Niðurstaða sem búast mátti við

Manndráp í Rauðagerði | 21. október 2021

Niðurstaða sem búast mátti við

Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir morðið á Armando Beqirai, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um áfrýjun til Landsréttar.

Niðurstaða sem búast mátti við

Manndráp í Rauðagerði | 21. október 2021

Oddgeir Einarsson í héraðsdómi í morgun.
Oddgeir Einarsson í héraðsdómi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verj­andi Angj­el­ins Sterkaj, sem var dæmd­ur í 16 ára fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un fyr­ir morðið á Arm­ando Beqirai, seg­ir ekki hafa verið tekna ákvörðun um áfrýj­un til Lands­rétt­ar.

Verj­andi Angj­el­ins Sterkaj, sem var dæmd­ur í 16 ára fang­elsi í Héraðsdómi Reykja­vík­ur í morg­un fyr­ir morðið á Arm­ando Beqirai, seg­ir ekki hafa verið tekna ákvörðun um áfrýj­un til Lands­rétt­ar.

„Þetta er niðurstaða sem við var að bú­ast og ég tel vera rétta,“ sagði Odd­geir Ein­ars­son, verj­andi Sterkaj, eft­ir að dóm­ur­inn hvar kveðinn upp. Átti hann þar við grund­vall­ar­atriðin varðandi sýkn og sak­fell­ingu í mál­inu en Sterkaj hafði játað sök. 

„Það má auðvitað deila um viður­lög­in og hvort það hafi verið tekið til­lit til sjón­ar­miða hans eða ekki. Það þarf ég að fara yfir með hon­um og með því að lesa dóm­inn,“ sagði Odd­geir.

Hann sagðist ætla að skoða dóm­inn fyrst og ræða málið síðan við skjól­stæðing sinn um fram­haldið.

mbl.is