Súperhollt pasta sem fer með þig til Ítalíu

Matreitt með Mörtu Maríu | 22. september 2021

Súperhollt pasta sem fer með þig til Ítalíu

Síðast þegar ég fór til Ítalíu pantaði ég eggaldin-pasta á veitingastað sem var svo ljúffengt að daginn eftir fór ég beinustu leið á sama stað til þess að geta efnagreint réttinn. Í tilefni af Heilsudögum Nettó eldaði ég þennan rétt og í stað þess að nota venjulegt pasta notaði ég glútenlaust pasta sem búið er til úr kínóa sem er mjög próteinríkt korn. 

Súperhollt pasta sem fer með þig til Ítalíu

Matreitt með Mörtu Maríu | 22. september 2021

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Síðast þegar ég fór til Ítal­íu pantaði ég eggald­in-pasta á veit­ingastað sem var svo ljúf­fengt að dag­inn eft­ir fór ég bein­ustu leið á sama stað til þess að geta efna­greint rétt­inn. Í til­efni af Heilsu­dög­um Nettó eldaði ég þenn­an rétt og í stað þess að nota venju­legt pasta notaði ég glút­en­laust pasta sem búið er til úr kínóa sem er mjög prótein­ríkt korn. 

    Síðast þegar ég fór til Ítal­íu pantaði ég eggald­in-pasta á veit­ingastað sem var svo ljúf­fengt að dag­inn eft­ir fór ég bein­ustu leið á sama stað til þess að geta efna­greint rétt­inn. Í til­efni af Heilsu­dög­um Nettó eldaði ég þenn­an rétt og í stað þess að nota venju­legt pasta notaði ég glút­en­laust pasta sem búið er til úr kínóa sem er mjög prótein­ríkt korn. 

    Hrá­efni:  

    Líf­ræn ólífu­olía  til steik­ing­ar

    2 líf­ræn eggald­in skor­in í litla ten­inga 

    2 fern­ur af líf­ræn­um tómöt­um í fernu frá Ängla­mark

    1 krukka af Pesto crea­mey frá Ängla­mark

    2 lauk­ar, skorn­ir smátt

    4 hvít­lauksrif skor­in smátt 

    2 msk. epla­e­dik frá Ängla­mark

    2 msk. líf­rænt hlyns­íróp

    Sjáv­ar­salt og pip­ar eft­ir smekk

    Aðferð: 

    Byrjið á því að skera niður eggald­in og lauk og láta það steikj­ast sam­an. Þá eru pestó­inu bætt út í ásamt tómöt­un­um í fern­unni. Allt látið sjóða sam­an og svo er hlyns­írópi og epla­e­diki bætt út í. Þá er hvít­lauk­ur­inn sett­ur út í og í lok­in er rétt­ur­inn saltaður og pipraður. Það tek­ur um það bil 30 mín­út­ur að út­búa rétt­inn. 

    Rétt­ur­inn var bor­inn fram með glút­ein­lausu kínóa-pasta frá Cle­ar­spring. 

    Heilsu­blað Nettó kom út í dag. HÉR get­ur þú lesið blaðið! 

    mbl.is