Fjölskyldusæla Kolbrúnar Pálínu

Heilsudagar | 22. september 2021

Fjölskyldusæla Kolbrúnar Pálínu

Kolbrún Pálína Helgadóttir, markþjálfi, talskona muna.is, fjölmiðlakona og fagurkeri leggur mikið upp úr andlegu og líkamlegu heilbrigði. Hún hefur skrifað mikið um mikilvægi sjálfsástar og umhyggju að undanförnu og segir hvíld afar vanmetna hjá mörgum, því í hvíldinni skapist töfrarnir. Hún segir frá sinni haustrútínu í Heilsublaði Nettó: 

Fjölskyldusæla Kolbrúnar Pálínu

Heilsudagar | 22. september 2021

Kolbrún Pálína Helgadóttir.
Kolbrún Pálína Helgadóttir.

Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir, markþjálfi, talskona muna.is, fjöl­miðlakona og fag­ur­keri legg­ur mikið upp úr and­legu og lík­am­legu heil­brigði. Hún hef­ur skrifað mikið um mik­il­vægi sjálfs­ást­ar og um­hyggju að und­an­förnu og seg­ir hvíld afar van­metna hjá mörg­um, því í hvíld­inni skap­ist töfr­arn­ir. Hún seg­ir frá sinni haustrútínu í Heilsu­blaði Nettó: 

Kol­brún Pálína Helga­dótt­ir, markþjálfi, talskona muna.is, fjöl­miðlakona og fag­ur­keri legg­ur mikið upp úr and­legu og lík­am­legu heil­brigði. Hún hef­ur skrifað mikið um mik­il­vægi sjálfs­ást­ar og um­hyggju að und­an­förnu og seg­ir hvíld afar van­metna hjá mörg­um, því í hvíld­inni skap­ist töfr­arn­ir. Hún seg­ir frá sinni haustrútínu í Heilsu­blaði Nettó: 

„Við vík­ing­arn­ir erum harðir í horn að taka og meg­um svo sann­ar­lega eiga það að við erum dug­leg­ir. Svo dug­leg­ir að við gleym­um stund­um því sem skipt­ir ekki síður máli, hvíld­inni. Það hef­ur lengi tal­ist til af­reka að mæta slapp­ur til vinnu, vinna tvær vinn­ur eða mis­bjóða sér með ýms­um hætti þegar kem­ur að „dugnaði“. Þessi lenska er sem bet­ur fer á und­an­haldi og mik­il­vægi hvíld­ar, svefns og hleðslu komið bet­ur í ljós. Í hvíld­inni hleður þú bæði huga og lík­ama. Frum­ur lík­am­ans end­ur­nýja sig eft­ir erfiði, nýj­ar hug­mynd­ir fæðast og geðið fær ákveðið „búst“. Vörumerkið MUNA stend­ur nefni­lega ekki bara fyr­ir líf­ræna holl­ustu, held­ur and­legt og lík­am­legt heil­brigði og góðan lífs­stíl sem eyk­ur lífs­gæði fólks. Ein­mitt það heillaði mig við MUNA og er óhætt að segja að heild­ar­hug­mynd­in á bak við merkið henti mér og mín­um lífs­venj­um afar vel. Ég er meðvituð um heils­una og kýs nær­ing­ar­rík­an mat. En ég vil einnig að hann bragðist vel því það er stutt í nautna­segg­inn í mér. Ég tók því sam­starf­inu við MUNA fagn­andi,“ seg­ir Kol­brún Pálína. 

Hún seg­ir frá því að hún sé aldrei í sím­an­um á sunnu­dög­um. 

„Hér áður fyrr voru sunnu­dag­ar heil­ag­ir hvíld­ar­dag­ar og eru það enn í dag sums staðar úti í heimi. All­ar versl­an­ir loka, fólk fer í laut­ar­ferðir, fjöl­skyld­ur koma sam­an, eyða lung­an­um úr deg­in­um í að elda mat, spjalla sam­an, hlæja og gleyma áhyggj­um lífs­ins. Það er kannski eitt­hvað sem er auðvelt að láta sig dreyma um, en erfiðara að fram­kvæma. Þó er það samt nauðsyn­legt af og til.

Við höf­um tekið þátt í hraðri þróun tækn­inn­ar und­an­far­in ár, svo hraðri að við náum hrein­lega ekki utan um hana öll­um stund­um. Við eig­um það öll sam­eig­in­legt að gleyma okk­ur með sím­tækið í hend­inni heilu og hálfu tím­ana og finn­ast við vera að missa af öllu þarna úti og all­ir vera að gera eitt­hvað rosa­lega spenn­andi. Óhætt er að segja að þetta valdi hvaða heil­brigðri mann­eskju sem er streitu og óþarfa pressu og að bar­átt­an við það eitt að vera í nú­inu í dag sé orðin ansi snú­in.

Talað er um að hefðirn­ar og tísk­an fari í hringi. Kannski er því tíma­bært að við sem roskn­ari erum tök­um upp þann góða sið að nota sunnu­dag­ana til þess að hlaða batte­rí­in okk­ar og barn­anna okk­ar og eyða dýr­mæt­um tíma sam­an. Ein hug­mynd­in gæti verið síma­laus sunnu­dag­ur. Eða að all­ir fái hlut­verk við gerð kvöld­mat­ar­ins. Hægt er að spila borðspil sam­an, fara í göngu­ferð eða gera annað sniðugt sem fjöl­skyld­an kann að meta. Þegar áreiti sím­anna er fjar­lægt skap­ast töfr­andi sam­ræður og nánd­in á milli fjöl­skyldumeðlima eykst. Sam­bönd þró­ast og minn­inga­bank­inn vex og dafn­ar,“ seg­ir hún. 

Fjöl­skyld­u­sæla og sam­vera

„Á mínu heim­ili verður hæg­eldaður mat­ur oft og tíðum fyr­ir val­inu á sunnu­dög­um, ljúf­ir tón­ar eru sett­ir á fón­inn og dag­ur­inn nýtt­ur til heim­il­is­verka og úti­veru í bland. Það er ekki illa séð að baka eins og eina sunnu­dags­köku sem bíður fjöl­skyld­unn­ar þegar heim er komið úr göngu eða sund­ferð. Klass­íska hjóna­bands­sæl­an hef­ur verið ein mest bakaða kaka heim­il­is­ins til margra ára en hún hef­ur sömu­leiðis tekið hinum ýmsu breyt­ing­um, stund­um fengið extra sætu og nýj­ar sult­ur og stund­um hef­ur hún verið sett í holl­ari bún­ing. Að þessu sinni hef ég valið að gera hana í MUNA bún­ingi, með döðlumauki í stað klass­ísku rabarbara­sult­unn­ar. Kak­an er dá­sam­leg heit með rjóma, en bragðast ekki síður vel dag­inn eft­ir. Einnig er hún til­val­in til þess að eiga í bit­um í frysti svo hægt sé að lauma sér í bita og bita með kaff­inu. Njótið vel, hvíl­ist bet­ur og safnið fal­leg­um sam­veru­stund­um,“ seg­ir hún. 

Fjölskyldusæla Kolbrúnar Pálínu.
Fjöl­skyld­u­sæla Kol­brún­ar Pálínu.

Fjöl­skyld­u­sæla

Hjóna­bands­sæla með döðlumauki

200 g brætt smjör 2 boll­ar MUNA spelt 2 boll­ar MUNA haframjöl 1 bolli MUNA hrá­syk­ur 1 egg 1 tsk. möndlu­drop­ar 1 tsk. mat­ar­sódi 1 tsk. MUNA kanill eða eft­ir smekk 250 g MUNA döðlur 1 tsk. sítr­ónusafi Aðferð: Setjið döðlurn­ar í lít­inn pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðu koma upp og sjóðið í 5 mín. Setjið döðlurn­ar ásamt ör­litlu af vatn­inu og sítr­ónusaf­an­um í mat­vinnslu­vél og maukið vel. Blandið öll­um hrá­efn­un­um nema döðlumauk­inu sam­an með sleif. Smyrjið form, takið helm­ing­inn af deig­inu og þjappið í botn­inn á form­inu. Smyrjið döðlumauk­inu á botn­inn svo það þeki hann vel. Myljið að lok­um rest­ina af deig­inu yfir og þéttið kant­ana.

Bakið í ofni við 180 gráður í 30-40 mín.

mbl.is