Þorði að láta drauminn rætast í faraldrinum

Handavinna | 19. september 2021

Þorði að láta drauminn rætast í faraldrinum

Hildur Hlín Jónsdóttir hannar og selur prjónauppskriftir undir merkinu Knithilda. Hildur hafði gengið með hugmyndina lengi í kollinum áður en hún ákvað að láta drauminn verða að veruleika í faraldrinum. Auk uppskrifta gefur hún út Prjónadagbókina, prjónamerki, málbönd og veski en hún er lærður margmiðlunarhönnuður. 

Þorði að láta drauminn rætast í faraldrinum

Handavinna | 19. september 2021

Hildur Hlín Jónsdóttir stofnaði Knithilda vorið 2020.
Hildur Hlín Jónsdóttir stofnaði Knithilda vorið 2020.

Hild­ur Hlín Jóns­dótt­ir hann­ar og sel­ur prjóna­upp­skrift­ir und­ir merk­inu Knit­hilda. Hild­ur hafði gengið með hug­mynd­ina lengi í koll­in­um áður en hún ákvað að láta draum­inn verða að veru­leika í far­aldr­in­um. Auk upp­skrifta gef­ur hún út Prjónadag­bók­ina, prjóna­merki, mál­bönd og veski en hún er lærður marg­miðlun­ar­hönnuður. 

Hild­ur Hlín Jóns­dótt­ir hann­ar og sel­ur prjóna­upp­skrift­ir und­ir merk­inu Knit­hilda. Hild­ur hafði gengið með hug­mynd­ina lengi í koll­in­um áður en hún ákvað að láta draum­inn verða að veru­leika í far­aldr­in­um. Auk upp­skrifta gef­ur hún út Prjónadag­bók­ina, prjóna­merki, mál­bönd og veski en hún er lærður marg­miðlun­ar­hönnuður. 

Hild­ur hef­ur prjónað allt frá því að hún var barn og var aðeins 6 ára göm­ul þegar hún fékk byrj­enda prjóna­sett í af­mæl­is­gjöf. „Ég hef alla mína ævi verið mik­il handa­vinnu­kona og bæði saumað og prjónað mjög mikið í gegn­um tíðina. Ég hef ekki langt að sækja prjóna­áhug­ann en móðir mín er Guðrún S. Magnús­dótt­ir sem hef­ur gefið út bæk­urn­ar Sokka­prjón, Vett­linga­prjón, Húfu­prjón, Trefla­prjón, Jóla­prjón og Teppa­prjón. Þessa síðast nefndu gaf hún út ásamt syst­ur sinni Þurý Magnús­dótt­ur. Mamma hef­ur alltaf prjónað mjög mikið og langaði mig alltaf að gera eins og hún. En það var ein­mitt mamma sem kenndi mér snemma að prjóna,“ seg­ir Hild­ur í viðtali við Smart­land.

Hild­ur býr ásamt fjöl­skyldu sinni í Reykja­nes­bæ en hún geng­ur með sitt annað barn og á einn sex ára gaml­an son. Ásamt því að rekaKnit­hilda rek­ur hún lítið hönn­un­ar­fyr­ir­tæki. Hún er einnig launa- og upp­lýs­inga­full­trúi hjá Skóla­mat. Það má því segja að hún hafi í nægu að snú­ast þessi dægrin. „Frí­tím­ann minn nýti ég í áhuga­málið mitt sem er að prjóna og búa til upp­skrift­ir og annað tengt prjóna­skap,“ seg­ir Hild­ur. 

Hildur er lærður margmiðlunarhönnuður og hannaði Prjónadagbókina.
Hild­ur er lærður marg­miðlun­ar­hönnuður og hannaði Prjónadag­bók­ina.

Hún fór af stað með Knit­hilda í fyrstu bylgju heims­far­ald­urs­ins vorið 2020 enda marg­ir sem tóku upp prjón­ana í far­aldr­in­um og hafa varla lagt þá niður síðan. Hild­ur hef­ur sjálf alltaf haldið utan um hvað hún prjón­ar og hvað það tek­ur lang­an tíma auk þess sem hún skrif­ar niður hjá sér ef hún ger­ir breyt­ing­ar á upp­skrift­um. „Mér hef­ur í gegn­um tíðina þótt mjög gam­an að geta flett upp í bók­un­um mín­um og séð hvað ég er að prjóna hverju sinni. Ver­andi hönnuður að þá fannst mér til­valið að búa til bók þar sem að ég gæti haft all­ar upp­lýs­ing­arn­ar skipu­lega niður skrifaðar. Ég var al­veg viss um að það væru fleiri sem hefðu áhuga á að eign­ast svona dag­bók fyr­ir prjóna­skap­inn þannig að ég ákvað að setja hana í fram­leiðslu,“ seg­ir Hild­ur. 

Prjónadag­bók­in er skipu­lags­bók fyr­ir alla prjón­ara, nýliða sem og reynslu­bolta. Bók­in hef­ur fengið góðar viðtök­ur og seg­ir Hild­ur að það séu greini­lega marg­ir prjón­ar­ar þarna úti sem finnst gott að hafa yf­ir­sýn yfir prjóna­skap­inn sinn. 

Hildur elskar einfaldar og stílhreinar peysur og hefur prjónað ógrynni …
Hild­ur elsk­ar ein­fald­ar og stíl­hrein­ar peys­ur og hef­ur prjónað ógrynni af peys­um í gegn­um tíðina.

Inn­blást­ur úr öll­um átt­um

Hild­ur sel­ur prjóna­upp­skrift­ir á vef sín­um og þar má finna fjöl­breytt­ar upp­skrift­ir að barnaflík­um, húf­um, vett­ling­um og krög­um. Hún sæk­ir inn­blást­ur úr öll­um átt­um. „Mjög oft þegar ég er að prjóna flík og er að hugsa um prjóna­skap að þá dett­ur inn ein­hver sniðug hug­mynd eða þegar ég er að velta fyr­ir mér lit­um og lita­sam­setn­ing­um að sé ég munstrið fyr­ir mér og reyni þá að teikna það upp. Ég prjóna oft litl­ar pruf­ur, en þá sé ég vel hvað er að virka og þróa þannig munstr­in út frá þeim. Stund­um sé líka ein­hverja fal­lega sjón í um­hverf­inu eða nátt­úr­unni sem mig lang­ar að teikna upp eða þróa áfram á minn hátt. Þannig að hug­mynd­irn­ar koma allsstaðar að,“ seg­ir Hild­ur. 

Skemmti­leg­ast finnst Hildi að prjóna peys­ur og húf­ur og hef­ur hún prjónað ógrynni af peys­um í gegn­um tíðina. Hrifn­ust er hún af ein­föld­um og stíl­hrein­um peys­um og hann­ar sín­ar peysu yf­ir­leitt út frá því. 

Ein af nýjustu uppskriftum hennar, Demantur.
Ein af nýj­ustu upp­skrift­um henn­ar, Dem­ant­ur.

„Ég prjóna mikið úr mer­ino garni en mér finnst það garn ein­stak­lega mjúkt og þægi­legt. Þar sem að ég prjóna mikið á unga­börn og krakka að þá vil ég garn sem fer vel með, er með fal­lega áferð og mér finnst þægi­legt að prjóna úr. Ég nota einnig alpakka garn mikið en það er líka svaka­lega mjúkt og gott,“ seg­ir Hild­ur. Þægi­leg­ast finnst henni að nota járn­prjóna, því hún prjón­ar fast og hratt og renna lykkj­urn­ar best á járn­prjón­um. Henn­ar upp­á­halds­stærð af prjón­um er 3 og 4 en hún fer stund­um niður í 2,5 í ung­barnaflík­um. 

Hildur selur einnig sérhönnuð prjónamerki.
Hild­ur sel­ur einnig sér­hönnuð prjóna­merki.
mbl.is