Höfðar bótamál ef þetta verða lyktir málsins

Manndráp í Rauðagerði | 21. október 2021

Höfðar bótamál ef þetta verða lyktir málsins

Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada sem var sýknaður í Rauðagerðismálinu í morgun, segist ætla að höfða bótamál gegn ríkinu fari svo að lyktir málsins verði á þennan veg.

Höfðar bótamál ef þetta verða lyktir málsins

Manndráp í Rauðagerði | 21. október 2021

Geir Gestsson í héraðsdómi í morgun.
Geir Gestsson í héraðsdómi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Geir Gests­son, verj­andi Murats Selivrada sem var sýknaður í Rauðagerðismál­inu í morg­un, seg­ist ætla að höfða bóta­mál gegn rík­inu fari svo að lykt­ir máls­ins verði á þenn­an veg.

Geir Gests­son, verj­andi Murats Selivrada sem var sýknaður í Rauðagerðismál­inu í morg­un, seg­ist ætla að höfða bóta­mál gegn rík­inu fari svo að lykt­ir máls­ins verði á þenn­an veg.

„Hann hef­ur setið að ósekju í gæslu­v­arðhaldi, fang­elsi og verið frels­is­svipt­ur. Það er ljóst að mann­orð hans er í rúst eft­ir þetta,“ sagði Geir í Héraðsdómi Reykja­vík­ur.

Hann sagði Murat aug­ljós­lega una dóm­in­um enda hafi hann verið sýknaður af aðild að morðinu á Arm­ando Beqirai.

„Við bíðum eft­ir því hvað ákæru­valdið ger­ir. Kannski áfrýja þeir og þá tök­um við til varn­ar. Ef þetta eru lykt­ir máls­ins, sýkna, þá mun ég höfða bóta­mál gegn rík­inu,“ sagði Geir.

Murat Selivrada í héraðsdómi í morgun.
Murat Selivrada í héraðsdómi í morg­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Spurður út í 16 ára dóm­inn yfir Angj­el­in Sterkaj sagði hann ekki við hæfi að tjá sig um þyngd refs­ing­ar hans. „Hann er ekki minn skjól­stæðing­ur en það lá fyr­ir að þetta er al­var­leg­ur glæp­ur og það lá fyr­ir játn­ing þannig að það var ljóst að yrði ein­hver refs­ing,“ sagði hann.

mbl.is