapandi nálgun í þessari vinnu. Elísabet segir að þetta sé tilvalin ferð fyrir þá sem vilja hlúa að sínu eigin draumalífi og dýpka tengsl við bæði draum- og vökuvitundir í þeim tilgangi að auðga lífið og tilveruna. 

Finndu drauminn þinn í draumaferð á Lanzarote

Heilsuferðir | 15. september 2021

Valgerður H. Bjarnadóttir og Elísabet Lorange.
Valgerður H. Bjarnadóttir og Elísabet Lorange.

Draum­saga stend­ur fyr­ir ferð til Lanzarote í janú­ar á næsta ári. Um er að ræða þriðju ferð Draum­sögu til þess­ar­ar æv­in­týra­eyju sem til­heyr­ir Kana­ríeyj­un­um. Elísa­bet Lorange, listmeðferðarfræðing­ur og kenn­ari, og Val­gerður H. Bjarna­dótt­ir, draum­fræðing­ur og fé­lags­ráðgjafi, eru kon­urn­ar á bakvið Draum­sögu og þær nýta heild­ræna og skap­andi nálg­un í þess­ari vinnu. Elísa­bet seg­ir að þetta sé til­val­in ferð fyr­ir þá sem vilja hlúa að sínu eig­in drauma­lífi og dýpka tengsl við bæði draum- og vöku­vit­und­ir í þeim til­gangi að auðga lífið og til­ver­una. 

Draum­saga stend­ur fyr­ir ferð til Lanzarote í janú­ar á næsta ári. Um er að ræða þriðju ferð Draum­sögu til þess­ar­ar æv­in­týra­eyju sem til­heyr­ir Kana­ríeyj­un­um. Elísa­bet Lorange, listmeðferðarfræðing­ur og kenn­ari, og Val­gerður H. Bjarna­dótt­ir, draum­fræðing­ur og fé­lags­ráðgjafi, eru kon­urn­ar á bakvið Draum­sögu og þær nýta heild­ræna og skap­andi nálg­un í þess­ari vinnu. Elísa­bet seg­ir að þetta sé til­val­in ferð fyr­ir þá sem vilja hlúa að sínu eig­in drauma­lífi og dýpka tengsl við bæði draum- og vöku­vit­und­ir í þeim til­gangi að auðga lífið og til­ver­una. 

„Þetta eru tvö viku­löng nám­skeið ann­ars veg­ar fyr­ir hóp kvenna og hins veg­ar hóp fyr­ir öll kyn, þar sem unnið verður með drauma dags og næt­ur í sól og sælu. Dvalið verður sam­an í „drauma­höll“ áL­anzarote þar sem við fáum tæki­færi að læra að hlusta á draum­ana, dekra við okk­ur og næra tengsl­in. Þetta er til­val­in ferð fyr­ir þau sem vilja hlúa að tengsl­um sín á milli, eins og  vin­kon­ur, syst­ur, mæðgur, sam­starfs­kon­ur, maka, systkin, vini, feðga, feðgin og svo fram­veg­is. Auðvitað get­ur líka verið gott og gam­an að fara ein­söm­ul í svona ferð og rækta tengsl­in inn á við,“ seg­ir Elísa­bet.

Hvers vegna varð Lanzarote fyr­ir val­inu?

„Val­gerður kynnt­ist þess­ariL­anzarote árið 2016 þegar hún sjálf var á nám­skeiði þar og fann hún hvernig kraft­ur henn­ar,  feg­urð og friður var bæði gef­andi og hvetj­andi. And­stæð nátt­úru­öfl, um­vefj­andi and­rúms­loft og æv­in­týra­legt um­hverfi gera innri vinnu aðgengi­legri. Lanzarote er sér­stök að því leyti að ferðamennsk­an þar er meðvitað og gæti­lega löguð að nátt­úru­lega um­hverf­inu, nátt­úr­an og menn­ing­ar­hefðir eyja­skeggja hafa for­gang og ferðafólk lag­ar sig að því,“ seg­ir Elísa­bet.

Hvað finnst þér skipta mestu máli í svona ferðum?

„Að öll þau sem taka þátt fái tæki­færi til taka á móti nýj­um upp­lif­un­um og að það sem unnið er með hreyfi við hverju og einu og að þau fái tæki­færi til að hreyfa við öðrum. Við leggj­um mikla áherslu á að hóp­ur­inn virki vel sam­an, að öll fái að njóta sín á sinn hátt. Sum hafa unnið með drauma sína lengi og hafa sín­ar aðferðir við það, en læra þá nýja mögu­leika og geta dýpkað sig. Önnur eru að taka fyrstu skref­in í að læra að muna og virða draum­ana og átta sig á því hvernig hægt er að nýta þá í dag­legu lífi.“

Hvaða von­ir bind­ur þú við þessa ferð?

„Þar sem síðustu drauma­ferðir til­L­anzarote hafa farið fram úr öll­um vænt­ing­um varðandi hversu gef­andi, nær­andi, heill­andi og skap­andi þær voru, bind­um við mikl­ar von­ir við þessa ferð. Það er okk­ar að leggja grunn­inn, skapa stemn­ing­una og hlúa að ör­uggu um­hverfi, þar sem ólík­ar mann­eskj­ur með sína ófyr­ir­sjá­an­legu drauma geta blómstrað og skapað sam­an heild­ar­upp­lif­un. Við bind­um alltaf von­ir við að þau sem koma með okk­ur vilji þiggja það sem við og um­hverfið höf­um upp á að bjóða. En svo koma draum­arn­ir og í þeim fel­ast auðvitað mestu töfr­arn­ir,“ seg­ir Elísa­bet. 

Elísa­bet og Val­gerður eru bún­ar að þekkj­ast lengi. Þær hitt­ust fyrst í Náms­flokk­um Reykja­vík­ur fyr­ir ára­tug þegar þær voru fengn­ar til að leiða Kvenna­fræði fyr­ir Kvenna­smiðju, end­ur­hæf­ing­ar úrræði fyr­ir kon­ur.

„Þar komust við fljótt að því að við vær­um af­mæl­is­syst­ur og eft­ir fyrsta hóp þá fund­um við hvað við vær­um mikl­ar starfs­syst­ur. Upp­haf Draum­sögu kom til okk­ar, nokkr­um árum síðar, í draumi.  Í gegn­um árin hafði Val­gerður verið með drauma­nám­skeið og leitt drauma­hópa, og ég hafði verið að vinna mark­visst með mína drauma. Í draumn­um kom fram að ég ætti að taka við drauma­hópi sem Val­gerður var að leiða og ég var þátt­tak­andi í. Þarna var Val­gerður bú­sett í Reykja­vík og var að flytja norður. Svo varð úr að ég tók við hópn­um og út­frá því ófum við sam­an okk­ar draumaþræði.

Á síðustu árum höf­um við í Draum­sögu boðið upp á lengra nám, allt að heil­um vetri; helgar­nám­skeið utan þétt­býl­is; mörg styttri nám­skeið; og svo þess­ar ferðir til Lanzarote, sem hafa alltaf verið í upp­hafi árs og eru dýr­mæt nær­ing fyr­ir lík­ama og sál á miðjum vetri. Þetta hef­ur verið bæði lær­dóms­ríkt og gef­andi sam­starf, sem hef­ur dýpkað okk­ar eig­in vinnu með draum­ana,“ seg­ir Elísa­bet. 

mbl.is