Fegrunarleyndarmál grænmetisdeildarinnar

Snyrtivörur | 29. september 2021

Fegrunarleyndarmál grænmetisdeildarinnar

„Uppáhaldsstaðurinn okkar í Nettó er tvímælalaust grænmetisdeildin (þó heilsudeildin sé líka okkar griðastaður), sérstaklega á haustin þegar ný uppskera er allsráðandi. Við trúum á að borða alla liti regnbogans fyrir heilsu og húð og borða mat sem inniheldur það sem jógarnir kalla „prana“ eða lífsorku sem grænmeti og ávextir eru fullir af,“ segja Eva Dögg Rúnarsdóttir og Berglind Gísladóttir hjá RVK Ritual í Heilsublaði Nettó: 

Fegrunarleyndarmál grænmetisdeildarinnar

Snyrtivörur | 29. september 2021

Dagný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir reka vellíðunarfyrirtækið RVK …
Dagný Berglind Gísladóttir og Eva Dögg Rúnarsdóttir reka vellíðunarfyrirtækið RVK RITUAL. Þær hafa ástríðu fyrir því að láta öðrum líða betur með því að minnka stress og bæta lífsgæði með hugleiðslu, öndun, sjálfsvinnu og sjálfsdekri. Einnig hafa þær sérstakan áhuga á náttúrulegum leiðum til að viðhalda fegurð og heilbrigði að innan sem utan.

„Upp­á­haldsstaður­inn okk­ar í Nettó er tví­mæla­laust græn­met­is­deild­in (þó heilsu­deild­in sé líka okk­ar griðastaður), sér­stak­lega á haust­in þegar ný upp­skera er alls­ráðandi. Við trú­um á að borða alla liti regn­bog­ans fyr­ir heilsu og húð og borða mat sem inni­held­ur það sem jóg­arn­ir kalla „pr­ana“ eða lífs­orku sem græn­meti og ávext­ir eru full­ir af,“ segja Eva Dögg Rún­ars­dótt­ir og Berg­lind Gísla­dótt­ir hjá RVK Ritual í Heilsu­blaði Nettó: 

„Upp­á­haldsstaður­inn okk­ar í Nettó er tví­mæla­laust græn­met­is­deild­in (þó heilsu­deild­in sé líka okk­ar griðastaður), sér­stak­lega á haust­in þegar ný upp­skera er alls­ráðandi. Við trú­um á að borða alla liti regn­bog­ans fyr­ir heilsu og húð og borða mat sem inni­held­ur það sem jóg­arn­ir kalla „pr­ana“ eða lífs­orku sem græn­meti og ávext­ir eru full­ir af,“ segja Eva Dögg Rún­ars­dótt­ir og Berg­lind Gísla­dótt­ir hjá RVK Ritual í Heilsu­blaði Nettó: 

Ein besta leiðin til að halda húðinni fal­legri og ónæmis­kerf­inu sterku er að borða grænt græn­meti, sér­stak­lega sal­at og kál. Það er troðfullt af steinefn­um og C-víta­míni sem hjálp­ar lík­am­an­um við að fram­leiða kolla­gen fyr­ir húð og hár. Einnig er flest app­el­sínu­gult græn­meti sem og ávext­ir með nóg af andoxun­ar­efn­um sem hjálpa lík­am­an­um að losa sig við óþarfa og halda húðinni í jafn­vægi. En töfr­ar plöntu­fæðis ná lengra en bara í sal­at og snarl, það er einnig til­valið að nýta græn­meti og ávexti í heima­gerðan dek­ur­dag.

Snyrti­vöru­deild­in í ís­skápn­um

Það er óþarfi að láta húðrútín­una kosta of mikið eða flækja hana um of, þú get­ur ein­fald­lega opnað ís­skáp­inn eða eld­hús­skáp­inn, fundið til nokk­ur hrá­efni og búið til nær­andi dek­ur.

Klass­ískt er að nota kaffi­korg­inn í skrúbba fyr­ir lík­amann og við mæl­um með því. Koff­ínið hef­ur öfl­uga andoxun­ar­eig­in­leika og er al­veg sér­stak­lega gott fyr­ir blóðflæði húðar­inn­ar, virk­ar gegn app­el­sínu­húð, veit­ir ljóma og er talið vera gott gegn sól­ar­skemmd­um í húð. Eig­in­lega mæl­um við meira með því að þú not­ir kaffið þitt á lík­amann en í lík­amann, því of mik­il kaffineysla get­ur þurrkað upp vökv­abirgðir lík­am­ans. Og svo ef þú drekk­ur ekki kaffi er til­valið að nota af­gangste á húðina, því grænt te og kamillu­te eru al­veg frá­bær­ir tóner­ar fyr­ir and­litið.

Ávaxta­sýrumeðferðir eru þekkt­ar og vin­sæl­ar í snyrti­vöru­brans­an­um, svo að hvað um að setja ávexti og græn­meti beint á and­litið? Í hvert skipti sem þú skerð niður tóm­at að taka end­ann og maka hon­um fram­an í þig áður en þú hend­ir hon­um í ruslið! Sítrusávext­ir eru einnig góðir fyr­ir feita húð, gera hana skín­andi hreina og þétta hana, en ef maður set­ur sítrussafa í and­litið er gott að skola hann vel af inn­an 10 mín­útna því að sítrus get­ur gert húðina viðkvæma fyr­ir sól. Svo er til­valið að setja vatn í sprey­flösku og bæta við smá af­gangs sítr­ónusafa, gúrkusneiðum og jarðarberj­um og geyma inni í ís­skáp og nota sem frísk­andi and­lits­vatn.

Heima­gerð dek­ur­stund

Til eru ótal fleiri ein­fald­ar leiðir til að nýta hrá­efni heim­il­is­ins í skemmti­legt og nátt­úru­legt dek­ur, til dæm­is þess­ar hér:

• Gúrka á aug­un veit­ir raka og er góð gegn þrútn­um aug­um. Einnig er gott að setja gúrkusneiðar á allt and­litið til að minnka svita­hol­ur.

• Tóm­at­ar hafa svipuð áhrif á aug­un en lýsa einnig húðina vegna mik­ils C-víta­mín­magns. Svo ef þú ert með bauga veldu þá frek­ar tóm­ata en gúrku. Tóm­at­ar eru góðir fyr­ir allt and­litið. Þeir virka sem hið besta A- og C-víta­mínser­um en þeir inni­halda einnig mikið af kalí­um sem hjálp­ar til við að end­ur­nýja húðfrum­ur.

• Ban­an­ar eru frá­bær­ir fyr­ir all­ar húðgerðir og virka sem hinn besti „ex­foli­ant“ og veita einnig raka í leiðinni. Stappaðu ban­ana og settu beint á and­litið, nuddaðu ör­lítið og skolaðu af eft­ir 10 mín­út­ur.

• Epla­e­dik í hárið til að viðhalda réttu PH-gildi hárs­ins, mundu að skola það úr eft­ir svona 30 mín­út­ur. Einnig er gott að nota 50/​50 edik og vatn í staðinn fyr­ir hár­nær­ingu (ed­iklykt­in fer um leið og hárið þorn­ar).

• Brún hrís­grjón (möluð í duft í bland­ar­an­um) hafa lengi verið notuð í Ayur­veda, ind­versku líf­vís­ind­un­um, sem skrúbb­ur á and­litið og hann virk­ar dá­sam­lega vel.

• Hrá­syk­ur og hvít­ur syk­ur og/​eða salt (Himalaya-salt er í miklu upp­á­haldi hjá okk­ur) virka vel sem skrúbb­ur fyr­ir lík­amann. Syk­ur­inn er mild­ari fyr­ir húðina en saltið og hent­ar því bet­ur viðkvæm­ari húð. Við mæl­um með að prófa saltskrúbb á fæt­ur og hend­ur og syk­ur­skrúbb á rest­ina af lík­am­an­um.

• Kjúk­linga­bauna­hveiti er besti and­lits­skrúbbur­inn, mild­ur og nær­andi fyr­ir all­ar húðgerðir. Blandaðu smá vatni við hveitið, nuddaðu and­litið vel og sjáðu hvaða áhrif það hef­ur á húðina. Við mæl­um með þess­um þris­var sinn­um í viku.

• Haframjöl: Malað í duft í bland­ar­an­um, sett í sokk, léreft eða fjöl­nota te­poka og út í baðið. Það mýk­ir og nær­ir húðina og baðvatnið verður fal­lega hvítt.

• Hun­ang á var­ir og sem maski á húðina, sér­stak­lega gott fyr­ir ból­ur og mjög viðkvæma húð. Ef þú kemst í hrátt, líf­rænt hun­ang þá er það best.

• Ólífu­olía á lík­ama, and­lit, negl­ur og hár. Þessi olía hef­ur verið notuð í fegr­un­ar­skyni öld­um sam­an. Hún er stút­full af andoxun­ar­efn­um og raka og dreg­ur úr öldrun­ar­ein­kenn­um.

Þess­ar tvær upp­skrift­ir eru í upp­á­haldi hjá okk­ur þegar kem­ur að því að blanda eitt­hvað ein­falt en áhrifa­ríkt fyr­ir húð og hár í eld­hús­inu.

MOJITO-vara­skrúbb­ur 3-5 msk. syk­ur 3 msk. kó­kosol­ía (virg­in, un­refined) safi úr hálfri límónu 3 myntu­lauf

Blandaðu sam­an kó­kosol­íu og sykri í lít­illi skál. Kreistu límónusaf­ann út í og rífðu svo myntu­lauf­in ofan í blönd­una (þú ræður stærðinni á lauf­un­um). Bættu við sykri þangað til bland­an er meira eins og skrúbb­ur en vökvi (hann ætti að fest­ast aðeins við skeiðina). Þá er bland­an til­bú­in og til­valið að skrúbba dauðar húðfrum­ur af vör­un­um. Hægt að geyma í loftþéttri krukku í ís­skápn­um í 2 vik­ur.

MÝKJ­ANDI rakamaski ½ avóka­dó ½ vel þroskaður ban­ani 1 msk. ólífu­olía

Blandaðu vel sam­an og berðu blönd­una beint fram­an í þig eða í hárið. Leyfðu maskan­um að virka í 20 mín­út­ur, slakaðu á og þrífðu hann svo af.

mbl.is