Lögreglan hafi ekki gætt að hlutlægnisskyldu

Manndráp í Rauðagerði | 21. október 2021

Lögreglan hafi ekki gætt að hlutlægnisskyldu

Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari gagnrýnir vinnubrögð lögreglu í dómi sínum í Rauðagerðismálinu, sem kveðinn var upp í dag.

Lögreglan hafi ekki gætt að hlutlægnisskyldu

Manndráp í Rauðagerði | 21. október 2021

Dómsuppkvaðning fór fram í Rauðagerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Dómsuppkvaðning fór fram í Rauðagerðismálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Eggert Jóhannesson

Guðjón St. Marteins­son héraðsdóm­ari gagn­rýn­ir vinnu­brögð lög­reglu í dómi sín­um í Rauðagerðismál­inu, sem kveðinn var upp í dag.

Guðjón St. Marteins­son héraðsdóm­ari gagn­rýn­ir vinnu­brögð lög­reglu í dómi sín­um í Rauðagerðismál­inu, sem kveðinn var upp í dag.

Hann bend­ir á að meðal gagna máls­ins sé skjal sem beri heitið „sam­an­tekt rann­sókn­ar­deild­ar um rann­sókn máls­ins.“

Í slíkri skýrslu skuli koma fram það sem sak­born­ing­ur og vitni bera við skýrslu­töku, at­hug­un lög­reglu sjálfr­ar og niðurstaða skoðunar og rann­sókn­ar sér­fróðra manna.

Við gerð skýrsl­unn­ar hafi lög­reglu verið skylt að gæta hlut­lægni og vinna að því að hið sanna komi í ljós með því að gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sekt­ar, enda sé það meg­in­regla saka­mála­laga.

Kafli um kenn­ing­ar lög­reglu

Af aðalmeðferð máls­ins þótti Guðjóni ekki koma fram svör eða skýr­ing­ar á vinnu við gerð skýrsl­unn­ar og tel­ur hana ekki í sam­ræmi við saka­mála­lög.

Hnýt­ir hann í það í for­send­um dóms­ins að í skýrsl­unni sé meðal ann­ars að finna kafla sem beri heitið „kenn­ing­ar lög­reglu og niður­lag.“ Þar sé sett fram kenn­ing, óháð framb­urði sak­born­inga.

„Að  mati dóms­ins hef­ur  lög­regl­an við gerð skýrsl­unn­ar ekki gætt meg­in­regl­unn­ar um hlut­lægn­is­skyldu lög­regl­unn­ar svo sem henni bar að gera og er það ámæl­is­vert.“

mbl.is