Hleðslustöðvar Tesla ná nú allan hringinn

Tesla | 25. október 2021

Hleðslustöðvar Tesla ná nú allan hringinn

Hraðhleðslustöðvar bílaframleiðandans Tesla ná nú hringinn í kringum landið eftir þjóðvegi 1. Með opnun nýrra stöðva á Akureyri og Höfn í Hornafirði eru nú ætíð minna en 300 kílómetrar í næstu stöð hvar sem er á þjóðveginum, sem er vel innan færis fyrir fullhlaðna bíl frá Teslu.

Hleðslustöðvar Tesla ná nú allan hringinn

Tesla | 25. október 2021

Hleðslustöðvar Teslu ná nú hringinn í kringum Ísland.
Hleðslustöðvar Teslu ná nú hringinn í kringum Ísland. Ljósmynd/Tesla

Hraðhleðslu­stöðvar bíla­fram­leiðand­ans Tesla ná nú hring­inn í kring­um landið eft­ir þjóðvegi 1. Með opn­un nýrra stöðva á Ak­ur­eyri og Höfn í Hornafirði eru nú ætíð minna en 300 kíló­metr­ar í næstu stöð hvar sem er á þjóðveg­in­um, sem er vel inn­an fær­is fyr­ir full­hlaðna bíl frá Teslu.

Hraðhleðslu­stöðvar bíla­fram­leiðand­ans Tesla ná nú hring­inn í kring­um landið eft­ir þjóðvegi 1. Með opn­un nýrra stöðva á Ak­ur­eyri og Höfn í Hornafirði eru nú ætíð minna en 300 kíló­metr­ar í næstu stöð hvar sem er á þjóðveg­in­um, sem er vel inn­an fær­is fyr­ir full­hlaðna bíl frá Teslu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Tesla.

Þar seg­ir að Tesla merki mikla eft­ir­spurn eft­ir nýj­um raf­bíl­um og sam­kvæmt töl­um Sam­göngu­stofu er ný­út­kom­inn Tesla Model Y lang­vin­sæl­asti bill lands­ins um þess­ar mund­ir. Á eft­ir Model Y kem­ur Model 3, sem einnig er fram­leidd­ur af Tesla.

Þessa bíla og aðra sem Tesla fram­leiðir verður nú hægt að hlaða til fulls, um allt land, á inn­an við hálf­tíma.

Teslur má hlaða á innan við hálftíma á þar til …
Tesl­ur má hlaða á inn­an við hálf­tíma á þar til gerðum hleðslu­stöðvum. Ljós­mynd/​Tesla
mbl.is