Gamla góða skúffukakan í uppáhaldi

Heilsudagar | 1. október 2021

Gamla góða skúffukakan í uppáhaldi

María Gomez matarbloggari og talsmaður muna.is heldur úti einu vinsælasta matarbloggi landsins, paz.is. Hún rekur einnig stórt heimili en María á fjögur börn. Hún segir fjölskylduna oft njóta góðs af vinnu hennar í eldhúsinu, sérstaklega þegar hún bakar eitthvað nýtt fyrir bloggið. Í Heilsublaði Nettó talar hún um helstu hefðirnar þegar kemur að bakstri:  

Gamla góða skúffukakan í uppáhaldi

Heilsudagar | 1. október 2021

María Gomez mat­ar­blogg­ari og talsmaður muna.is held­ur úti einu vin­sæl­asta mat­ar­bloggi lands­ins, paz.is. Hún rek­ur einnig stórt heim­ili en María á fjög­ur börn. Hún seg­ir fjöl­skyld­una oft njóta góðs af vinnu henn­ar í eld­hús­inu, sér­stak­lega þegar hún bak­ar eitt­hvað nýtt fyr­ir bloggið. Í Heilsu­blaði Nettó tal­ar hún um helstu hefðirn­ar þegar kem­ur að bakstri:  

María Gomez mat­ar­blogg­ari og talsmaður muna.is held­ur úti einu vin­sæl­asta mat­ar­bloggi lands­ins, paz.is. Hún rek­ur einnig stórt heim­ili en María á fjög­ur börn. Hún seg­ir fjöl­skyld­una oft njóta góðs af vinnu henn­ar í eld­hús­inu, sér­stak­lega þegar hún bak­ar eitt­hvað nýtt fyr­ir bloggið. Í Heilsu­blaði Nettó tal­ar hún um helstu hefðirn­ar þegar kem­ur að bakstri:  

Bak­ar þú reglu­lega fyr­ir fjöl­skyld­una?

„Já, mjög reglu­lega. Stund­um sér­stak­lega fyr­ir fjöl­skyld­una en svo er ég líka mjög oft að þróa upp­skrift­ir og baka vinn­unn­ar vegna og þá nýt­ur fjöl­skyld­an góðs af.“

Hvað verður þá helst fyr­ir val­inu?

„Allt mögu­legt, ein­hverra hluta vegna hafa ein­hvers kon­ar kanil­snúðar og ban­ana­brauð verið mest á boðstól­um upp á síðkastið, en ég baka allt mögu­legt annað líka eins og brauð, pítsur, alls kyns sæta­brauð og líka oft holl­ustu eins og ban­anapönns­ur og fleira í þeim dúr.“

Hvaða kök­ur eru í upp­á­haldi hjá yngstu fjöl­skyldumeðlimun­um?

„Það er tvennt sem er í mestu upp­á­haldi á þessu heim­ili bæði hjá þeim eldri og þeim yngri, en það er gamla góða skúffukakan, hún er bara best. Þar á eft­ir koma án efa am­er­ísku Cinna­bon-snúðarn­ir með rjóma­ostakremi sem við höf­um líka bakað í fjölda ára.“

Skipt­ir það þig máli að kenna börn­un­um þínum hand­tök­in í eld­hús­inu?

„Já, mér finnst það mik­il­vægt. Ég leyfi þeim t.d. stund­um að skera með ögn beitt­ari hníf en borðhníf. Ég kenni þeim að sjálf­sögðu fyrst réttu hand­tök­in og fer yfir regl­urn­ar, svo eru þau und­ir ströngu eft­ir­liti. Að læra á desi­lítra­mál, bolla­mál, mat­skeið og te­skeið og að brjóta egg er eitt­hvað sem mér finnst að öll börn eigi að kunna en þau eru mjög fljót að læra og finnst yf­ir­leitt mjög skemmti­legt að fá þessi hlut­verk.“

Hvaða verk­efni henta börn­um sem eru að stíga sín fyrstu skref í eld­hús­inu og vilja taka þátt?

„Að fá að mæla og setja inni­halds­efn­in í kök­ur er til dæm­is góð byrj­un. Aðeins stálpaðri börn geta fengið að skera græn­meti. Það fær þau yf­ir­leitt til þess að verða enn áhuga­sam­ari um að borða græn­metið, svo lauma þau oft bita og bita upp í sig á meðan.“

Hvaða kök­ur voru mest bakaðar á þínu heim­ili þegar þú varst að al­ast upp?

„Klár­lega skúffukakan sem við bök­um enn í dag og svo Dísu­draum­ur eða Draum­terta, en það er sama tert­an sem geng­ur und­ir þess­um tveim nöfn­um. Ég er með þær báðar á blogg­inu hjá mér og þær eru með vin­sæl­ustu upp­skrift­un­um þar enda er það gamla góða alltaf vin­sælt og klass­ískt.“

Áttu þér upp­á­halds hrá­efni þegar kem­ur að bakstri?

„Já, það er án efa pressu­ger, en ég tek það alltaf fram yfir þurr­ger ef það er hægt enda ger­ir það all­an ger­bakst­ur mikið mýkri og betri og lík­ari því sem fæst í bakarí­um.“

Hvað ætlið þið börn­in að baka fyr­ir okk­ur að þessu sinni?

„Við ætl­um að gefa ykk­ur upp­skrift að dá­sam­lega góðum súkkulaðibita ban­ana-muff­ins í holl­ari kant­in­um.“

Hrá­efni

• 250 g fínt MUNA spelt • 2 dl gróf­ir hafr­ar frá MUNA • 2 tsk. vín­steins­lyfti­duft • 1 tsk. mat­ar­sódi • 30 g MUNA val­hnet­ur (má sleppa) • ½ dl MUNA ólífu­olía • 200 g MUNA hrá­syk­ur • 1 egg • 3 vel þroskaðir ban­an­ar • 1 ½ dl grísk jóg­úrt • 100 g dökk­ir súkkulaðidrop­ar eða smátt skorið 70% súkkulaði

Aðferð

1. Stillið ofn­inn á 180°C hita með blæstri (190°C ef þið eruð ekki með blást­ur­sofn). 2. Byrjið á að sækja stóra skál og setja í hana hveiti, lyfti­duft, mat­ar­sóda, haframjöl, salt og val­hnet­ur. 3. Sækið svo aðra minni skál og setjið eggið og syk­ur­inn í hana. Notið písk til að hræra hratt sam­an egg og syk­ur, þar til það er orðið létt og ljóst. 4. Setjið ol­í­una og grísku jóg­úrt­ina út í egg­in og pískið áfram þar til bland­an er enn ljós­ari og svo­lítið þykk. 5. Setjið næst ban­an­ana í bland­ara og maukið vel eða stappið vel með gaffli (mér finnst miklu betra að setja í bland­ara). 6. Bætið þeim svo út í skál­ina með blautefn­un­um og hrærið vel sam­an. 7. Setjið næst súkkulaðidrop­ana sam­an við hveitið og hrærið vel sam­an áður en blautefn­un­um er bætt við. 8. Hellið úr skál­inni með eggj­un­um og blautefn­un­um yfir í þur­refna­skál­ina og hrærið sam­an með sleif en eins lítið og þið kom­ist upp með svo kök­urn­ar verði ekki seig­ar. 9. Skiptið næst deig­inu milli 12 muff­ins-forma en ég mæli með að eiga ál­form til að hafa und­ir pappa­formin og spreyja pappa­formin að inn­an með bök­un­ar­spreyi eins og Pam. 10. Bakið í 20-25 mín. en gott er að stinga prjóni í miðja köku eft­ir 20 mín. og ef hún er ekki al­veg bökuð þá leyfa kök­un­um að bak­ast í 5 mín. í viðbót. 11. Það má líka setja deigið í brauðform og gera brauð í stað muff­ins en þá spreyja ég formið með bök­un­ar­spreyi fyrst og baka í 45-50 mín.

mbl.is