„Þú káfaðir á henni, ég sá það“

Jón Baldvin Hannibalsson | 11. október 2021

„Þú káfaðir á henni, ég sá það“

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að matarboði sem hann og eiginkona hans Bryndís Schram héldu á Spáni 16. júní 2018 hafi lokið á innan við mínútu.

„Þú káfaðir á henni, ég sá það“

Jón Baldvin Hannibalsson | 11. október 2021

Jón Baldvin Hannibalsson í héraðsdómi í morgun.
Jón Baldvin Hannibalsson í héraðsdómi í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að mat­ar­boði sem hann og eig­in­kona hans Bryn­dís Schram héldu á Spáni 16. júní 2018 hafi lokið á inn­an við mín­útu.

Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir að mat­ar­boði sem hann og eig­in­kona hans Bryn­dís Schram héldu á Spáni 16. júní 2018 hafi lokið á inn­an við mín­útu.

„Gerðist eitt­hvað sak­næmt á þess­ari mín­útu? Svarið við því er nei,“ sagði Jón Bald­vin í Héraðsdómi Reykja­vík­ur, og bætti við að öfl­ug vitni styðji þessa full­yrðingu.

Jón er ákærður fyr­ir að hafa brotið kyn­ferðis­lega á Car­men Jó­hanns­dótt­ur þegar hún var gest­kom­andi á heim­ili Jóns og Bryn­dís­ar í bæn­um Salobreña í Andal­ús­íu á Spáni.

Haldið dag­inn sem Hann­es varði frá Messi

Jón Bald­vin talaði um að mat­ar­boðið hafi verið haldið „dag­inn sem heims­meist­ara­mótið í fót­bolta var haldið og Ísland náði þeim stór­kost­lega ár­angri“ að Hann­es Hall­dórs­son varði víti frá Messi [leik­manni Argetínu].

Hann sagði meint at­vik hafa gerst í spænskri lög­sögu og ef allt hefði verið með felldu hefði átt að kalla til lög­regl­una á Spáni á staðinn til að rann­saka málið. Ekki hafi verið sannað að málið hafi gerst í ís­lenskri lög­sögu.

Kjúk­linga­veisla að leik lokn­um

Hann lýsti mat­ar­boðinu þannig að fimm hefðu verið þar stadd­ir, eða hann, Bryn­dís, vin­kona Bryn­dís­ar, Hug­rún Jóns­dótt­ir, Lauf­ey Arn­órs­dótt­ir og dótt­ir henn­ar Car­men Jó­hanns­dótt­ir.

Jón sagði stóra at­b­urðinn á þess­um degi hafa verið fót­bolta­leik­inn. Búið hafi verið að setja upp stór­an skerm á torgi í þorp­inu og þangað hafi þau fyrst farið til að horfa á leik­inn á meðan mat­ur­inn mallaði í elda­vél en halda átti kjúk­linga­veislu. Á þess­um stað hafi hann drukkið einn bjór í hvor­um hálfleik. Þegar þau sneru til baka í leiks­lok hafi borðbúnaður og mat­föng verið bor­in upp á þakið í húsa­kynn­um Jóns Bald­vins og Bryn­dís­ar.

Jón Baldvin Hannibalsson ásamt verjanda sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, í …
Jón Bald­vin Hanni­bals­son ásamt verj­anda sín­um, Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni, í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Þú káfaðir á henni“

Hann sagði að eft­ir að Bryn­dís hefði flutt stutta ræðu þar sem hún bauð gesti vel­komna hafi það gerst skyndi­lega „að Lauf­ey Ósk sprett­ur upp og gef­ur yf­ir­lýs­ingu á þá leið: „Jón Bald­vin, þú átt að biðja dótt­ur mína af­sök­un­ar. Þú káfaðir á henni, ég sá það.“

Jón Bald­vin sagði þetta hafa komið eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Við þetta hafi borðhald­inu lokið. „Við átt­um svo sann­ar­lega ekki von á þess­ari uppá­komu. Það var ekk­ert sem gaf til­efni til þess. Við vor­um þrumu­lost­in og furðulost­in,“ sagði hann. „Ég sver þess dýr­an eið að það gerðist ekk­ert sak­næmt.“

Hann bætti því að hann hefði haldið ró sinni þrátt fyr­ir þetta og látið sig hverfa. Nefndi hann að ásök­un­in hafi verið afar óvænt. „Ég nota orðið að Lauf­ey hafi birst okk­ur eins og um­skipt­ing­ur,“ sagði hann og átti þar við að vináttu­sam­band hafi ríkt. Kvöldið áður hafi hún setið með þeim og farið fögr­um orðum um gest­gjafa sína.

Tvær mögu­leg­ar skýr­ing­ar

Hann sagði tvær hugs­an­leg­ar skýr­ing­ar á þess­um sak­argift­um. Önnur sé sú að Lauf­eyju hafi ekki verið sjálfrátt. Þau hefðu verið að drekka bjór er þau horfðu á fót­bolta­leik­inn og Lauf­ey hefði sagt Bryn­dísi að vegna veik­inda væri hún á sterk­um lyfj­um og mætti ekki drekka áfengi ofan í það. Sagði hann að sjón­varvott­ar hefðu sagt Lauf­eyju hafa drukkið sterkt vín. Önnur og lík­legri skýr­ing gæti verið sú að at­vikið hafi verið sett á svið og notað til mála­ferla síðar meir til að spilla mann­orði hans. Hann sagði lög­mann hans hafa verið í sam­skipt­um við tals­mann fés­bók­arsíðu í kring­um mál dótt­ur hans Al­dís­ar gegn hon­um og talsmaður­inn hafi reynst vera Car­men. „Hún kom fram sem talsmaður í kring­um mál dótt­ur minn­ar þar sem þær nota nafn Met­oo ófrjálsri hendi til að skreyta sig með,“ sagði hann og taldi yf­ir­lýs­ing­ar henn­ar í fjöl­miðlum fyr­ir vikið ekki vera trú­verðugar.

mbl.is