Svona þrífur Þórunn Ívars heima hjá sér

Heilsudagar | 23. september 2021

Svona þrífur Þórunn Ívars heima hjá sér

„Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að hlúa að umhverfinu. Margt sem betur má fara blasir hreinlega við okkur en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað er óumhverfisvænt,“ segir Þórunn Ívarsdóttir, Sonett-notandi, í viðtali í Heilsublaði Nettó: 

Svona þrífur Þórunn Ívars heima hjá sér

Heilsudagar | 23. september 2021

Þórunn Ívarsdóttir.
Þórunn Ívarsdóttir.

„Það er að mörgu að huga þegar kem­ur að því að hlúa að um­hverf­inu. Margt sem bet­ur má fara blas­ir hrein­lega við okk­ur en stund­um ger­um við okk­ur ekki grein fyr­ir því hvað er óum­hverf­i­s­vænt,“ seg­ir Þór­unn Ívars­dótt­ir, So­nett-not­andi, í viðtali í Heilsu­blaði Nettó: 

„Það er að mörgu að huga þegar kem­ur að því að hlúa að um­hverf­inu. Margt sem bet­ur má fara blas­ir hrein­lega við okk­ur en stund­um ger­um við okk­ur ekki grein fyr­ir því hvað er óum­hverf­i­s­vænt,“ seg­ir Þór­unn Ívars­dótt­ir, So­nett-not­andi, í viðtali í Heilsu­blaði Nettó: 

„Að búa hér hvet­ur mann enn frek­ar til að gera bet­ur því sjálf­bær­ar of­an­vatns­lausn­ir tryggja hringrás vatns­ins í hverf­inu svo líf­ríkið í kring rask­ist ekki. Ég ákvað því að skoða okk­ar mál inn­an­dyra og skipti út hreinsi­efn­um heim­il­is­ins. Það er mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að velja hrein­lætis­vör­ur sem inni­halda hvorki efni sem eru skaðleg lík­am­an­um við inn­önd­un, né efni sem skaða um­hverfið okk­ar. En það er einnig mik­il­vægt að velja efni sem virka jafn vel og þau sem ég var að nota áður,“ seg­ir Þór­unn.

So­nett eru nátt­úru­leg­ar ECOvottaðar hreinsi­vör­ur sem unn­ar eru úr líf­ræn­um og demeter-vottuðum jurta­hrá­efn­um. Þær upp­fylltu bæði vænt­ing­ar og þarf­ir Þór­unn­ar en þær brotna 100% niður í nátt­úr­unni og eru með líf­ræn inni­halds­efni. Þær vernda viðkvæm­ar vatns­auðlind­ir og eru lang­flest­ar veg­an.

Færð all­ar vör­ur sem þú þarft í lín­unni

„Við fram­leiðslu á So­nett eru ekki notuð rot­varn­ar­efni, ilm­efni eða litar­efni sem eru kemísk. Vör­urn­ar eru einnig laus­ar við ensím og yf­ir­borðsvirk efni og bleiki­efn­in eru án klórs. Vöru­lín­an er stór og þú færð all­ar þær hrein­lætis­vör­ur sem þú þarft fyr­ir heim­ilið og meira til. Ég nota marg­ar þeirra dag­lega en Multi-Surface and Glass Cleaner spreyið er ör­ugg­lega hvað mest notað á mínu heim­ili bæði á stein­inn í eld­hús­inu og glerflet­ina þar sem litl­ir putt­ar skilja eft­ir fingra­för.“

Þegar Þór­unn tek­ur viku­leg þrif á heim­il­inu not­ar hún baðhreins­inn, sal­ern­is­hreins­inn með myntuilm­in­um og svo not­ar hún nokkra dropa af gólfsápu í ryk­suguró­bót­inn sinn þegar hann mopp­ar.

Hrifn­ust af fljót­andi þvotta­efni

„Ég hef alltaf verið hrifn­ust af fljót­andi þvotta­efni sem maður set­ur beint inn í vél­ina. Húðin mín sýn­ir strax viðbrögð ef ég nota eitt­hvað sem er of sterkt og ég er ekki hrif­in af yf­ir­gnæf­andi gervi­legri þvotta­efn­islykt. Ég kýs að nota fljót­andi þvotta­efni sem fer beint inn í vél því þannig losn­ar maður við að það mygli út frá þvotta­efn­is­hólf­inu en þar á maður bara að setja þvotta­efni í duft­formi. Ég hef farið al­veg eft­ir leiðbein­ing­un­um aft­an á brús­un­um en þar eru mjög góðar upp­lýs­ing­ar um magn eft­ir því hversu óhreinn þvott­ur­inn er, því það er ekki um­hverf­i­s­vænt að nota of mikið þvotta­efni fyr­ir fáar flík­ur. Upp­á­haldið mitt er klass­íska fljót­andi þvotta­efnið frá So­nett með lavend­er- ilm­kjarna­ol­íu. Þvott­ur­inn verður bæði tand­ur­hreinn og ilm­ar dá­sam­lega. Ég nota einnig fljót­andi þvottefnið með myntu og sítr­ónu sem er sér­stak­lega gert fyr­ir litaðan þvott og fyr­ir íþrótta- og út­vistarfatnað og á að draga úr allri lykt.“ Þór­unn er mik­il prjóna­kona og seg­ir skipta máli að velja vandaða ull­arsápu til að þvo heima­prjónuðu ullarflík­urn­ar. „Ólífu ull­ar- og silk­isáp­an frá So­nett hent­ar ein­stak­lega vel fyr­ir þvott sem er þveg­inn á 20-40 gráðum og er úr nátt­úru­leg­um trefj­um eins og ull og silki. Sáp­an viðheld­ur mýkt ull­ar­inn­ar og hreins­ar óhrein­indi úr föt­un­um sem koma oft grút­skít­ug heim úr leik­skól­an­um. Ég er virki­lega ánægð með úr­valið frá So­nett og elska að geta fundið allt sem mig vant­ar í um­hverf­i­s­vænni vöru­línu. Mér líður vel þegar ég er að þrífa því ég veit að efn­in sem ég nota brotna 100% niður í nátt­úr­unni.“

mbl.is