Hugarfarið stjórnar upplifun okkar í öllum aðstæðum

Heilsurækt | 28. september 2021

Hugarfarið stjórnar upplifun okkar í öllum aðstæðum

Sigrún María Hákonardóttir er stofnandi og eigandi Kvennastyrks, líkamsræktar fyrir konur í Hafnarfirði. Hún er þriggja barna móðir og brennur fyrir andlegri og líkamlegri heilsu. Sigrún kýs MUNA vörur vegna gæða og verðs. Þær eru ómissandi í baksturinn og kósýkvöldin á hennar heimili. Hún skrifar um hugarfarsvöðvann í Heilsublaði Nettó: 

Hugarfarið stjórnar upplifun okkar í öllum aðstæðum

Heilsurækt | 28. september 2021

Sigrún María Há­kon­ar­dótt­ir er stofn­andi og eig­andi Kvenna­styrks, lík­ams­rækt­ar fyr­ir kon­ur í Hafnar­f­irði. Hún er þriggja barna móðir og brenn­ur fyr­ir and­legri og lík­am­legri heilsu. Sigrún kýs MUNA vör­ur vegna gæða og verðs. Þær eru ómiss­andi í bakst­ur­inn og kó­sý­kvöld­in á henn­ar heim­ili. Hún skrif­ar um hug­ar­far­svöðvann í Heilsu­blaði Nettó: 

Sigrún María Há­kon­ar­dótt­ir er stofn­andi og eig­andi Kvenna­styrks, lík­ams­rækt­ar fyr­ir kon­ur í Hafnar­f­irði. Hún er þriggja barna móðir og brenn­ur fyr­ir and­legri og lík­am­legri heilsu. Sigrún kýs MUNA vör­ur vegna gæða og verðs. Þær eru ómiss­andi í bakst­ur­inn og kó­sý­kvöld­in á henn­ar heim­ili. Hún skrif­ar um hug­ar­far­svöðvann í Heilsu­blaði Nettó: 

Ef það er ein­hver vöðvi sem ætti að huga að á hverj­um degi, þá er það „hug­ar­far­svöðvinn“. Hug­ur­inn stjórn­ar upp­lif­un þinni frá morgni til kvölds. Hef­ur þú velt fyr­ir þér í hvaða ástandi hug­ur þinn er? Ef þú gæt­ir gefið hon­um ein­kunn byggða á hversu mikið hugs­an­ir þínar vinna með þér, hver væri hún?

Við erum ekk­ert nema venj­ur en þær hefjast í hugs­un­um okk­ar. Ef þú t.d. hugs­ar end­ur­tekið að þú sért dríf­andi, að þú ger­ir hlut­ina án þess að velta þér upp úr þeim, þá munt þú verða þannig á end­an­um. Og ef þú hugs­ar sí­fellt að þú of­hugs­ir og get­ir aldrei tekið ákv­arðanir, þá helst þú á þeim stað að of­hugsa allt og pæla óþarf­lega mikið í hlut­un­um. Hugs­an­ir okk­ar stýra okk­ur í öllu. Venj­ur stýra okk­ur í öllu. Það er auðveld­ara að til­einka sér góðar venj­ur með upp­byggi­legu hug­ar­fari.

Lang­ar þig að til­einka þér orku­meira mataræði, læra bet­ur inn á lík­ama þinn og/​eða sofa bet­ur? Lang­ar þig að hafa ánægju af því sem þú ert að gera í líf­inu, hreyfa þig á hverj­um degi og/​eða hitta fjöl­skyldu og vini oft­ar? Byrjaðu þá á hug­ar­far­inu og hugsaðu um það sem vöðva. Þú þarft að þjálfa vöðvann og þú þarft síðan sí­fellt að halda hon­um við.

Í líf­inu skipt­ast á skin og skúr­ir. Stund­um er óviðráðan­leg­um aðstæðum kastað að okk­ur og ef við erum með sterk­an „hug­ar­vöðva“ kom­umst við bet­ur og fyrr í gegn­um áföll og aðstæður sem hafa áhrif á okk­ur. Með sterk­um hug­ar­vöðva ertu oft­ar með þér í liði, þú tek­ur þér eins og þú ert og vinn­ur að því að verða betri. Þú tek­ur erfiðu dög­un­um sem sjálf­sögðum, því þeir eru hluti af líf­inu, og nýt­ur þess þegar allt geng­ur vel. Þú held­ur alltaf áfram sama á hverju geng­ur og leyf­ir þér að vera ná­kvæm­lega eins og þú þarft að vera.

Hvernig get­ur þú þjálfað hug­ann? Það sem ég geri er að hlusta á upp­byggi­legt efni, skrifa í dag­bók og hug­leiða. Upp­byggi­legt efni er t.d. að finna á hlaðvarp­inu mínu Pepp Fund­ir. Einnig er fullt af efni á YouTu­be frá er­lend­um aðilum. Ég hlusta oft­ast á eitt­hvað þegar ég er að keyra eða ganga frá. Það þarf ekki nema nokkr­ar mín­út­ur á dag, en gott er að til­einka sér þetta dag­lega til þess að viðhalda sterk­um „hug­ar­vöðva“. Ég skrifa í dag­bók á hverj­um degi, t.d. í Rit­leiðslu, sem er dag­bók sem ég hef gefið út, en með því næ ég að ein­blína á það sem vel geng­ur, setja mér fyr­ir viðráðan­leg dags­verk­efni og minna mig á allskon­ar hluti sem halda mér gang­andi. Ég hef einnig gefið út hug­leiðslupakka þar sem þú tækl­ar hugs­an­ir þínar í 7 mín­út­ur á dag. Þessi aðferð hef­ur gert gríðarlega mikið fyr­ir mig, styrkt þetta inn­sæi innra með mér. Ég hef kom­ist að allskon­ar hlut­um með reglu­legri hug­leiðslu og með því að tækla hugs­an­irn­ar á þenn­an hátt. Svo les ég á kvöld­in fyr­ir svefn en mér finnst hug­ur­inn þrosk­ast við það og kom­ast á næsta stig.

Ég hef unnið mark­visst í mínu hug­ar­fari síðan haustið 2017 og er hvergi nærri hætt þar sem ávinn­ing­ur­inn hef­ur verið gríðarleg­ur. Ég stekk á öll tæki­færi, er með allskon­ar mark­mið í vinnslu og fæ svo mikla ánægju út úr líf­inu. Ég tek á móti öllu sem er kastað að mér og vinn úr því. Ég nýt til fulls góðu dag­anna þegar ég lendi á bleiku skýi og syndi í gegn­um þessa gráu daga og leyfi mér að dvelja á þeim stað eins lengi og ég þarf. Ég hvet þig til þess að vinna í hug­ar­far­inu, taka lítið skref í dag sem er öðru­vísi en í gær, t.d. að gera eitt­hvað ein­falt eins og að hlusta á eitt­hvað upp­byggi­legt. Þú get­ur þetta rétt eins og ég.

Hér er upp­skrift að hrökk­brauði sem ég vil deila með þér og er þægi­legt að grípa í. Á sama tíma vil ég ögra aðeins hug­an­um með því að spyrja þig hvaða af­stöðu þú hef­ur til bakst­urs? Hugs­arðu: „O, ég þoli ekki að baka, það tek­ur svo lang­an tíma, ég kann ekk­ert á þetta, ég klúðra alltaf öllu.“ Eða eitt­hvað í þess­um dúr: „Ég ætla að baka“ og punkt­ur eða jafn­vel eitt­hvað ánægju­legt í kring­um það? Hugs­an­ir þínar munu stjórna upp­lif­un þinni á öll­um aðstæðum.

Inni­hald

• 1 dl MUNA sól­blóma­fræ • 1 dl MUNA ses­am­fræ • 1 dl MUNA hör­fræ • 1 dl MUNA graskers­fræ • 1 dl MUNA gróft haframjöl • 1 ½ dl MUNA spelt­hveiti (heil­hveiti, rúg­hveiti eða hveiti get­ur líka gengið) • 1 msk. malað kúmen • 1-2 tsk. salt (ég set 1 tsk. í deigið og strái síðan salti yfir deigið þegar ég er búin að fletja það út) • 1 dl olía (ég nota oft til helm­inga: ½ dl af annaðhvort avóka­dóol­íu eða venju­legri gulri og ½ dl af „extra virg­in“ grænni) • 2 dl vatn

Aðferð

1. Hitaðu ofn­inn í 200°C und­ir/​yfir. 2. Byrjaðu á því að blanda öll­um þur­refn­um vel sam­an í skál. Blandaðu næst olíu og vatni sam­an við. 3. Settu bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plöt­una. 4. Ef þú vilt að hrökk­brauðið sé stökkt skaltu skipta því í tvennt og baka í sitt­hvoru lagi, ann­ars baka í heilu lagi. 5. Settu deigið á bök­un­ar­plöt­una. Settu ann­an bök­un­ar­papp­ír ofan á og flettu deigið út þar til það verður jafnt og í þeirri þykkt sem þú vilt. Best er að nota hend­urn­ar til þess að fletja út. 6. Lyftu bök­un­ar­papp­írn­um ró­lega af og skerðu deigið í hæfi­lega stóra bita og stráðu smá salti yfir. Hægt er að nota pítsu­hníf eða venju­leg­an hníf. 7. Bakaðu síðan í miðjum ofni í 12-20 mín­út­ur (mis­mun­andi eft­ir ofn­um, í mín­um ofni passa 14 mín. þegar ég skipti deig­inu í tvennt en um 20 mín. þegar ég baka í heilu lagi). Ef þú vilt að hrökk­brauðið verði aðeins mjúkt, þá bak­ar þú það í styttri tíma – ef þú vilt að það verði stökkt, bak­ar þú það leng­ur eða þar til það er fal­lega gull­in­brúnt á lit­inn. Stærðin á hrökk­brauðinu skipt­ir líka máli þannig að gott er að fylgj­ast vel með fyrsta skammt­in­um.

mbl.is